Þrekvirki unnið við björgun - lögreglan sendir „bata- og baráttukveðjur“

logreglan-net000002.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir mikið þrek­virki hafa verið unnið í björg­un­ar­starfi við Reyk­dals­stíflu, þegar alvar­legt slys varð þar á dög­un­um. Bræð­ur, níu og tólf ára gamlir drengir, komust þá í lífs­hættu­legar aðstæður þegar þeir féllu í hring­iðu við stífl­una. Yngri dreng­ur­inn féll fyrst og sá eldri reyndi að koma honum til bjarg­ar. Við það komust þeir báðir í mikil vand­ræði.

Systir þeirra og móð­ir, ásamt veg­far­end­um, lög­reglu og björg­un­ar­fólki, unnu þrek­virki á staðnum við að bjarga drengj­unum úr aðstæð­un­um. Sá eldri var end­ur­lífg­aður á staðn­um, en þeim yngri var haldið sof­andi í önd­un­ar­vél þar til í dag að hann komst til með­vit­undar og er hann nú á hægum bata­vegi.

Lög­reglan segir í ítar­legri frétta­til­kynn­ingu að aðstæður á vett­vangi hafi verið stór­hættu­legar og að þrek­virki hafi verið unn­ið. Hún sendir um leið bata- og bar­áttu­kveðjur til þeirra bræðra.

Auglýsing

Til­kynn­ing lög­reglu í heild sinni, fer hér á eft­ir:

„Skömmu fyr­ir slysið voru þarna á ferð þrjú systk­ini, tveir bræður og syst­ir þeirra, þegar þau veittu at­hygli bolta, sem hafði verið í rennu fyr­ir affalli Reyk­dals­stíflu í nokkra daga. Stúlk­an, sem er 11 ára, og dreng­irn­ir, sem eru 9 og 12 ára, fóru að reyna ná bolt­an­um úr renn­unni. Mjög mik­ill vatns­­­straum­ur var í stífl­unni vegna auk­ins vatns­­­magns í lækn­­um. Eft­ir ár­ang­­ur­s­­laus­ar til­­raun­ir tók yngri dreng­­ur­inn þá af­drifa­­ríku ákvörðun að fara út í renn­una, en ljóst var að börn­in gerðu sér enga grein fyr­ir hætt­unni sem þarna leynd­ist, ekki frek­ar en þeir björg­un­­ar­að­ilar sem komu síðar á vett­vang.

Þegar sá yngri féll í renn­una tók hann að sökkva og hring­sner­ist í hyl, sem er neðst í renn­unni, en ár­far­­veg­­ur­inn í renn­unni mynd­aði hring­iðju þarna í hyln­um, ásamt því sem gróður gerði það að verk­um að fót­­festa var lít­il sem eng­in. Í því fer eldri bróð­ir­inn að reyna að aðstoða þann yngri, en við það fell­ur hann einnig í hyl­inn og því kom­inn í sömu sjálf­heldu, líkt og yngri bróð­ir­inn. Á þeim tíma­­punkti hring­ir syst­ir­in í móður þeirra, sem í fram­hald­inu kem­ur um­­svifa­­laust á stað­inn og hring­ir strax í 112 og kall­ar eft­ir aðstoð.

Áður en björg­un­­ar­lið kom á vett­vang, um fjór­um mín­út­­um eft­ir til­­kynn­ing­una, reyndi móð­ir­in, ásamt 16 ára stúlku sem kom þarna að, að ná drengj­un­um upp. Fljót­­lega náðu þær sam­an taki á eldri drengn­um án þess þó að hafa náð að draga hann upp úr hyln­um vegna straum­s­ins sem þarna var.

Syst­ir drengj­anna, sem var í sam­­skipt­um við 112 á meðan þessu stóð, stöðv­aði öku­­mann, karl­­mann um þrí­tugt, sem átti leið hjá og kom hann móð­ur­­inni og stúlk­unni til aðstoðar með eldri dreng­inn, sem tókst að ná upp úr hyln­­um. Við björg­un­ina á þeim yngri féll karl­­mað­ur­­inn hins veg­ar einnig út í hyl­inn og við það var hann söm­u­­leiðis kom­inn í sjálf­heldu.

Á þess­um tíma­­punkti kom björg­un­­ar­lið á stað­inn og fóru lög­­­reglu­­menn strax í að koma þeim til aðstoðar og fljót­­lega náð­ist karl­­mað­ur­­inn einnig upp úr hyln­­um. Báðir voru þeir mjög kald­ir og illa átt­aðir en önd­un eldri drengs­ins kom fljótt eft­ir að hafa fengið aðstoð. Lög­­­reglu­mað­ur, sem var þarna til aðstoð­ar, freist­að­ist til að sækja yngri dreng­inn, sem var enn í hyln­­um. Við það að fara í hyl­inn lenti hann í sömu aðstöðu og karl­­mað­ur­­inn og eldri dreng­­ur­inn. Eft­ir ein­hvern tíma og til­­raun­ir náð­ist í fót­­legg lög­­­reglu­­manns­ins og þannig að draga hann upp úr hyln­um, en þá hafði lög­­­reglu­mað­ur­­inn náð taki á yngri drengn­um og þeir báðir dregn­ir úr hyln­­um. Í fram­hald­inu voru hafn­ar end­­ur­líf­g­un­­ar­til­raun­ir á yngri dreng­­um.

Bræð­ur­n­ir og karl­­mað­ur­­inn voru flutt­ir á slysa­­deild til aðhlynn­ing­­ar, en aðstoð var jafn­­framt veitt þeim sem komu að björg­un­inni á vett­vangi.

Ástand yngri bróð­ur­s­ins er stöðugt, en ein­hver meiðsli (mar, togn­un) hlut­ust af bæði hjá eldri bróð­ur­n­um og þeim sem komu að björg­un­inni.

Bæj­­­ar­yf­­ir­völd Hafn­­ar­fjarð­ar­bæj­­ar hafa tekið málið til skoð­unar m.t.t. þess að koma í veg fyr­ir að at­vik sem þetta end­­ur­taki sig þarna í og við Reyk­dals­stífl­una, en stífl­an hef­ur verið tæmd þar til að ráð­staf­an­ir verða gerð­ar.

Lög­­regl­an og fjöl­­skylda barn­anna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vett­vangi fyr­ir ótrú­­lega yf­ir­­veg­un og þrek­­virki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erf­iðar aðstæð­ur. Einnig vill lög­­regl­an senda fjöl­­skyldu barn­anna, og ekki síst yngri drengn­um, bar­áttu- og bata­­kveðj­ur.“

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None