Þjónustumiðstöð Reykjavíkur fer í Útvarpshúsið

15375274104-95086a17fb-z.jpg
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg og Rík­is­út­varpið hafa gert leigu­samn­ing til fimmtán ára um að borgin leigi efstu hæðir Útvarps­húss­ins við Efsta­leiti.

Þetta kemur fram á vef Rúv. Þjón­ustu­mið­stöð Laug­ar­dals, Háa­leitis og Bústaða verður í hús­inu frá og með 1. maí næst­kom­andi. Borgin greiðir tæp­lega sex­tíu millj­ónir á ári fyrir leig­una.

Fleiri sam­þykkt­ir ­sem snúa að lóð og hús­næði Rúv voru afgreiddar úr borg­ar­ráði í morg­un­. ­For­sögn að sam­keppn­is­lýs­ingu um deiliskipu­lag Efsta­leitis var sam­þykkt, en á reitnum á að rísa fjöl­breytt byggð með blönd­uðum búsetu­úr­ræð­um.

Auglýsing

Haft er eftir Magn­úsi Geir Þórð­ar­syni útvarps­stjóra að þetta hjálpi að sjálf­sögðu til við að bæta rekstur félags­ins. „Þó er rétt að geta þess að þetta eitt og sér dugar ekki til að koma rekstri félags­ins í jafn­vægi því enn stöndum við frammi fyrir því að þjón­ustu­tekjur nú og eftir frek­ari lækkun útvarps­gjalds um næstu ára­mót duga ekki til að standa undir starf­semi félags­ins.“

Meira úr sama flokkiInnlent
None