Viðskiptaráð: Áhrif kjarasamninga gætu grafið undan lánshæfismati

10016348994-00b4dba32c-z.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af hækkun láns­hæf­is­ein­kunnar Rík­is­sjóðs Íslands hjá láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­unum Stand­ard & Poor’s, Moody’s og Fitch Rat­ings þá eru hættu­merki til stað­ar, að mati Við­skipta­ráðs Íslands. „Hækk­unin byggir á þeirri lyk­il­for­sendu að þeir fjár­munir sem falli til við afnám hafta verði nýttir til að bæta skulda­stöðu rík­is­sjóðs en ekki til þenslu­auk­andi útgjalda. Þá gætu áhrif kjara­samn­inga á verð­bólgu grafið undan láns­hæf­is­mat­inu á kom­andi árum,“ segir í pistli á vef­síðu ráðs­ins í dag þar sem fjallað er um nýlegar hækk­anir á láns­hæf­is­mat­inu. Á föstu­dag­inn síð­asta til­kynnti Fitch Rat­ings um hækkun láns­hæf­is­mats Rík­is­sjóðs. Hin mats­fyr­ir­tækin tvö höfðu áður hækkað ein­kunn­irn­ar.

Við­skipta­ráð bendir á að þetta er í fyrsta sinn frá hruni sem láns­hæfi rík­is­sjóðs batnar sam­kvæmt öllum fyr­ir­tækj­unum þrem­ur. „Meg­in­or­sök þess­ara hækk­ana er ný áætlun stjórn­valda um afnám hafta. Sam­kvæmt mats­fyr­ir­tækj­unum er áætl­unin bæði ítar­leg og trú­verð­ug. Þá mun inn­leið­ing hennar bæta skulda­stöðu rík­is­sjóðs og styðja við efna­hags­legar fram­farir á næstu árum. Gangi afnáms­á­ætl­unin eftir ásamt áætlun stjórn­valda um nið­ur­greiðslu skulda telja fyr­ir­tækin fyr­ir­séð að láns­hæf­is­ein­kunn rík­is­sjóðs hækki enn frekar í náinni fram­tíð,“ segir í pistil­in­um.

Auglýsing


„Sam­kvæmt Seðla­banka Íslands gætir þegar þenslu­á­hrifa í íslensku hag­kerfi og mun svo áfram vera á næstu árum. Á slíkum tímum er lyk­il­verk­efni stjórn­valda að draga úr opin­berum útgjöldum og greiða niður skuld­ir. Þannig skapar hið opin­bera heil­brigt mót­vægi gagn­vart þeirri útgjalda­aukn­ingu sem á sér stað hjá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­u­m.“Að mati Við­skipta­ráðs eru vís­bend­ingar um að þessu verk­efni hafi ekki verið sinnt að und­an­förnu. Sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi fyrir árið 2014 þá juk­ust útgjöld rík­is­sjóðs um 13 millj­arða króna milli ára. Það mun leiða til auk­innar þenslu og verri skulda­stöðu en ella, segir ráð­ið, og er lík­legt til að lækka láns­hæfi rík­is­sjóðs á ný.„Láns­hæfi rík­is­sjóðs hefur leið­andi áhrif á vaxta­kjör inn­lendra aðila. Þannig hefur hærri ein­kunn rík­is­sjóðs þegar leitt til betra láns­hæfis íslensku bank­anna og Lands­virkj­un­ar.4 Bætt láns­hæfi bank­anna skilar sér í lægri vaxta­kostn­aði fyr­ir­tækja og heim­ila. Þá er bætt láns­hæfi Lands­virkj­unar til þess fallið að auka verð­mæti félags­ins sem skilar almenn­ingi ávinn­ingi sem eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins í gegnum íslenska rík­ið. Hærra láns­hæf­is­mat hefur því jákvæð áhrif á lífs­kjör hér­lend­is.Með fram­lagn­ingu trú­verð­ugrar og vel ígrund­aðrar afnáms­á­ætl­unar hafa stjórn­völd stigið veiga­mikið jákvætt skref í átt til bættra lífs­kjara hér­lendis á kom­andi árum. Við­skipta­ráð hvetur stjórn­völd til þess að halda áfram á þess­ari braut og herða tökin í rekstri hins opin­bera með því að draga úr útgjöldum og greiða niður skuldir á kom­andi miss­erum,“ segir enn­fremur í grein­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None