Þrjátíu og fimm konur, sem sakað hafa leikarann og grínistann Bill Cosby um nauðgun, prýða forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins New York. Konurnar 35 sitja allar á stól en einn stóll er hafður auður. Hann stendur fyrir allar þær konur sem ekki hafa stigið fram vegna misgerða Cosbys. Auk 13 síðna myndaþáttar í blaðinu og umfjöllunar um mótlæti sem konurnar hafa mætt þá birtir blaðið viðtalsupptökur við sex kvennanna.
Umfjöllun New York tímaritsins hefur vakið mikla athygli og virðist sem vefsíða blaðsins hafi hrunið vegna álags, að því er BBC greinir frá. Forsíðan og umfjöllunin þykir stórt skref í baráttu þeirra fjölda kvenna sem sakað hafa Cosby um nauðgun, ekki síst þykir hún stórt skref í að svipta hulunni af nafnleyndinni sem hefur að nokkru leyti verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla um ásakanirnar.
Þótt margir áratugir eru síðan Cosby var fyrst ásakaður um nauðgun, þá hefur almenningsálitið aðeins tekið breytingum á allra síðustu misserum. Í umfjöllun The Guardian segir að álit almennings hafi breyst frá því að konurnar séu álitnar athyglissjúkar og fégráðugar, yfir í að vera álitnar stór hópur fórnarlamba með keimlíkar sögur að segja. Fleiri en fjörutíu konur hafa ásakað Cosby um að hafa nauðgað sér.
Yngstu konurnar á forsíðu New York tímariti eru á þrítugsaldri og þær elstu á áttræðisaldri. Meðal þeirra er ofurfyrirsæturnar Beverley Johnson og Janice Dickinson, þernur og blaðakonur. Bill Cosby hefur ávallt neitað sök og hefur ekki verið ákærður.
35 women tell their stories of being assaulted by Bill Cosby. A project 6 months in the making http://t.co/C5ussU3ocj pic.twitter.com/EyfAtMqf5b
— NYMag PR (@nymagPR) July 27, 2015
"A woman can be not believed for 30 years? But it takes one man?" Listen on Instagram: http://t.co/QDdQfB0crd pic.twitter.com/j6IPxb0RFd
— New York Magazine (@NYMag) July 27, 2015
Chelan Lasha, one of 35 women interviewed, on allegedly being assaulted by Bill Cosby: http://t.co/FxaIazttXX pic.twitter.com/qbPbV9WyZM
— New York Magazine (@NYMag) July 27, 2015