Þorsteinn Víglunds: Enginn hefur áhyggjur af „verðbólguspíral“

Þorsteinn-víglundsson-nytt.jpg
Auglýsing

„Eng­inn af ótal­mörgum for­ystu­mönnum stétt­ar­fé­lag­anna virð­ist hafa áhyggjur af því að verð­lag og vextir hækki, skulda­byrði fólks vaxi, að gengi krón­unnar muni veikj­ast og að nýr verð­bólgu­spírall fari af stað,“ segir Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, í pistli á vef SA þar sem farið er yfir stöð­una í kjara­mál­um.

Þor­steinn segir í pistl­inum að kjara­við­ræður séu í algjörum hnút, og ekki sé nein lausn í sjón­máli. „Kjara­við­ræður á vinnu­mark­aði eru í hnút. Það á við um við­ræður opin­berra starfs­manna við ríkið auk við­ræðna Sam­taka atvinnu­lífs­ins við stétt­ar­fé­lög á almennum mark­aði. Kröfur flestra stétt­ar­fé­lag­anna eru langt umfram það sem fyr­ir­tækin geta staðið undir án þess að það komi fram í verð­hækk­un­um, upp­sögn­um, gjald­þrotum eða með því að draga úr vöru­þróun og mark­aðs­sókn. Af­leið­ing­arnar af því að ganga að kjara­kröf­unum verða aukin verð­bólga, hækk­andi vext­ir, lægra gengi auk þess að atvinna mun minnka. Nákvæm­lega hver áhrifin verða á hvern þátt eru ekki þekkt en einni hóf­legri sviðs­mynd er lýst í grein aðal­hag­fræð­ings Seðla­bank­ans sem birt var fyrir nokkrum dög­um. Verð­bólga myndi vaxa hratt og stýri­vextir tvö­fald­ast en þeir eru nú þegar marg­falt hærri en í nágranna­löndum okk­ar. Ábyrgir aðilar á vinnu­mark­aði hljóta að taka þetta alvar­lega,“ segir Þor­steinn.

Þor­steinn segir að SA muni hvergi kvika frá því, að reyna að við­halda stöð­ug­leika og koma í veg fyrir að verð­bólga hækki. Kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar séu ekki raun­hæfar og sam­rým­ist ekki mark­miðum um að stöðugt verð­lag.

Auglýsing

„Sam­tök atvinnu­lífs­ins munu áfram sýna ábyrgð og halda fast við að nýir kjara­samn­ingar sam­ræm­ist stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. Reynslan sýnir að miklar launa­hækk­anir skila sjaldn­ast auknum kaup­mætti að ráði. Meira verður gjarnan minna í því sam­hengi vegna nei­kvæðra áhrifa slíkra samn­inga á verð­bólgu, vexti og gengi. Kjara­samn­ingar síð­asta árs hafa sýnt hvernig lífs­kjör alls almenn­ings hafa batnað og kaup­máttur auk­ist með lágri hlut­falls­hækkun launa, minnk­andi verð­bólgu og lækk­andi vöxt­u­m,“ segir Þor­steinn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None