Þýski fjármálaráðherrann: Tími bankaleyndar liðinn

Schaeuble.jpg
Auglýsing

Wol­gang Schäu­ble, fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, greindi frá því við upp­haf skatta­ráð­stefnu sem fram fer í Berlín í dag að tími banka­leynd­ar, eins og henni hefur verið fram­fylgt víða um heim­inn til þessa, væri lið­inn.

Í sam­tali við Bild í morg­un­ ­sagði Schäu­ble: „Banka­leynd í sínu gamla formi er úr sér geng­in.“ Á morg­un, mið­viku­dag, munu þýsk stjórn­völd skrifa undir stóran alþjóð­legan samn­ing um að skipt­ast á upp­lýs­ingum um mögu­leg skatt­svik og fjár­fest­ingar útlend­inga árlega í fram­tíð­inni. Á meðal þeirra ríka sem verða aðilar að samn­ingnum eru öll Evr­ópu­sam­bands­ríkin og þekkt skatta­skjól á borð við Liect­hen­stein, Bermúda og Cayman-eyj­ar. Alls munu 50 ríki und­ir­gang­ast hann. Banda­ríkin verða ekki á meðal þeirra ríkja, en þau vinna hins vegar mjög stíft að því á öðrum vett­vöngum að upp­ræta skatt­svik og banka­leynd­ina sem hylur þau.

Schäu­ble segir að í náinni fram­tíð verði sá reikn­ingur sem skattsvik­arar þurfa að greiða kom­ist upp um þá verði „mjög stór“.

Auglýsing

Falið fé í þekktum skattaskjólum verður ekki lengur öruggt fyrir löngum armi skattayfirvalda. Falið fé í þekktum skatta­skjólum verður ekki lengur öruggt fyrir löngum armi skatta­yf­ir­valda.

Geisla­diskar með nöfnum skattsvik­ara verða verð­lausirÞýsk stjórn­völd hafa verið mjög dug­leg á und­an­förnum árum við að kaupa upp­lýs­ingar um þýska skattsvik­ara sem geyma háar fjár­hæðir í fjar­lægum skatta­skjóð­um. Á árunum 2006 til 2012 hafa þau keypt slíkar upp­lýs­ingar fyrir sam­tals 20 millj­ónir evra. Talið er að þær upp­lýs­ingar hafi skilað um 2.000 millj­óna evra hagn­aði fyrir þýsk stjórn­völd í formi end­ur­á­lagn­inga.

Auk þess hafa fjöl­margir þýskir skattsvik­arar valið að snúa heim með faldar eignir sín­ar, greiða af þeim gjöld og sektir fyrir felu­leik­inn til að forð­ast mögu­lega fang­els­is­dóma. Schäu­ble segir að þessi leið, að selja geisla­diska með upp­lýs­ingum um skattsvik­ara fyrir stórar fjár­hæð­ir, verði fljót­lega ekki lengur fær. Gögnin verði einskis virði vegna þess að rík­is­stjórnir munu geta nálg­ast þau sjálfar eftir form­legum leið­um.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að emb­ætti Skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafi fengið nöfn 50 íslenskra aðila sem vís­bend­ingar eru um að hafi stundað skattaund­an­skot frá manni sem bauð emb­ætt­inu slík gögn til sölu. Fjár­mála­ráðu­neytið er nú með það til ákvörð­unar hvort frek­ari gögn verði keypt af mann­in­um, en sýn­is­hornin sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk er um tíu pró­sent þeirra gagna sem mað­ur­inn, sem er erlend­ur, er með undir höndum og fjalla um íslenska aðila.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None