Leifar úr rússnesku flugskeyti fundust í flaki flugs MH17

ukraina_mh17.jpg
Auglýsing

Hol­lenskir rann­sak­endur hafa hugs­an­lega fundið leifar af rúss­nesku BUK-flug­skeyti í flaki mala­sísku far­þega­þot­unnar sem skotin var niður yfir Aust­ur-Úkra­ínu í júlí í fyrra. Rússar hafa alltaf þver­tekið fyrir það að hafa skaffað vopnið sem grand­aði flugi MH17.

Flug MH 17 frá Amster­dam til Kúala Lúmpur var skotið niður þann 17. júlí 2014. Engin um borð komst lífs af, eða 298 manns. Nokkur óvissa hefur ríkt um hver grand­aði þot­unni en báðar fylk­ingar í átök­unum í Úkra­ínu höfðu ítrekað skotið niður hern­að­ar­flug­vélar and­stæðra fylk­inga.

Banda­ríski her­inn og sá þýski hafa gögn um að flug­skeyti hafi verið skotið af jörðu niðri af land­svæði undir stjórn aðskiln­að­ar­sinna. Þá hafa mynd­bönd og myndir af rúss­neskum þunga­vopnum komið upp á yfir­borðið á þvi ári sem liðið er síðan vél­inni var grand­að, meðal ann­ars af BUK-flug­skeyta­palli í nágreni stað­ar­ins þar sem vélin féll til jarð­ar.

Auglýsing

Teymi Hol­lend­inga, Úkra­ínu­manna, Malasíu­búa, Ástr­a­la, Breta, Banda­ríkja­manna og Rússa sem rann­sakar flak vél­ar­innar hef­ur fundið brot sem „eru sér­stak­lega áhuga­verð“ og er talið að þau séu úr BUK-flug­skeyti. Ekki hefur verið sýnt fram á orsaka­sam­hengið þarna á milli og því er ekki hægt á þess­ari stundu að full­yrða að brotin séu úr skeyt­inu sem grand­aði vél­inni.

Teymið fundar nú í Hag í Hollandi þar sem drög að rann­sókn­ar­skýrslu eru sett sam­an. Áætlað er að skýrslan verði gerð opin­ber í októ­ber.

Rússar hafa ítrekað borið af sér sakir um að sjá aðskiln­að­ar­sveitum í Aust­ur-Úkra­ínu fyrir vopn­um, segja allar send­ingar til þeirra vera „mann­úð­ar­að­stoð“. Alþjóð­legir eft­ir­lits­menn hafa hins vegar aðra sögu að segja.

Kjarn­inn fjall­aði um peð Rúss­lands í utan­rík­is­málum og hvernig þeir nota Gazprom til að ná sínu fram, ekki síst í Úkra­ínu. Auk þess að þeir eru taldir hafa borið vopn í aðskiln­að­ar­sinna og jafn­vel sent her­lið til að berj­ast gegn Úkra­ínu­her, tókst þeim að taka til sín Krím­skaga, sem hafði verið hluti af Úkra­ínu síðan Sov­ét­ríkin féllu 1991.

UKRAINE MALAYSIA AIRLINES PLANE CRASH Aðskiln­að­ar­sinnar voru fljótir að umkringja brot­lend­ing­ar­stað­inn og voru í kjöl­farið gagn­rýndir harð­lega fyrir að spilla rann­sókn­ar­gögn­um.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None