Þyrí Dröfn Konráðsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá N1. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á markaðssviði N1 frá því í ágúst 2012. Áður starfaði Þyrí Dröfn hjá MP banka frá 2010 til 2011 og þar á undan hjá Straumi frá 2007 til 2009. Þetta kemur fram í tilkynningu frá N1.
Þyrí Dröfn er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur að mastersritgerð í markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Jóhannesi Hrannari Guðmundssyni og eiga þau þrjú börn.
N1 er skráð á markað, og skipti nýlega um forstjóra. Eggert Benedikt Guðmundsson hætti, og Eggert Þór Kristófersson tók við stjórnartaumunum. Hagnaður N1 í fyrra nam 1,6 milljörðum króna, eigið fé var 11,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 49,4% í lok árs 2014.