Þörfin á aðhaldsaðgerðum minnkað um rúman helming

Fjármálaráðherra segir að gera megi ráð fyrir að þær afkomubætandi ráðstafanir sem hið opinbera býst við að þurfa að ráðast á næstu árum til að draga úr skuldasöfnun verði helmingi minni en áður var talið.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Þörfin á svoköll­uðum afkomu­bæt­andi aðgerðum rík­is­sjóðs á árunum 2023-2025, sem fela annað hvort í sér skatta­hækk­anir eða nið­ur­skurð, er nú talin vera helm­ingi minni en hún var áður metin á, í ljósi þess að afkomu­horfur rík­is­sjóðs hafa batnað tölu­vert. Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í sam­tali við Kjarn­ann.

Bjarni kynnti frum­varp sitt til fjár­laga á blaða­manna­fundi fyrr í dag, en þar sagði hann að kröftug við­spyrna og bætt staða í hag­kerf­inu valdi því að útlit sé fyrir að tekjur rík­is­sjóðs verði 66 millj­örðum króna hærri á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjár­mála­á­ætlun síð­ast­liðið vor. Bætta afkoman skýrist mest af auknum skatt­tekjum og þá sér í lagi auknum tekju­skatti lög­að­ila.

Íslands­banki seldur og minni nið­ur­greiðslur til raf­bíla

Til við­bótar við þetta kynnti Bjarni aðrar fyr­ir­hug­aðar aðgerðir til að bæta afkomu hins opin­bera í náinni fram­tíð, líkt og áfram­hald­andi sala Íslands­banka og breytt fyr­ir­komu­lag varð­andi elds­neyt­is­notkun og öku­tækja­kaup.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fjallað um síð­ar­nefndu áform­in, en þau fela í sér að dregið verði úr íviln­unum fyrir raf­bíla og tengilt­vinn­bíla. Sam­kvæmt Bjarna verður nauð­syn­legt að ráð­ast í slíkar aðgerð­ir, þar sem elds­neyt­is­gjöld, sem er mik­il­vægur tekju­stofn hins opin­bera, séu „að hverfa smám sam­an“ sam­hliða orku­skipt­um. Bjarni lagði þó áherslu á að þessar aðgerðir ættu ekki að ógna orku­skipt­un­um.

Búist við aðhalds­að­gerðum eftir tvö ár

Kjarn­inn hefur einnig fjallað um svo­kall­aðar afkomu­bæt­andi ráð­staf­an­ir, sem hið opin­bera gerir ráð fyrir að þurfa að ráð­ast í á tíma­bil­inu 2023-2025 sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun þessa árs og næstu fjög­urra ára sem var kynnt í vor. Þar var gert ráð fyrir að þessar ráð­staf­an­ir, sem fela annað hvort í sér skatta­hækkun eða nið­ur­skurð í útgjöld­um, muni nema 34 millj­örðum á ári, en geti numið allt að 50 millj­örðum króna á ári ef efna­hags­horfur versna.

Nýjar horfur fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins búast hins vegar við að skulda­þróun hins opin­bera verði mun hag­stæð­ari en fjár­mála­á­ætl­unin gerði ráð fyr­ir, til að mynda er nú talið að skuldir muni nema um 34 pró­sentum af lands­fram­leiðslu á næsta ári, í stað 42 pró­senta.

Sam­kvæmt Bjarna mun bætt afkoma rík­is­sjóðs, auk áætl­an­anna um að selja Íslands­banka og minnka nið­ur­greiðslur til raf­bíla­eig­end­ur, leiða til þess að umfang fyr­ir­hug­aðra aðhalds­að­gerða verði innan við helm­ingur af því sem fjár­mála­á­ætl­unin gerði ráð fyr­ir. Nýút­gefin fjár­málsa­stefna sýni ekki nákvæma sund­ur­liðun á því hvernig þessum ráð­stöf­unum yrði hátt­að, en fram­reikn­ingur ráðu­neyt­is­ins á afkomu hins opin­bera sýnir að mun minna lifi eftir af þörf­inni fyrir slíkum aðgerð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent