Þórunn Guðmundsdóttir nýr formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands

Screen.Shot_.2015.05.01.at_.12.23.44.jpg
Auglýsing

Þór­unn Guð­munds­dótt­ir hæsta­rétt­­ar­lög­maður hefur ver­ið ­kjörin for­maður banka­ráðs Seðla­banka Íslands­. Þór­unn var kosin í banka­ráðið af Alþingi í mars síð­ast­liðnum í stað Ólafar Nor­dal sem hætti í ráð­inu er hún tók við emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra.

Á fundi ráðs­ins í gær var Þór­unn svo kosin for­mað­ur. Var­for­maður banka­ráðs­ins er Jón Helgi Eg­ils­­son.

Þór­unn er einn eig­enda lög­manns­stof­unnar LEX og hefur um 30 ára starfs­reynslu af lög­mennsku, en hún hefur starfað sam­fellt hjá lög­manns­stof­unni frá árinu 1983.

Auglýsing

Auk þess að sinna lög­manns­störfum hefur Þór­unn setið í ýmsum nefnd­um, ráðum og stjórnum á vegum hins opin­bera og einka­að­ila. Þá hefur Þór­unn sinnt kennslu og próf­dóm­ara­störfum við laga­deildir Háskóla Íslands og Háskól­ans í Reykja­vík. Jafn­framt hefur Þór­unn gegnt ýmsum trún­að­ar­störfum fyrir Lög­manna­fé­lag Íslands og var meðal ann­ars for­maður félags­ins á árunum 1995 til 1997.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None