Átök hefjast á ný í Úkraínu eftir árásina á MH17

Bs.RIS1CEAEf1Vs.large_.jpg
Auglýsing

Atburða­rás­in, eftir að flug MH17 var skotið niður yfir Aust­ur-Úkra­ínu á fimmtu­dag, hefur verið hröð. Vopn­aðir upp­reisn­ar­menn umkringdu stað­inn og tóku stjórn á vett­vangi nán­ast um leið og fréttir bár­ust af árásinni. Þeir stjórna vett­vangi, hafa haf­ist handa við hreins­un­ar­starf og komið líkum far­þega í geymslu í kældum lest­ar­vögn­um.

Hreins­un­ar­fólkið kveðst hafa fundið 251 lík og 86 lík­ams­parta á svæð­inu þar sem brakið úr þot­unni dreifð­ist yfir. Nærri 200 líkum hefur verið komið fyrir í lest­ar­vögnum og hefur önnur lest verið send á lest­ar­stöð­ina í Torez nærri svæð­inu, svo hægt sé að geyma lík­ams­leifar fleirri far­þega. Hol­lenskir rétt­ar­lækn­ar, sem komnir eru til Tor­ez, segj­ast ekki geta stað­fest fjölda þeirra sem safnað hefur verið í lest­ar­vagna en segja geymsl­una „ásætt­an­lega“.



Fréttir bár­ust svo af því í morgun að úkra­ínski her­inn hafi gert árás á vígi upp­reisn­ar­manna í Donet­sk, um 70 kíló­metra frá Tor­ez. Það eru ­fyrstu átökin síðan far­þega­þot­unni var grand­að. Úkra­ínu­stjórn lítur á upp­reisn­ar­menn í aust­ur­hluta lands­ins sem hryðju­verka­menn og svör­uðu því til að „virk" sókn gegn hryðju­verka­mönn­unum væri enn í gangi. Fjórir hafa fallið í átök­unum í dag og skemmdir hafa verið unnar á lesta­kerfi borg­ar­inn­ar. ­Full­trúar Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unnar Evr­ópu (ÖSE) í Torez segja að átökin geti haft áhrif á flutn­ing líka frá vett­vangi.

Enn pressað á Pútín

Báðar fylk­ing­arnar sem takast á í Úkra­ínu, þ.e. Úkra­ínu­stjórn og upp­reisn­ar­menn, beita óvægnum aðgerð­um. Óvissan um hver hafi grandað þotu Mala­ysia Air­lines á fimmtu­dag er enn ríkj­andi. Fylk­ing­arnar bentu á hvor aðra og Rúss­land var jafn­vel talið hafa átt beinan þátt í að skjóta niður MH17. Fljót­lega hafði leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna rýnt í gervi­hnatta­myndir sem teknar voru yfir Úkra­ínu, þegar árásin átti sér stað, og voru sann­færðir um að skotið hafi verið á þot­una af jörðu niðri frá svæði sem upp­reisn­ar­menn stjórna í aust­ur­hluta Úkra­ínu.

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hefur þurft að sitja af sér gríð­ar­legt óveður vegna atburð­ar­ins á fimmtu­dag. Rússar eru taldir hafa útvegað vopnin sem grönd­uðu vél­inni, jafn­vel þjálfað her­menn upp­reisn­ar­innar í að virkja vopnið og skjóta úr því. Pútín hefur ekki svarað þessum ásök­unum beint, en hann hefur gagn­rýnt stjórn­völd í Úkra­ínu fyrir að hefja árás á Donetsk. „Eng­inn hefur eða á að hafa rétt á að nota svona harm­leik sem ástæðu árás­ar,“ sagði Pútín. Arsení Jat­senjúk, for­sæt­is­ráð­herra Úkra­ínu, svar­aði því hins vegar til að um alþjóð­leg átök væri að ræða, ekki bara á milli Úkra­ínu og Rúss­lands. Ríki á vest­ur­löndum hafa und­an­farna daga gert skýra kröfu um að alþjóð­leg rann­sókn fái að fara fram á árásinni og vett­vangi í Rúss­land­i. 

Full­trúar Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unnar Evr­ópu (ÖSE) eru nú á vett­vangi og safna upp­lýs­ing­um. Það er þó ekki eig­in­legt rann­sókn­arteymi heldur aðeins augu og eyru Evr­ópu í Úkra­ínu, ef svo má að orði kom­ast. Þá herma fregnir að Alex­ander Borodaí, leið­togi upp­reisn­ar­manna, hafi flug­rita MH17 undir hönd­um. Hann seg­ist þó aðeins vera að bíða eftir að full­trúar Mala­ysi­a-flug­fé­lags­ins komi og sæki „svarta kassan“.

John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, press­aði enn á stjórn­völd í Rúss­land­i í við­tali við CNN í gær. Hann sagð­ist hafa átt bein­skeytt sam­tal við Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands. „Það skilar von­andi ein­hverju,“ sagði Kerry. „Ég er sann­færður um að Obama muni á næst­unni ræða aftur við Pútín til þess að leita leiða til að taka ákveðin skref fram á við. Ég minni á að dag­inn áður en þessi atburður varð [árásin á MH17] setti Obama enn harð­ari við­skipta­þving­anir á Rúss­land. Þær þving­anir hafa áhrif á orku­fyr­ir­tækin þeirra, á varn­ar­mála­fyr­ir­tækin þeirra og bank­ana þeirra. Nokkrir af stærstu bönkum Rússa geta ekki nálg­ast mark­að­i,“ sagði Kerry við CNN.

Á NBC, annarri banda­rískri sjón­varps­stöð, sagði Kerry að vett­vangnum væri nú spillt af „drukknum aðskiln­að­ar­sinnum sem stafla líkum í trukka og flytja af svæð­in­u.“ Þar benti hann á að það væri í and­stöðu við það sem Pútín hafi þegar sagt, það sem Banda­ríkja­menn segja rauðan þráð í sam­skiptum sínum við Pútín. Pútin flutti í morgun óvenju­legan pistil í rúss­nesku sjón­varpi þar sem hann sagði meðal ann­ars að nauð­syn­legt væri að tryggja öryggi alþjóð­legra sér­fræð­inga á hörm­unga­svæð­in­u. Reuter­s-frétta­stofan segir Pútín ætla að hitta örygg­is­ráð Rúss­neska sam­bands­rík­is­ins síðar í dag til að ræða hvernig hægt verði að tryggja full­veldi Rúss­lands eftir að átökin hófust á ný í Donetsk.

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kemur saman í dag og greiðir atkvæði um ályktun sem for­dæmir árás­ina á þot­una og fer fram á að ábyrgð­ar­menn verði sóttir til saka. Þá fer örygg­is­ráðið enn fremur fram á að vopn­aðar sveitir spilli ekki vett­vangi þar sem brak þot­unnar dreifð­ist, verði álykt­unin sam­þykkt. Ó­víst er hvort Rúss­land muni styðja álykt­un­ina eða ekki.

Bera upp­reisn­ar­menn ábyrgð?

Í við­tal­inu við CNN-­sjón­varps­stöð­ina í gær dró John Kerry upp nokkuð skýra mynd af því með hvaða augum Banda­ríkin líta á átökin í Úkra­ínu í kjöl­far árás­ar­innar á MH17. Ljóst er að Banda­ríkin telja upp­reisn­ar­menn hafa mjög lík­lega grandað far­þega­þot­unni með rúss­nesku vopni. „Við vitum með vissu að síð­ast­lið­inn mánuð hefur gríð­ar­legt magn vopna farið yfir landa­mærin frá Rúss­landi til Úkra­ínu. Fyrir nokkrum vikum fór bíla­lest um 150 öku­tækja með her­menn, fjöl­marga skot­flauga­palla, skrið­dreka og stór­skota­lið. Allt fengu upp­reisn­ar­menn,“ sagði Kerry.

Rúss­neska varn­ar­mála­ráðu­neytið seg­ist hins vegar hafa upp­lýs­ingar um að úkra­ínsk her­flug­vél hafi verið í þriggja til fimm kíló­metra rad­íus frá far­þega­þotu Mala­ysia Air­lines áður en hún hrap­aði. Ráðu­neytið segir jafn­framt að engin vopn, hvað þá SA-11 BUK, hafi farið frá þeim til upp­reisn­ar­manna. Þá full­yrða Rússar að þeir hafi ekki orðið varir við nein flug­skeyti sem stefnt hafi verið að MH17 og skora á Banda­ríkja­menn að birta slíkar myndir „ef þeir eiga þær.“

„Við vitum með vissu að upp­reisn­ar­menn hafa hlotið þekk­ingu frá Rússum um hvernig á að virkja háþró­uðu SA11-­kerfin [skot­kerfið sem grand­aði MH17] og við vitum að þeir hafa slík kerf­i,“ segir Kerry. „Við vitum að þeir höfðu þetta vopn á mánu­deg­inum fyrir árás­ina því frá því var sagt á sam­fé­lags­miðlum og á fimmtu­deg­inum sem árásin var gerð, vitum við að nokkrum klukku­stundum síðar var þessu sama vopni komið í gegnum tvo bæi í nágrenni við skot­stað­inn. Við vitum það eftir að hafa skoðað myndir frá augna­blik­inu sem skotið reið af, við sjáum að þaðan var flaug­inni skotið og feril skot­flaug­ar­innar sýnir að hún fór í far­þega­þot­una.“

Strax eftir árás­ina hófu upp­reisn­ar­menn að stæra sig af árásinni á sam­fé­lags­miðl­um. Héldu þeir að um væri að ræða úkra­ínska flutn­inga­vél en þegar í ljós kom að far­þega­þota hefði orðið fyrir skot­inu var tístum og stöðu­upp­færslum eytt. Upp­reisn­ar­menn hafa síð­ast­lið­inn mánuð skotið niður um það bil tólf flug­vél­ar, þar af tvær stórar flutn­inga­vél­ar.

„Og nú höfum við séð mynd­band sem sýnir vopnið á ferð um ákveðið svæði þarna og yfir landa­mærin til Rúss­lands. Á það vant­ar, í það minnsta, eina skot­flaug,“ sagði Kerry. Ljóst þykir því að upp­reisn­ar­menn hafi grandað far­þega­þot­unni en sagan af vopn­inu er áhuga­verð því hún tengir Rússa með beinum hætti við árás­ina.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None