Leifar úr rússnesku flugskeyti fundust í flaki flugs MH17

ukraina_mh17.jpg
Auglýsing

Hol­lenskir rann­sak­endur hafa hugs­an­lega fundið leifar af rúss­nesku BUK-flug­skeyti í flaki mala­sísku far­þega­þot­unnar sem skotin var niður yfir Aust­ur-Úkra­ínu í júlí í fyrra. Rússar hafa alltaf þver­tekið fyrir það að hafa skaffað vopnið sem grand­aði flugi MH17.

Flug MH 17 frá Amster­dam til Kúala Lúmpur var skotið niður þann 17. júlí 2014. Engin um borð komst lífs af, eða 298 manns. Nokkur óvissa hefur ríkt um hver grand­aði þot­unni en báðar fylk­ingar í átök­unum í Úkra­ínu höfðu ítrekað skotið niður hern­að­ar­flug­vélar and­stæðra fylk­inga.

Banda­ríski her­inn og sá þýski hafa gögn um að flug­skeyti hafi verið skotið af jörðu niðri af land­svæði undir stjórn aðskiln­að­ar­sinna. Þá hafa mynd­bönd og myndir af rúss­neskum þunga­vopnum komið upp á yfir­borðið á þvi ári sem liðið er síðan vél­inni var grand­að, meðal ann­ars af BUK-flug­skeyta­palli í nágreni stað­ar­ins þar sem vélin féll til jarð­ar.

Auglýsing

Teymi Hol­lend­inga, Úkra­ínu­manna, Malasíu­búa, Ástr­a­la, Breta, Banda­ríkja­manna og Rússa sem rann­sakar flak vél­ar­innar hef­ur fundið brot sem „eru sér­stak­lega áhuga­verð“ og er talið að þau séu úr BUK-flug­skeyti. Ekki hefur verið sýnt fram á orsaka­sam­hengið þarna á milli og því er ekki hægt á þess­ari stundu að full­yrða að brotin séu úr skeyt­inu sem grand­aði vél­inni.

Teymið fundar nú í Hag í Hollandi þar sem drög að rann­sókn­ar­skýrslu eru sett sam­an. Áætlað er að skýrslan verði gerð opin­ber í októ­ber.

Rússar hafa ítrekað borið af sér sakir um að sjá aðskiln­að­ar­sveitum í Aust­ur-Úkra­ínu fyrir vopn­um, segja allar send­ingar til þeirra vera „mann­úð­ar­að­stoð“. Alþjóð­legir eft­ir­lits­menn hafa hins vegar aðra sögu að segja.

Kjarn­inn fjall­aði um peð Rúss­lands í utan­rík­is­málum og hvernig þeir nota Gazprom til að ná sínu fram, ekki síst í Úkra­ínu. Auk þess að þeir eru taldir hafa borið vopn í aðskiln­að­ar­sinna og jafn­vel sent her­lið til að berj­ast gegn Úkra­ínu­her, tókst þeim að taka til sín Krím­skaga, sem hafði verið hluti af Úkra­ínu síðan Sov­ét­ríkin féllu 1991.

UKRAINE MALAYSIA AIRLINES PLANE CRASH Aðskiln­að­ar­sinnar voru fljótir að umkringja brot­lend­ing­ar­stað­inn og voru í kjöl­farið gagn­rýndir harð­lega fyrir að spilla rann­sókn­ar­gögn­um.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur
Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu“.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None