Á hverju einasta ári er gerð starfsáætlun fyrir Alþingi þann veturinn. Ráðherrar og aðrir þingmenn vita áður en þingið hefst hverju sinni hvernig þingið á að vera skipulagt, og á þessu verða ekki stórkostlegar breytingar frá ári til árs. Samt gerist það ár eftir ár, og eiginlega áratug eftir áratug, að á þessum tíma, þegar nokkrir dagar eiga að vera eftir af þinginu, bíður gríðarlegur fjöldi mála afgreiðslu þingsins.
Auðvitað er það svo að þingið mun aldrei ná að afgreiða öll mál sem fram koma, en það er afskaplega hvimleiður vani hjá stjórnvöldum að koma ekki með mikilvæg mál sín fram fyrr en á síðustu stundu. Það er mjög algengt að stórmál séu keyrð í gegnum þingið á miklum hraða rétt fyrir þinglok. Í áratugi hafa stjórnarandstæðingar hversu sinni kvartað undan þessu, en aldrei virðist þetta breytast til hins betra. Þetta þættu ekki boðleg vinnubrögð á neinum öðrum vinnustað.