Þörf á ótvíræðri lagaheimild til að loka ferðamannastöðum

Hefjast þarf handa við að áhættumeta tíu ferðamannastaði á Íslandi. Meðal þeirra eru Þingvellir og Reynisfjara. Engin miðlæg skrá er til um slys og dauðsföll ferðamanna eftir svæðum.

Banaslys varð í Reynisfjöru í sumar sem vakti enn og aftur umræðuna um öryggismál á þessum vinsæla ferðamannstað.
Banaslys varð í Reynisfjöru í sumar sem vakti enn og aftur umræðuna um öryggismál á þessum vinsæla ferðamannstað.
Auglýsing

Hefja þarf vinnu við að kanna kosti og mögu­leika þess að inn­leiða sam­bæri­leg lög um öryggi á fjöl­förnum ferða­manna­stöðum og nú þegar gilda um varnir gegn snjó­flóðum og skriðu­föll­um. „Verður að telja að sterk rök hnígi til þess að efla varnir og öryggi á þessu sviði með hlið­sjón af núver­andi örygg­is­þörf og tíðni slysa,“ segir í nýút­kominni skýrslu verk­efna­stjórnar um örygg­is­mál stjórn­valda og ferða­þjón­ustu­að­ila sem Lilja Alfreðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, skip­aði í jan­ú­ar.

Verk­efna­stjórnin leggur einnig til að haf­ist verði handa við að áhættu­meta tíu ferða­manna­staði á Íslandi: Fimm­vörðu­háls, Lauga­veg, Þing­velli, Stuðla­gil, Reyn­is­fjöru, Sól­heima­sand, Sól­heima­jök­ul, Hvanna­dals­hnjúk, Reykja­dal og Djúpa­lóns­sand.

Auglýsing

Hér á landi er ekki til staðar stök stjórn­sýslu­stofnun sem ber ábyrgð á öryggi ferða­manna. Eðli máls­ins sam­kvæmt sinna ýmsar und­ir­stofn­arnir þó lög­bundnu hlut­verki og sjá á einn veg eða annan um verk­efni sem með beinum eða óbeinum hætti geta haft áhrif á öryggi almenn­ings og ferða­manna.

Með til­liti til mik­il­vægis íslenskrar ferða­þjón­ustu fyrir efna­hag lands­ins, vernd manns­lífa og hugs­an­lega orð­spors­á­hættu ferða­þjón­ust­unnar hljóta örygg­is­mál í íslenskri ferða­þjón­ustu að njóta nokk­urs for­gangs, segir í skýrsl­unni. „Í því sam­hengi verður einnig að telja að öryggi ferða­manna sé mál­efni sem varði mikla hags­muni ferða­þjón­ustu­að­ila sem og ann­arra hags­muna­að­ila innan íslenskrar ferða­þjón­ust­u.“

Erfitt að greina hættu á til­teknum ferða­manna­stöðum

Verk­efna­stjórn­inni var falið að skil­greina eftir því sem kostur er hvaða fjöl­sóttu ferða­manna­staðir geta ógnað öryggi fólks umfram aðra við vissar kring­um­stæð­ur. Fljót­lega eftir að vinnan hófst kom í ljós að ekki er til mið­læg skrá sem heldur utan um tölu­legar upp­lýs­ingar vegna slysa eða dauðs­falla ferða­fólks á til­teknum svæð­um. Að mati verk­efna­stjórn­ar­innar er því erfitt án frek­ari grein­ingar að skil­greina með tæm­andi hætti hvaða ferða­manna­staðir eru til þess fallnir að ógna öryggi almenn­ings umfram aðra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem verk­efna­stjórnin afl­aði hjá Lands­björgu og lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­landi virð­ist fjöldi slysa á ferða­fólki ein­fald­lega hald­ast í hendur við þann fjölda sem leggur leið sína um til­tek­inn ferða­manna­stað. Þannig eru slys með til­liti til útkalla t.d. algeng­ari á Þing­völlum en í Reyn­is­fjöru. Árið 2018 nam 1,7 milljón ferða­fólks staðar á Suð­ur­landi af þeim 2,3 millj­ónum sem heim­sóttu land­ið.

Telja megi að sér­stök aðgæslu­skylda gildi um fjöl­sótt­ustu ferða­manna­stað­ina, s.s. Fimm­vörðu­háls, Lauga­veg, Þing­velli, Stuðla­gil, Reyn­is­fjöru, Sól­heima­sand, Sól­heima­jök­ul, Hvanna­dals­hnjúk, Reykja­dal og Djúpa­lóns­sand – svo dæmi séu tek­in.

Inn­grip í líf borg­ara

Verk­efna­stjórn­inni var m.a. falið að athuga hvaða gild­andi laga- og/eða reglu­gerð­ar­heim­ildum sé hægt að beita við lok­anir á fjöl­sóttum ferða­manna­stöðum þegar öryggi og lífi almenn­ings er fyr­ir­sjá­an­lega stefnt í hættu.

Svokölluð lög­mæt­is­regla felur í sér þá kröfu að ákveð­inn rammi sé settur um vald­heim­ild­ir/á­kvarð­anir stjórn­valda sem fela í sér inn­grip í líf borg­ara. Því telur verk­efna­stjórnin að ramm­inn um heim­ild hins opin­bera að loka fjöl­förnum ferða­manna­stað þegar hættu­á­stand skap­ast þurfi að eiga sér skýra og ótví­ræða laga­stoð.

Hvergi sé hins vegar að finna laga- eða reglu­gerð­ar­á­kvæði þar sem skil­greind eru sérstæk örygg­is­við­mið vegna áhættu á fjöl­sóttum ferða­manna­stöðum sem veita opin­berum aðilum heim­ild til að grípa til tíma­bund­inna lok­ana að vissum skil­yrðum upp­fyllt­um.

Í sér­lögum og reglu­gerð­ar­á­kvæðum er engu að síður að finna ýmsar heim­ildir til að hindra umferð eða rýma svæði. Í vega­lögum er t.d. heim­ild veg­hald­ara að banna umferð öku­tækja um vegi sem eru hættu­leg­ir. Í lögum um nátt­úru­vernd er einnig kveðið á um heim­ild Umhverf­is­stofn­unar til að tak­marka umferð í óbyggðum eða vegna ágangs á ákveðnum svæð­um.

Í lögum um almanna­varnir er svo að finna heim­ild fyrir lög­reglu að banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum eða vísa fólki á brott á hættu­stund.

Bráð og yfir­vof­andi hætta

Þessar og fleiri sam­bæri­legar laga­heim­ildir geta að mati verk­efna­stjórn­ar­innar sjálf­krafa leitt til lok­unar á fjöl­sóttum ferða­manna­stöðum en hún telur þó að þörf sé á ótví­ræðri og almennri laga­heim­ild sem veitir opin­berum aðila heim­ild til að loka fjöl­sóttum ferða­manna­stað tíma­bundið þegar bráð og yfir­vof­andi hætta, sem ekki verður komið í veg fyrir með öðrum væg­ari leið­um, s.s. upp­lýs­inga­gjöf eða hand­virkri stýr­ingu, steðjar að.

„Að mati verk­efna­stjórnar er mik­il­vægt að slík laga­heim­ild veiti við­bragðs­að­ila tæki­færi til að bregð­ast við með skjótum og ein­földum hætti, m.a. vegna þeirrar hættu sem getur skap­ast á fjöl­sóttum ferða­manna­stöðum vegna skjótra veðra­brigða.“

Ákveðin heim­ild í lög­reglu­lögum

Stjórnin telur hins vegar að lög­reglan hafi nú þegar heim­ild til slíks sam­kvæmt lög­reglu­lög­um. Um sé að ræða vald­beit­ing­ar­heim­ild sem m.a. heim­ilar lög­reglu að hafa afskipti af borg­urum og rýma til­tekin svæði eða tak­marka umferð um þau í því skyni að gæta að öryggi ein­stak­linga. „Að mati verk­efna­stjórnar er því ekki, sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf, að finna sér­stakar tak­mark­anir á því að unnt sé að fram­kvæma slíkar ráð­staf­anir á sam­bæri­legan máta og staðið er að vega­lok­unum á grund­velli [vega­laga].“

En þrátt fyrir þessa heim­ild í lög­reglu­lögum verður að því er segir í skýrsl­unni, að telja æski­legt að skoða þörf á sér­tækum laga­heim­ildum sem eftir atvikum kveða á um aðrar og sér­tæk­ari aðferðir til að stýra áhættu. Þessi vald­heim­ild lög­regl­unnar sé í raun eina gild­andi laga­heim­ildin sem við­bragðs­að­ilar geta gripið til sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf, skap­ist það ástand að grípa þurfi til tíma­bund­inna lok­unar ferða­manna­staða þegar bráð og yfir­vof­andi hætta steðjar að.

„Sú hætta sem lög­regla hefur heim­ild til að bregð­ast við með aðgerðum á grund­velli 15. gr. lög­reglu­laga þarf hins vegar að vera svo bráð eða yfir­vof­andi að önnur úrræði lög­reglu og/eða ann­arra hlut­að­eig­andi stjórn­valda dugi ekki til að tryggja þá vernd­ar­hags­muni sem falla undir ákvæð­ið,“ segir í skýrslu verk­efna­stjórn­ar­inn­ar.

Kæmi upp ágrein­ingur um hvort lög­reglu­stjóri hafi gripið til heim­ild­ar­á­kvæð­is­ins að nauð­synja­lausu og valdið ein­stak­lingum eða fyr­ir­tækjum innan ferða­þjón­ustu tjóni, verða dóm­stólar að skera end­an­lega úr um það og hvort sú ákvörðun hafi bakað íslenska rík­inu bóta­skyldu.

Fimmvörðuháls er einn þeirra vinsælu ferðamannastaða sem verkefnastjórnin leggur til að verði áhættumetinn.

„Þrátt fyrir fram­an­greinda heim­ild í lög­reglu­lögum verður að telja að æski­legt kunni að reyn­ast að kveða á um sér­tæk­ari ráð­staf­anir í laga- og reglu­gerð­ar­á­kvæð­um, sem kunna eftir atvikum að gera minni kröfur til hættu­stigs og leggja jafn­framt jákvæðar skyldur til til­tek­inna ráð­staf­ana sem geta eftir atvikum falið í sér önnur við­brögð en leiða bein­línis af lok­unum eða rým­ing­um.“

Verk­lag það sem stuðst er við í tengslum við vega­lok­an­ir, bæði hvað varðar miðlun vís­inda­legra gagna frá Veð­ur­stofu til við­bragðs­að­ila sem og það heild­ar­mat á aðstæðum í aðdrag­anda vega­lokana, yrði að öllum lík­indum með svip­uðu sniði og ákvarð­ana­taka lög­reglu við tíma­bundna lokun á fjöl­sóttum ferða­manna­stað.

Lok­anir og tak­mark­anir á aðgengi fólks að til­teknum svæðum ætti að mati verk­efna­stjórn­ar­innar ávallt að skoða sem neyð­ar­úr­ræði þar sem öðrum ráð­stöf­unum væri ekki við kom­ið.

„Þegar um er að ræða þekkt áhættu­svæði, svo sem Reyn­is­fjöru, þar sem líkur á end­ur­teknum ráð­stöf­unum eru miklar, kann að vera til­efni til, að skil­greina nánar til­tekin áhættu­við­mið og við­brögð við þeim,“ segir í skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Eðli­legt væri að fjalla um slíkar heim­ildir í sér­lögum sem fælu jafn­framt í sér reglu­gerð­ar­heim­ild til nán­ari útfærslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent