Þráspurðu um bréf milli kauphallar og FME

landsbankinnVef.jpg
Auglýsing

Verj­endur ákærðu í máli emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara gegn fyrr­ver­andi starfs­mönnum lands­bank­ans, Sig­ur­jóni Árna­syni, fv. for­stjóra, Ívar Guð­jóns­syni, fyrr­ver­andi for­stöðu­manni eigin við­skipta, og Júl­íusi Heið­ars­syni og Sindra Sveins­syni, starfs­mönnum eigin við­skipta, þrá­spurðu Magnús Krist­inn Ásgeirs­son, lög­fræð­ing Kaup­hallar Íslands, út í bréfa­skrif milli Kaup­hallar Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í morg­un, ásamt fleiri atrið­um. Spurn­ing­arnar snéru ekki síst að því hvernig eft­ir­liti með við­skiptum í kaup­höll­inni væri hátt­að, hvernig við­skipti færu fram og hver væri mein­ingin að baki texta sem finna mátti í bréfum milli Kaup­hallar Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, þar sem gefið var í skyn að um meinta mark­aðs­mis­notkun hefði verið að ræða.

Kom fram í máli Helga Sig­urðs­sonar hrl., lög­manns Júl­í­us­ar, að þetta væri lyk­il­vitni í mál­inu, og því þyrfti hann að spyrja hann tölu­vert út í mál­ið. Sam­kvæmt upp­haf­legri áætlun var áformað að hann þyrfti að vera 10 mín­útur í vitna­stúku en raunin varð tæp­lega 90.

All­ir eru þeir ákærðir fyr­ir mark­aðs­mis­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008 og eru þeir sak­aðir um að hafa hand­­stýrtwallstreet_vef verð­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­völd og sam­­fé­lagið í heild,“ eins og það er orðað í ákæru.

Auglýsing

Grun­semdir í Kaup­höll­inniÁ um­ræddu tíma­bili keyptu eig­in fjár­­­fest­ing­ar 2.325.395.153 hluti af þeim 4.801.255.966 hlut­um í Lands­­bank­an­um sem við­skipti voru með í sjálf­­virk­um pör­un­­ar­við­skipt­um, eða 48,4% af heild­ar­velt­unni. Í ljósi þess hvernig ákæran er orð­uð, og að hverju hún beinist, skiptir skipu­lag við­skipta og eft­ir­lits í Kaup­höll Íslands miklu máli fyrir mál­ið.

Lög­menn Júl­í­usar og Ívars, þeir Helgi Sig­urðs­son hrl. og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son hrl., spurðu Magnús Kristin út í það hvort það hefði verið eitt­hvað óeðli­legt við það hvernig við­skipti Lands­bank­ans með eigin bréf hefðu verið og hvort eft­ir­lits­kerfið í Kaup­höll­inni hér á landi væri með eitt­hvað öðrum hætti en á öðrum alþjóð­legum mörk­uð­um. Magnús Krist­inn sagði eft­ir­litið vera í sam­ræmi við það sem þekkt­ist ann­ars staðar og að kerfið væri það sama og kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum not­uðu.

14394583361_f669b0db5b_zÍ aðdrag­anda hruns­ins sagði Magnús að kaup­höllin hefði orðið vör við „mjög ákveð­in“ við­skipti á kaup­hlið­inni frá eigin við­skiptum Lands­bank­ans, og bönk­unum almennt, og var sér­stak­lega nefnd dag­setn­ingin 3. októ­ber 2008 í því sam­bandi. Í lok dags hækk­aði gengi bréfa Lands­bank­ans um 4,2 pró­sent. Magnús átti í kjöl­farið á þessu sam­skipti við ákærða Júl­íus, og spurði hvort þarna væru eigin við­skipti að beita sér á mark­aðn­um. Júl­íus játti því og sagði kauptæki­færi vera á mark­aðn­um.

„Óeðli­leg“?Í vitn­is­burði sínum sagði Magnús að þetta hefði verið „óeðli­leg“ hegðun miðað við það sem gengur og ger­ist á mark­aðn­um. Þá voru bréfa­skipti milli Kaup­hall­ar­innar og FME einnig til umræðu þegar Magnús Krist­inn var í vitna­stúku. Var meðal ann­ars spurt út í mein­ingar í texta þar sem fjallað var um mögu­lega mark­aðs­mis­notkun á mark­aðn­um. Sagð­ist Magnús Krist­inn ekk­ert geta full­yrt um hvort mark­aðs­mis­notkun ætti sér stað eða ekki, það væri ekki hans að dæma um það. Hins vegar þyrfti að horfa til „allra þátta“ þegar meint mark­aðs­mis­notkun væri ann­ars veg­ar, þar á meðal væri fjár­mögn­unin að baki við­skipt­un­um, t.d. hvort bank­arnir sjálfir hafi verið að fjár­magna kaup og stæðu að baki við­skipt­unum þannig, með bréfin ein að veði. Það væri eitt­hvað sem Kaup­höllin hefði ekki upp­lýs­ingar um, en eftir á að hyggja hefði það mögu­lega verið stórt vanda­mál á mark­aðn­um.

Mark­aðs­mis­notk­un?Ákærðu neita alfarið sök í mál­inu og hefur Sig­ur­jón Árna­son raunar sagt að það séu mikil „von­brigði“ hvernig málið sé sett fram. Fyrst og fremst vegna þess í að því séu „öllu snúið á haus“. Ekket óeðli­legt hafi átt sér stað, og eng­inn hafi verið vilj­andi að brjóta gegn lög­um, að því er fram kom í umfjöllun mbl.is um vitn­is­burð hans. Sig­ur­jón var sýkn­aður í Ímon-­mál­inu svo­kall­aða 5. júní 2014, en umfang þess máls var þó ekki nándar nærri eins og mikið og það sem nú er í gangi. Lög­maður Sig­ur­jóns er Sig­urður G. Guð­jóns­son hrl.

Vitna­leiðslur hófust form­lega í dag, en um 50 manns eru á vitna­lista ákæru­valds­ins. Þar á meðal eru Björg­ólfs­feðgar, Björgólfur Guð­munds­son og sonur hans Björgólfur Thor, sem voru stærstu eig­endur bank­ans fyrir hrun hans í gegnum félag þeirra Sam­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None