Þrír umsækjendur hnífjafnir í hæfismati um stöðu seðlabankastjóra

AR.140629527.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt umsögn ­nefndar sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skip­aði í lok júní, til að leggja mat á hæfi umsækj­enda um stöðu seðla­banka­stjóra, eru Frið­rik Már Bald­urs­son, Ragnar Árna­son og Már Guð­munds­son hæf­astir umsækj­enda til að gegna stöð­unni. Kjarn­inn hefur umsögn nefnd­ar­innar undir hönd­um.

Við mat á hæfni umsækj­enda var lagt fyrir nefnd­ina að hafa til hlið­sjón­ar; mennt­un, starfs­fer­il, reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og efna­hags- og pen­inga­mál­um, stjórn­un­ar­hæfi­leika og loks hæfni í mann­legum sam­skipt­um. Nefndin mat hvern umsækj­enda þannig að hann var ýmist mjög vel hæf­ur, vel hæf­ur, hæfur eða ekki hæfur í hverjum þætti fyrir sig.

Mjótt á mun­unumSam­kvæmt lögum skal seðla­banka­stjóri hafa lokið háskóla­prófi í hag­fræði eða tengdum grein­um. Fjögur umsækj­enda höfðu auk þessa lokið dokt­ors­prófi og voru metin mjög vel hæf; þau Ásgeir Brynjar Torfa­son, Frið­rik Már Bald­urs­son, Lilja Mós­es­dóttir og Ragnar Árna­son. Nefndin mat sömu­leiðis Má Guð­munds­son og Þor­stein Þor­geirs­son mjög vel hæfa til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra, en þeir hafa lagt stund á dokt­ors­nám.

Með hlið­sjón af starfs­ferli umsækj­enda mat nefndin Frið­rik Má Bald­urs­son, Lilju Mós­es­dótt­ur, Má Guð­munds­son, Ragnar Árna­son, Yngva Örn Krist­ins­son og Þor­steinn Þor­geirs­son mjög vel hæf, en Ásgeir Brynjar Torfa­son var met­inn vel hæf­ur.

Auglýsing

Í lögum um hæfi seðla­banka­stjóra er kveðið á um að hann skuli búa yfir víð­tækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og efna­hags- og pen­inga­mál­um. Í umsögn nefnd­ar­innar má greina að hún hafi átt í nokkrum vand­ræðum með að gera upp á milli umsækj­enda hvað þetta varð­ar, þar sem hvorki er að finna í grein­ar­gerð með laga­frum­varp­inu eða nefnd­ar­á­liti meiri­hluta við­skipta­nefnd­ar, sem lagði til breyt­ingar á 0rða­lagi ákvæð­is­ins í með­förum þings­ins, leið­bein­ingar um hvernig meta eigi þessa reynslu og þekk­ingu eða til hvaða atriða eigi sér­stak­lega að horfa. Nefndin kaus því að líta sér­stak­lega til reynslu umsækj­enda af störfum við stjórn pen­inga­mála, og til starfa á fjár­magns­mark­aði og rann­sókn­ar­starfa, einkum á sviði pen­inga­mála.

Með hlið­sjón af ofan­greindu mat hæf­is­nefndin þá Frið­rik Má Bald­urs­son, Má Guð­munds­son og Ragnar Árna­son mjög vel hæfa í stöðu seðla­banka­stjóra. Lilja Mós­es­dótt­ir, Yngvi Örn Krist­ins­son og Þor­steinn Þor­geirs­son voru metin vel hæf, og Ásgeir Brynjar Torfa­son hæf­ur.

Hæf­is­nefndin gerði ekki grein­ar­mun á umsækj­endum út frá stjórn­un­ar­hæfi­leikum eða hæfni þeirra í mann­legum sam­skipt­um.

Þrír umsækj­endur hnífjafnirSam­kvæmt útreikn­ingi Kjarn­ans eru þeir Frið­rik Már Bald­urs­son, Már Guð­munds­son og Ragnar Árna­son hnífjafnir í kapp­hlaup­inu um seðla­banka­stjóra­stöð­una, ef hæfi þeirra er miðað út frá stiga­gjöf. Þeir hlutu allir tólf stig, Lilja Mós­es­dóttir og Þor­steinn Þor­geirs­son fengu ell­efu stig, Yngvi Örn Krist­ins­son tíu og Ásgeir Brynjar Torfa­son rak lest­ina með níu stig.

Í nið­ur­stöðu hæf­is­nefnd­ar­innar má greina hvar helst er gert upp á milli þre­menn­ing­anna: "Frið­rik Már og Ragnar hafa báðir lokið gunn og fram­halds­námi við háskóla auk dokt­ors­prófs í greinum sem krafa er gerð um (sam­kvæmt lög­um, innsk. blaða­manns). Már hefur sömu­leiðis lokið grunn- og fram­halds­námi við háskóla sem full­nægir kröfum lag­anna og jafn­framt lagt stund á dokt­or­smán um skeið. Allir búa þeir yfir víð­tækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og efna­hag- og pen­inga­mál­um. Már sker sig þar úr hvað reynslu af banka­starf­semi varðar vegna starfa sinna í Seðla­banka Íslands um ára­bil, síð­ustu ár sem seðla­banka­stjóri, auk mik­il­vægrar reynslu sem hann öðl­að­ist í starfi sínu hjá Alþjóða­greiðslu­bank­anum í Basel í Sviss. Reynsla Frið­riks Más og Ragn­ars á þessu sviði er einna mest af fræð­i-, kennslu- og stjórn­un­ar­störfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um ára­bil. Frið­rik Már búi einnig að mikilvægri reynslu af sér­fræð­ings- og stjórn­un­ar­störfum hjá Þjóð­hags­stofnun og í stjórnun fyr­ir­tækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðla­banka Íslands eftir setu í banka­ráði hans und­an­farin fimm ár auk fleiri stjórn­un­ar­starfa."

Allir umsækj­endur um stöðu seðla­banka­stjóra hafa frest til mið­viku­dags­ins 23. júlí til að koma á fram­færi form­legum athuga­semdum er lúta að hæf­is­mati þeirra.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None