Flug MH17: Vopnin munu snúast í höndum ábyrgðarmanna

ukraine.mh17.reuters.071614.jpg
Auglýsing

Far­þega­þota Mala­ysia Air­lines fórst í dag er hún­ flaug yfir átaka­svæðið í aust­ur­hluta Úkra­ínu klukkan 14:15. Flug MH17 tók á loft ­þremur klukku­stundum áður frá Amster­dam, en far­þega­þotan var á leið til Kúala Lúmp­ur. Banda­rískir emb­ætt­is­menn hafa stað­fest við CNN og Wall Street Journal að þotan hafi verið skotin niður með loft­skeyti. Enn er óvíst hver ber ábyrgð á verkn­að­inum en stjórn­völd í Úkra­ínu og upp­reisn­ar­menn í aust­ur­hluta lands­ins hafa neitað sök.

CNN greindi frá því í kvöld að banda­ríska leyni­þjón­ustan hafi fundið hita­merki á gervi­hnatta­myndum sem benda til „stór­vægi­legs atburð­ar“ og að gögn þeirra bendi til þess að flug­skeyt­inu hafi verið skotið af jörðu niðri en ekki úr lofti (frá her­þotu) eins og fjöl­miðlar höfðu leitt líkur að.

Mala­ysia Air­lines hefur stað­fest að 283 far­þegar hafi verið um borð auk 15 manna áhafn­ar. Allir eru taldir af. Flug­fé­lagið birti í kvöld hluta far­þega­list­ans og stað­festu að um borð hafi ver­ið 154 Hol­lend­ing­ar, 27 Ástr­a­l­ar, 23 Malasíu­bú­ar, 11 Indónesíu­bú­ar, sex Bret­ar, fjórir Þjóð­verjar, fjórir Belgar, þrír frá Fil­ips­eyjum og einn frá Kanada. Auk þeirra voru far­þegar af öðrum þjóð­ern­um. Flug­fé­lagið vinnur nú að því að stað­festa þjóð­erni hinna far­þeg­anna. Utan­rík­is­ráðu­neytið á Íslandi vann að því í dag að kom­ast að því hvort nokkur Íslend­ingur hafi verið um borð.

Auglýsing

Upp­reisn­ar­menn í Úkra­ínu hafa und­an­farnar vikur fengið mikið af nýjum og þróðum vopnum frá Rússum til þess að mæta harð­ari sókn Úkra­ínu­hers á vígi upp­reisn­ar­innar í stærstu borgum aust­ur­hluta lands­ins. Frétta­skýrendur telja lík­legt að flug­skeyt­inu hafi verið skotið með SA-11 Gad­fly, fær­an­legum skot­palli sem smíð­aður er í Rúss­landi. Slíkt kerfi styðst við radar til að greina skot­mark sitt. Gad­fly-skot­pall­ur­inn getur grandað skot­marki í um 22.000 metra hæð, rúm­lega tvö­faldri þeirri hæð sem þot­an var í áður en sam­band við hana rofn­aði.Anton Her­as­hchen­ko, inn­an­rík­is­ráð­herra Úkra­ínu, hefur sakað Rússa um að hafa látið upp­reisn­ar­mönnum slíkt vopn í té. A­lex­ander Borodai, leið­togi upp­reisn­ar­manna, sak­aði síð­ar­ Úkra­ínu­stjórn um að hafa grandað far­þega­þot­unni í við­tali við rúss­neska rík­is­sjón­varps­stöð.

Flug­fé­lög í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum hafa stýrt flug­leiðum sínum frá Úkra­ínu og fljúga ekki um loft­helgi lands­ins að svo stöddu. Loft­helg­inni yfir svæðum upp­reisn­ar­manna hefur jafn­framt verið lok­að.

Staðan erfið fyrir PútinVla­dimír Pút­in, for­seti Rúss­lands, sendi frá sér yfir­lýs­ingu undir kvöld þar sem hann sakar stjórn­völd í Úkra­ínu um verkn­að­inn. „Án alls vafa, bera stjórn­völd í Úkra­ínu ábyrgð á þessum hrylli­lega harm­leik,“ segir hann. „Harm­leik­ur­inn hefði aldrei átt sér stað ef friður ríkti í þessu landi, og allra síst ef stjórn­völd í Kænu­garði hefðu ekki hafið stór­sókn sína á ný í suð-aust­ur­hluta Úkra­ín­u.“

"Rúss­neski her­inn mun veita alla þá hjálp sem hann getur veitt í rann­sókn þessa glæps," sagði Pútín jafn­framt. Þá bætti hann við að eng­inn hafi rétt á því að draga álykt­anir án þess að styðj­ast við ítar­legar og hlut­lægar upp­lýs­ingar um atburð­inn.

Frétta­skýr­andi veftíma­rits­ins Quartz segir stöðu Pútíns eftir árás­ina á flug MH17 vera erf­iða. Hann hef­ur, síðan borg­ar­styrj­öldin braust út í Úkra­ínu, staðið þétt við bakið á upp­reisn­ar­mönnum og þeim ráða­mönn­um ­sem rutt var úr vegi í bylt­ing­unni á Sjálf­stæð­is­torgi í Kænu­garði í vet­ur. Komi í ljós að það hafi verið upp­reisn­ar­menn sem skutu far­þega­þot­una niður verður að öllum lík­indum þrengt enn frekar að rúss­neskum við­skiptum og helstu banda­mönnum for­set­ans í Kreml.

Haldi Pútín áfram að standa jafn þétt við bakið á upp­reisn­inni setur for­set­inn sig í þrönga stöðu í diplómat­ískum sam­skiptum við Vest­ur­lönd. Á dög­unum kynnti Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, enn harð­ari og nákvæm­ari við­skipta­þving­anir gegn stærstu fyr­ir­tækjum og auð­jöfrum Rúss­lands. Þving­an­irnar hafa ekki verið eins umfangs­miklar af hálfu Vest­ur­landa síðan í Kalda­stríð­inu.

Í skýr­ingu Quartz er rætt við Kenn­eth Yalowitz, banda­rískan diplómata á eft­ir­launum sem sinnti áður erindum í Sov­ét­ríkj­un­um. Hann telur full­víst að ef færðar eru sönnur á að upp­reisn­ar­mönnum sé um að kenna, muni það örugg­lega sann­færa þau Evr­ópu­sam­bands­ríki, sem hingað til hafa ekki talið ríka ástæðu til að beita efna­hags­þving­un­um, um að slíkt sé ekki lengur vafa­mál. „Mögu­leiki Rússa á að hvít­þvo sig af beinum stuðn­ingi við upp­reisn­ina yrði að engu og það mundi gera stöðu Pút­ins í alþjóða­sam­fé­lag­inu enn erf­ið­ari en nú er.“

Undir þetta tekur Julian Borger, frétta­skýr­andi breska blaðs­ins The Guar­di­an. „At­burða­rásin gæti orðið þannig að rann­sóknin leiði í ljós að upp­reisn­ar­menn hafi grandað þot­unni með rúss­neskum vopn­um. Sá sann­leikur mundi neyða rúss­nesk stjórn­völd til að stíga til baka úr mjög áhættu­sömum íhlut­unum sínum í átök­un­um.“

Leið­togar vilja ítar­lega rann­sóknBrak far­þega­þot­unnar lenti á sól­blóma­akri innan svæðis sem upp­reisn­ar­menn stjórna, skammt frá stór­borg­inni Donetsk. Upp­reisn­ar­menn stjórna því svæð­inu og hefur mikið lið þeirra þegar komið sér fyrir umhverfis brakið og lík far­þeg­anna. Talið er að upp­reisn­ar­menn­irnir hafi þegar fundið flug­rita þot­unn­ar.

Helstu leið­togar heims hafa komið fram ský­lausri kröfu um að alþjóð­legum sér­fræð­ingum verði veittur aðgangur að svæð­inu til þess að óháð rann­sókn geti farið fram. Ban ki-Moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, segir stofn­un­ina ætla að beita sér fyrir því að rann­sóknin verði gegn­sæ. Bretar hafa kallað eftir því að sér­fræð­ingar Sam­ein­uðu þjóð­irnna fari fyrir rann­sókn­inni.

Najib Razak, foræt­is­ráð­herra Malasíu, segir Asíu­ríkið vilja taka þátt í rann­sókn­inni og senda sér­stakt teymi til Kænu­garðs. Razak ræddi við Petró Porosjenko for­seta Úkra­ínu í dag og segir þá hafa sam­mælst um að stjórn­völd í Úkra­ínu semji um „mann­úð­legan þrösk­uld“ við upp­reisn­ar­menn. „Hafi þot­unni sann­ar­lega verið grand­að, förum við fram á að þeir sem beri sök á hryðju­verk­inu verði sóttir til saka,“ sagði Razak í yfir­lýs­ingu sinni.

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kem­ur ­saman á neyð­ar­fundi á föstu­dag til að ræða stöð­una í Úkra­ínu. Örygg­is­ráðið hefur þegar haldið fjöl­marga fundi um ástandið í Úkra­ínu en aldrei sam­þykkt form­legar aðgerðir vegna and­stöðu Rússa í ráð­inu.

Nákvæm stað­setn­ing braks vél­ar­innarSam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stjórn­völdum í Malasíu er þetta nákvæm stað­setn­ing örygg­is­merkis vél­ar­inn­ar.

Upp­fært klukkan 00:02, 18. júlí 2014:

Stað­festur fjöldi far­þega í flugi MH17 breytt úr 282 í 283 auk 15 manna áhafn­ar. 

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None