Tilkynning Gísla Freys Valdórssonar: Horfist í augu við mistök sín

gislifreyr.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður inn­an­rík­is­ráð­herra, seg­ist ekki lengur hafa getað lifað í lyga­vef og þess vegna hafi hann ákveðið að við­ur­kenna að hafa afhent Frétta­blað­inu og mbl.is upp­lýs­ingar um mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos í nóv­em­ber í fyrra. Hann segir ljóst að hann hafi brugð­ist trún­aði þeirra ein­stak­linga sem fjallað var um í minn­is­blað­inu sem hann breytti og lak síðan til fjöl­miðl­anna tveggja. Gísli Freyr seg­ist einnig hafa brugð­ist trausti Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra og sam­starfs­fólks í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Nú vilji hann horfast í augu við mis­tök sín. Þetta er meðal þess sem kemur fram í til­kynn­ingu sem Gísli Freyr sendi á fjöl­miðla í kvöld.

Til­kynn­ing frá Gísla Frey Val­dórs­syniÉg kýs að stíga fram og við­ur­kenna að hafa afhent fjöl­miðlum upp­lýs­ingar um mál­efni hæl­is­leit­enda sem höfðu verið í opin­berri umræðu í nóv­em­ber 2013. Ég get ekki lengur lifað í lyga­vef sem ég sjálfur ber ábyrgð á að hafa spunnið í kringum mig. Það er ljóst að ég hef brugð­ist trún­aði þeirra ein­stak­linga sem um var fjallað og trausti Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur og sam­starfs­fólks í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Nú er mál að linni og ég verð að horfast í augu við gjörðir mín­ar. Mér hefur verið vikið úr starfi og nú bíð ég dóms í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Þegar ég afhenti fjöl­miðlum upp­lýs­ing­arnar var það gert í góðri trú. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir alvar­leika máls­ins, hvað þá að um lög­brot var að ræða. Það var dóm­greind­ar­brestur af minni hálfu. Fjöl­miðlar höfðu þá spurst fyrir um málið sem máls­að­ilar höfðu sjálfir haft frum­kvæði að fjalla um opin­ber­lega. En eðli þess­ara mála er við­kvæmt og stjórn­sýslan getur ekki upp­lýst um alla anga þeirra. Mis­tök mín fólust í því að telja eðli­legt að upp­lýsa almenn­ing á Íslandi betur um efni máls­ins frá fleiri hliðum en komið höfðu fram.

Dag­inn eftir gerði ég mér grein fyrir að ég hafði tekið ranga ákvörð­un. Í stað þess að vera maður til að við­ur­kenna mis­tök mín strax sagði ég ráð­herra ósatt þegar hún spurði mig hvort ég hefði sent fjöl­miðlum upp­lýs­ing­arn­ar. Þar sem ég naut þá og síðar óskor­aðs trausts ráð­herra hafði hún enga ástæðu til að draga orð mín í efa.

Auglýsing

Það má vera að reynslu­leysi mitt í stjórn­sýslu hafi gert það að verkum að ég gerði mér ekki grein fyrir alvar­leika máls­ins. En tím­inn leið og málið vatt uppá sig með afleið­ingum sem ég sá ekki fyr­ir. Það varð því alltaf erf­ið­ara fyrir mig að stíga til baka og við­ur­kenna að ég hafði ekki sagt satt frá í upp­hafi.

Það er erfitt að útskýra af hverju ég tók ekki af skarið fyrr og við­ur­kenndi brot mitt. Mig tekur það mjög sárt gagn­vart öllum þeim sem ég hef starfað með og hafa mátt sæta ásök­unum í kjöl­far þeirrar atburð­ar­rásar sem ég ber ábyrgð á. Mig  tekur það sárt gagn­vart fólki sem tekur þátt í stjórn­málum með það að leið­ar­ljósi að berj­ast fyrir hug­sjónum sínum af heið­ar­leika og mig tekur það sárt gagn­vart almenn­ingi sem á að geta treyst á fag­mennsku í íslenskri stjórn­sýslu. Ég brást þessu fólki en vil horfast í augu við mis­tök mín og biðja það fyr­ir­gefn­ing­ar."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None