Þrír umsækjendur hnífjafnir í hæfismati um stöðu seðlabankastjóra

AR.140629527.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt umsögn ­nefndar sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skip­aði í lok júní, til að leggja mat á hæfi umsækj­enda um stöðu seðla­banka­stjóra, eru Frið­rik Már Bald­urs­son, Ragnar Árna­son og Már Guð­munds­son hæf­astir umsækj­enda til að gegna stöð­unni. Kjarn­inn hefur umsögn nefnd­ar­innar undir hönd­um.

Við mat á hæfni umsækj­enda var lagt fyrir nefnd­ina að hafa til hlið­sjón­ar; mennt­un, starfs­fer­il, reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og efna­hags- og pen­inga­mál­um, stjórn­un­ar­hæfi­leika og loks hæfni í mann­legum sam­skipt­um. Nefndin mat hvern umsækj­enda þannig að hann var ýmist mjög vel hæf­ur, vel hæf­ur, hæfur eða ekki hæfur í hverjum þætti fyrir sig.

Mjótt á mun­unumSam­kvæmt lögum skal seðla­banka­stjóri hafa lokið háskóla­prófi í hag­fræði eða tengdum grein­um. Fjögur umsækj­enda höfðu auk þessa lokið dokt­ors­prófi og voru metin mjög vel hæf; þau Ásgeir Brynjar Torfa­son, Frið­rik Már Bald­urs­son, Lilja Mós­es­dóttir og Ragnar Árna­son. Nefndin mat sömu­leiðis Má Guð­munds­son og Þor­stein Þor­geirs­son mjög vel hæfa til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra, en þeir hafa lagt stund á dokt­ors­nám.

Með hlið­sjón af starfs­ferli umsækj­enda mat nefndin Frið­rik Má Bald­urs­son, Lilju Mós­es­dótt­ur, Má Guð­munds­son, Ragnar Árna­son, Yngva Örn Krist­ins­son og Þor­steinn Þor­geirs­son mjög vel hæf, en Ásgeir Brynjar Torfa­son var met­inn vel hæf­ur.

Auglýsing

Í lögum um hæfi seðla­banka­stjóra er kveðið á um að hann skuli búa yfir víð­tækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og efna­hags- og pen­inga­mál­um. Í umsögn nefnd­ar­innar má greina að hún hafi átt í nokkrum vand­ræðum með að gera upp á milli umsækj­enda hvað þetta varð­ar, þar sem hvorki er að finna í grein­ar­gerð með laga­frum­varp­inu eða nefnd­ar­á­liti meiri­hluta við­skipta­nefnd­ar, sem lagði til breyt­ingar á 0rða­lagi ákvæð­is­ins í með­förum þings­ins, leið­bein­ingar um hvernig meta eigi þessa reynslu og þekk­ingu eða til hvaða atriða eigi sér­stak­lega að horfa. Nefndin kaus því að líta sér­stak­lega til reynslu umsækj­enda af störfum við stjórn pen­inga­mála, og til starfa á fjár­magns­mark­aði og rann­sókn­ar­starfa, einkum á sviði pen­inga­mála.

Með hlið­sjón af ofan­greindu mat hæf­is­nefndin þá Frið­rik Má Bald­urs­son, Má Guð­munds­son og Ragnar Árna­son mjög vel hæfa í stöðu seðla­banka­stjóra. Lilja Mós­es­dótt­ir, Yngvi Örn Krist­ins­son og Þor­steinn Þor­geirs­son voru metin vel hæf, og Ásgeir Brynjar Torfa­son hæf­ur.

Hæf­is­nefndin gerði ekki grein­ar­mun á umsækj­endum út frá stjórn­un­ar­hæfi­leikum eða hæfni þeirra í mann­legum sam­skipt­um.

Þrír umsækj­endur hnífjafnirSam­kvæmt útreikn­ingi Kjarn­ans eru þeir Frið­rik Már Bald­urs­son, Már Guð­munds­son og Ragnar Árna­son hnífjafnir í kapp­hlaup­inu um seðla­banka­stjóra­stöð­una, ef hæfi þeirra er miðað út frá stiga­gjöf. Þeir hlutu allir tólf stig, Lilja Mós­es­dóttir og Þor­steinn Þor­geirs­son fengu ell­efu stig, Yngvi Örn Krist­ins­son tíu og Ásgeir Brynjar Torfa­son rak lest­ina með níu stig.

Í nið­ur­stöðu hæf­is­nefnd­ar­innar má greina hvar helst er gert upp á milli þre­menn­ing­anna: "Frið­rik Már og Ragnar hafa báðir lokið gunn og fram­halds­námi við háskóla auk dokt­ors­prófs í greinum sem krafa er gerð um (sam­kvæmt lög­um, innsk. blaða­manns). Már hefur sömu­leiðis lokið grunn- og fram­halds­námi við háskóla sem full­nægir kröfum lag­anna og jafn­framt lagt stund á dokt­or­smán um skeið. Allir búa þeir yfir víð­tækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og efna­hag- og pen­inga­mál­um. Már sker sig þar úr hvað reynslu af banka­starf­semi varðar vegna starfa sinna í Seðla­banka Íslands um ára­bil, síð­ustu ár sem seðla­banka­stjóri, auk mik­il­vægrar reynslu sem hann öðl­að­ist í starfi sínu hjá Alþjóða­greiðslu­bank­anum í Basel í Sviss. Reynsla Frið­riks Más og Ragn­ars á þessu sviði er einna mest af fræð­i-, kennslu- og stjórn­un­ar­störfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um ára­bil. Frið­rik Már búi einnig að mikilvægri reynslu af sér­fræð­ings- og stjórn­un­ar­störfum hjá Þjóð­hags­stofnun og í stjórnun fyr­ir­tækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðla­banka Íslands eftir setu í banka­ráði hans und­an­farin fimm ár auk fleiri stjórn­un­ar­starfa."

Allir umsækj­endur um stöðu seðla­banka­stjóra hafa frest til mið­viku­dags­ins 23. júlí til að koma á fram­færi form­legum athuga­semdum er lúta að hæf­is­mati þeirra.

 

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None