Þörfin á aðhaldsaðgerðum minnkað um rúman helming

Fjármálaráðherra segir að gera megi ráð fyrir að þær afkomubætandi ráðstafanir sem hið opinbera býst við að þurfa að ráðast á næstu árum til að draga úr skuldasöfnun verði helmingi minni en áður var talið.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Þörfin á svoköll­uðum afkomu­bæt­andi aðgerðum rík­is­sjóðs á árunum 2023-2025, sem fela annað hvort í sér skatta­hækk­anir eða nið­ur­skurð, er nú talin vera helm­ingi minni en hún var áður metin á, í ljósi þess að afkomu­horfur rík­is­sjóðs hafa batnað tölu­vert. Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í sam­tali við Kjarn­ann.

Bjarni kynnti frum­varp sitt til fjár­laga á blaða­manna­fundi fyrr í dag, en þar sagði hann að kröftug við­spyrna og bætt staða í hag­kerf­inu valdi því að útlit sé fyrir að tekjur rík­is­sjóðs verði 66 millj­örðum króna hærri á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjár­mála­á­ætlun síð­ast­liðið vor. Bætta afkoman skýrist mest af auknum skatt­tekjum og þá sér í lagi auknum tekju­skatti lög­að­ila.

Íslands­banki seldur og minni nið­ur­greiðslur til raf­bíla

Til við­bótar við þetta kynnti Bjarni aðrar fyr­ir­hug­aðar aðgerðir til að bæta afkomu hins opin­bera í náinni fram­tíð, líkt og áfram­hald­andi sala Íslands­banka og breytt fyr­ir­komu­lag varð­andi elds­neyt­is­notkun og öku­tækja­kaup.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fjallað um síð­ar­nefndu áform­in, en þau fela í sér að dregið verði úr íviln­unum fyrir raf­bíla og tengilt­vinn­bíla. Sam­kvæmt Bjarna verður nauð­syn­legt að ráð­ast í slíkar aðgerð­ir, þar sem elds­neyt­is­gjöld, sem er mik­il­vægur tekju­stofn hins opin­bera, séu „að hverfa smám sam­an“ sam­hliða orku­skipt­um. Bjarni lagði þó áherslu á að þessar aðgerðir ættu ekki að ógna orku­skipt­un­um.

Búist við aðhalds­að­gerðum eftir tvö ár

Kjarn­inn hefur einnig fjallað um svo­kall­aðar afkomu­bæt­andi ráð­staf­an­ir, sem hið opin­bera gerir ráð fyrir að þurfa að ráð­ast í á tíma­bil­inu 2023-2025 sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun þessa árs og næstu fjög­urra ára sem var kynnt í vor. Þar var gert ráð fyrir að þessar ráð­staf­an­ir, sem fela annað hvort í sér skatta­hækkun eða nið­ur­skurð í útgjöld­um, muni nema 34 millj­örðum á ári, en geti numið allt að 50 millj­örðum króna á ári ef efna­hags­horfur versna.

Nýjar horfur fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins búast hins vegar við að skulda­þróun hins opin­bera verði mun hag­stæð­ari en fjár­mála­á­ætl­unin gerði ráð fyr­ir, til að mynda er nú talið að skuldir muni nema um 34 pró­sentum af lands­fram­leiðslu á næsta ári, í stað 42 pró­senta.

Sam­kvæmt Bjarna mun bætt afkoma rík­is­sjóðs, auk áætl­an­anna um að selja Íslands­banka og minnka nið­ur­greiðslur til raf­bíla­eig­end­ur, leiða til þess að umfang fyr­ir­hug­aðra aðhalds­að­gerða verði innan við helm­ingur af því sem fjár­mála­á­ætl­unin gerði ráð fyr­ir. Nýút­gefin fjár­málsa­stefna sýni ekki nákvæma sund­ur­liðun á því hvernig þessum ráð­stöf­unum yrði hátt­að, en fram­reikn­ingur ráðu­neyt­is­ins á afkomu hins opin­bera sýnir að mun minna lifi eftir af þörf­inni fyrir slíkum aðgerð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent