Flug MH17: Vopnin munu snúast í höndum ábyrgðarmanna

ukraine.mh17.reuters.071614.jpg
Auglýsing

Far­þega­þota Mala­ysia Air­lines fórst í dag er hún­ flaug yfir átaka­svæðið í aust­ur­hluta Úkra­ínu klukkan 14:15. Flug MH17 tók á loft ­þremur klukku­stundum áður frá Amster­dam, en far­þega­þotan var á leið til Kúala Lúmp­ur. Banda­rískir emb­ætt­is­menn hafa stað­fest við CNN og Wall Street Journal að þotan hafi verið skotin niður með loft­skeyti. Enn er óvíst hver ber ábyrgð á verkn­að­inum en stjórn­völd í Úkra­ínu og upp­reisn­ar­menn í aust­ur­hluta lands­ins hafa neitað sök.

CNN greindi frá því í kvöld að banda­ríska leyni­þjón­ustan hafi fundið hita­merki á gervi­hnatta­myndum sem benda til „stór­vægi­legs atburð­ar“ og að gögn þeirra bendi til þess að flug­skeyt­inu hafi verið skotið af jörðu niðri en ekki úr lofti (frá her­þotu) eins og fjöl­miðlar höfðu leitt líkur að.

Mala­ysia Air­lines hefur stað­fest að 283 far­þegar hafi verið um borð auk 15 manna áhafn­ar. Allir eru taldir af. Flug­fé­lagið birti í kvöld hluta far­þega­list­ans og stað­festu að um borð hafi ver­ið 154 Hol­lend­ing­ar, 27 Ástr­a­l­ar, 23 Malasíu­bú­ar, 11 Indónesíu­bú­ar, sex Bret­ar, fjórir Þjóð­verjar, fjórir Belgar, þrír frá Fil­ips­eyjum og einn frá Kanada. Auk þeirra voru far­þegar af öðrum þjóð­ern­um. Flug­fé­lagið vinnur nú að því að stað­festa þjóð­erni hinna far­þeg­anna. Utan­rík­is­ráðu­neytið á Íslandi vann að því í dag að kom­ast að því hvort nokkur Íslend­ingur hafi verið um borð.

Auglýsing

Upp­reisn­ar­menn í Úkra­ínu hafa und­an­farnar vikur fengið mikið af nýjum og þróðum vopnum frá Rússum til þess að mæta harð­ari sókn Úkra­ínu­hers á vígi upp­reisn­ar­innar í stærstu borgum aust­ur­hluta lands­ins. Frétta­skýrendur telja lík­legt að flug­skeyt­inu hafi verið skotið með SA-11 Gad­fly, fær­an­legum skot­palli sem smíð­aður er í Rúss­landi. Slíkt kerfi styðst við radar til að greina skot­mark sitt. Gad­fly-skot­pall­ur­inn getur grandað skot­marki í um 22.000 metra hæð, rúm­lega tvö­faldri þeirri hæð sem þot­an var í áður en sam­band við hana rofn­aði.Anton Her­as­hchen­ko, inn­an­rík­is­ráð­herra Úkra­ínu, hefur sakað Rússa um að hafa látið upp­reisn­ar­mönnum slíkt vopn í té. A­lex­ander Borodai, leið­togi upp­reisn­ar­manna, sak­aði síð­ar­ Úkra­ínu­stjórn um að hafa grandað far­þega­þot­unni í við­tali við rúss­neska rík­is­sjón­varps­stöð.

Flug­fé­lög í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum hafa stýrt flug­leiðum sínum frá Úkra­ínu og fljúga ekki um loft­helgi lands­ins að svo stöddu. Loft­helg­inni yfir svæðum upp­reisn­ar­manna hefur jafn­framt verið lok­að.

Staðan erfið fyrir PútinVla­dimír Pút­in, for­seti Rúss­lands, sendi frá sér yfir­lýs­ingu undir kvöld þar sem hann sakar stjórn­völd í Úkra­ínu um verkn­að­inn. „Án alls vafa, bera stjórn­völd í Úkra­ínu ábyrgð á þessum hrylli­lega harm­leik,“ segir hann. „Harm­leik­ur­inn hefði aldrei átt sér stað ef friður ríkti í þessu landi, og allra síst ef stjórn­völd í Kænu­garði hefðu ekki hafið stór­sókn sína á ný í suð-aust­ur­hluta Úkra­ín­u.“

"Rúss­neski her­inn mun veita alla þá hjálp sem hann getur veitt í rann­sókn þessa glæps," sagði Pútín jafn­framt. Þá bætti hann við að eng­inn hafi rétt á því að draga álykt­anir án þess að styðj­ast við ítar­legar og hlut­lægar upp­lýs­ingar um atburð­inn.

Frétta­skýr­andi veftíma­rits­ins Quartz segir stöðu Pútíns eftir árás­ina á flug MH17 vera erf­iða. Hann hef­ur, síðan borg­ar­styrj­öldin braust út í Úkra­ínu, staðið þétt við bakið á upp­reisn­ar­mönnum og þeim ráða­mönn­um ­sem rutt var úr vegi í bylt­ing­unni á Sjálf­stæð­is­torgi í Kænu­garði í vet­ur. Komi í ljós að það hafi verið upp­reisn­ar­menn sem skutu far­þega­þot­una niður verður að öllum lík­indum þrengt enn frekar að rúss­neskum við­skiptum og helstu banda­mönnum for­set­ans í Kreml.

Haldi Pútín áfram að standa jafn þétt við bakið á upp­reisn­inni setur for­set­inn sig í þrönga stöðu í diplómat­ískum sam­skiptum við Vest­ur­lönd. Á dög­unum kynnti Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, enn harð­ari og nákvæm­ari við­skipta­þving­anir gegn stærstu fyr­ir­tækjum og auð­jöfrum Rúss­lands. Þving­an­irnar hafa ekki verið eins umfangs­miklar af hálfu Vest­ur­landa síðan í Kalda­stríð­inu.

Í skýr­ingu Quartz er rætt við Kenn­eth Yalowitz, banda­rískan diplómata á eft­ir­launum sem sinnti áður erindum í Sov­ét­ríkj­un­um. Hann telur full­víst að ef færðar eru sönnur á að upp­reisn­ar­mönnum sé um að kenna, muni það örugg­lega sann­færa þau Evr­ópu­sam­bands­ríki, sem hingað til hafa ekki talið ríka ástæðu til að beita efna­hags­þving­un­um, um að slíkt sé ekki lengur vafa­mál. „Mögu­leiki Rússa á að hvít­þvo sig af beinum stuðn­ingi við upp­reisn­ina yrði að engu og það mundi gera stöðu Pút­ins í alþjóða­sam­fé­lag­inu enn erf­ið­ari en nú er.“

Undir þetta tekur Julian Borger, frétta­skýr­andi breska blaðs­ins The Guar­di­an. „At­burða­rásin gæti orðið þannig að rann­sóknin leiði í ljós að upp­reisn­ar­menn hafi grandað þot­unni með rúss­neskum vopn­um. Sá sann­leikur mundi neyða rúss­nesk stjórn­völd til að stíga til baka úr mjög áhættu­sömum íhlut­unum sínum í átök­un­um.“

Leið­togar vilja ítar­lega rann­sóknBrak far­þega­þot­unnar lenti á sól­blóma­akri innan svæðis sem upp­reisn­ar­menn stjórna, skammt frá stór­borg­inni Donetsk. Upp­reisn­ar­menn stjórna því svæð­inu og hefur mikið lið þeirra þegar komið sér fyrir umhverfis brakið og lík far­þeg­anna. Talið er að upp­reisn­ar­menn­irnir hafi þegar fundið flug­rita þot­unn­ar.

Helstu leið­togar heims hafa komið fram ský­lausri kröfu um að alþjóð­legum sér­fræð­ingum verði veittur aðgangur að svæð­inu til þess að óháð rann­sókn geti farið fram. Ban ki-Moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, segir stofn­un­ina ætla að beita sér fyrir því að rann­sóknin verði gegn­sæ. Bretar hafa kallað eftir því að sér­fræð­ingar Sam­ein­uðu þjóð­irnna fari fyrir rann­sókn­inni.

Najib Razak, foræt­is­ráð­herra Malasíu, segir Asíu­ríkið vilja taka þátt í rann­sókn­inni og senda sér­stakt teymi til Kænu­garðs. Razak ræddi við Petró Porosjenko for­seta Úkra­ínu í dag og segir þá hafa sam­mælst um að stjórn­völd í Úkra­ínu semji um „mann­úð­legan þrösk­uld“ við upp­reisn­ar­menn. „Hafi þot­unni sann­ar­lega verið grand­að, förum við fram á að þeir sem beri sök á hryðju­verk­inu verði sóttir til saka,“ sagði Razak í yfir­lýs­ingu sinni.

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kem­ur ­saman á neyð­ar­fundi á föstu­dag til að ræða stöð­una í Úkra­ínu. Örygg­is­ráðið hefur þegar haldið fjöl­marga fundi um ástandið í Úkra­ínu en aldrei sam­þykkt form­legar aðgerðir vegna and­stöðu Rússa í ráð­inu.

Nákvæm stað­setn­ing braks vél­ar­innarSam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stjórn­völdum í Malasíu er þetta nákvæm stað­setn­ing örygg­is­merkis vél­ar­inn­ar.

Upp­fært klukkan 00:02, 18. júlí 2014:

Stað­festur fjöldi far­þega í flugi MH17 breytt úr 282 í 283 auk 15 manna áhafn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None