Þú getur ekki stöðvað kattakonuna í að vinna Víkingalottóið

Screen-Shot-2015-03-10-at-12.45.22.png
Auglýsing

„Þessi norska katta­kona ætlar að vinna 150 millj­ón­ir. Aðeins þú getur stöðvað hana,“ segir í aug­lýs­ingu frá Vík­inga­lottó þar sem fólk er hvatt til þess að kaupa lottómiða. Aug­lýs­ing­in, og aðrar svip­aðar hafa verið sýni­legar á ýmsum vef­miðlum und­an­farnar vik­ur. Eina vanda­málið er að aug­lýs­ing­arnar eru ekki alveg rétt­ar.

Þú getur ekki stöðvað norsku katta­kon­una, né finnsku lista­kon­una eða aðra þátt­tak­end­ur, í að vinna fyrsta vinn­ing í Vík­inga­lottó. Þátt­taka þín hefur engin áhrif á vinn­ings­líkur ann­arra. Eina leiðin fyrir þig til þess að „stöðva“ katta­kon­una er að fá sömu tölur og hún, að því gefnu að þær tölur gefi vinn­ing, og minnka þannig þá fjár­hæð sem rennur til hvers og eins með sömu töl­ur. Annar þátt­tak­andi gæti aðeins stöðvað eða dregið úr vinn­ings­líkum ann­arra ef ekki væri hægt að kaupa tölur eða raðir sem þegar eru seld­ar. Þannig er það ekki í Vík­inga­lottó, og kemur það reglu­lega fyrir að tveir eða fleiri deili með sér fyrsta vinn­ingi.

Auglýsing

Þessi finnska listakona ætlar að vinna Víkingalottó. Þú getur ekki stöðvað hana. Myndin er fengin af Facebook-síðu Lottó. Þessi finnska lista­kona ætlar að vinna Vík­inga­lottó. Þú getur ekki stöðvað hana. Myndin er fengin af Face­book-­síðu Lottó.

 

Dregið er úr Vík­inga­lottó alla mið­viku­dag. Lík­urnar á að fá fyrsta vinn­ing eru einn á móti 12.271.512 en dregnar eru út sex tölur af alls 48. Það þýðir að sá sem kaupir tíu raðir í hverri viku, eða 520 raðir á ári, má eiga von á fyrsta vinn­ingi um það bil einu sinni á 23.500 ára fresti.Tengt efni:Það er ekki alltaf tóm vit­leysa að taka þátt í lottó.ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None