Þóra Arnórsdóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóss, hefur tekið tímabundið við ritstjón fréttaskýringa- og þjóðmálaþáttarins. Hún mun gegna starfinu á meðan Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, er í leyfi. Sigmar tilkynnti í dag á Facebook að hann muni hefja áfengismeðferð á Vogi á morgun vegna glímu sinnar við alkóhólisma. Frá þessu er greint á vef RÚV.
Ég tel mig ekkert mikið frábrugðinn öðru fólki, en vafalítið hafa einhverjir aðra skoðun á því. Rétt eins og flestir...Posted by Sigmar Gudmundsson on Wednesday, May 20, 2015
Þóra hefur starfað við dagskrárgerð og fréttamennsku árum saman, og lengst af í Kastljósinu. Hún snéri aftur í Kastljósið haustið 2013 eftir að hafa fengið leyfi frá störfum til að bjóða sig fram til forseta árið 2012 og fæðingarorlof. Þóra dvaldi hluta af síðasta vetri við í bandaríska háskólanum Yale. Þar tók hún þátt í námskeiði sem nefndist "Yale World Fellows".
Langvarandi glíma við alkóhólisma
Sigmar greindi frá því í dag hann muni hefja áfengismeðferð á Vogi á morgun. Alkóhólismi hafi haft áhrif á líf hans frá unglingsárum en hann hafi loks náð tökum á veikindum sínum árið 2004. Fyrir um ári síðan hafi hann hins vegar fallið illa og þá farið í meðferð til Svíþjóðar. Fyrir tveimur vikum hafi hans síðan fallið á ný. Sigmar segist hins vegar aldrei ætla "að gefast upp fyrir þessum ógeðissjúkdómi.“
Auglýsing