Fjárfestingasjóðurinn Frumtak 2 hyggst leggja félaginu Arctic Trucks til nýtt hlutafé, samtals verður fjárfestingin um 500 milljónir króna. Verður féð notað til sóknar á erlenda markaði, og meðal annars til að sækja inn á almennan bílamarkað, en til þessa hefur félagið einkum verið á markaði með mikið breytta bíla og náð þar samkeppnisforskoti og sérstöðu.
Saga Arctic Trucks teygir sig um 25 ár aftur í tímann, til ársins 1990. Þetta er enn eitt ánægjulega dæmið um að þrautseigja þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi borgar sig. Án hennar næst yfirleitt enginn árangur. Vonandi mun Arctic Trucks ganga vel áfram, eins og hingað til!