Prinsessa fædd í Bretlandi - veðjað um nöfn og kvartað yfir athyglinni

h_51910016-1.jpg
Auglýsing

Her­toga­hjón­unum af Cambridge, Vil­hjálmi prins og Katrínu Midd­leton, fædd­ist dóttir í morg­un. Fæð­ing barns­ins er aðal­frétt fjöl­miðla víða um heim, en greint var frá því í morgun að hjónin hefðu farið á fæð­ing­ar­deild­ina á St. Mar­y´s spít­ala í London klukkan sex í morg­un, fimm að íslenskum tíma. Barnið fædd­ist svo um 8:30 í morgun að breskum tíma.

Svona var til­kynnt um fæð­ingu barns­ins í morg­un.

Great footage of a Town Crier mak­ing the Royal Baby ann­ouncem­ent.(Video courtesy of APTN)

Posted by The Tel­egraph on Sat­ur­day, May 2, 2015

Auglýsing


Það er ýmis­legt fleira en stærð barns­ins og það hvenær fjöl­skyldan fer heim af spít­al­anum sem rætt er um í Bret­landi í dag. Þar hefur verið hægt að veðja svo mán­uðum skiptir um það hvort barnið yrði stelpa eða strák­ur, og tals­maður veð­fyr­ir­tæk­is­ins William Hill sagði í morgun að margir hefðu veðjað á síð­ustu klukku­stund­un­um, eftir að til­kynnt var að von væri á barn­inu.

Síð­ast þegar hjón­unum fædd­ist barn varð mikil aukn­ing í veð­málum eftir fæð­ing­una, og þá um það hvað barnið myndi heita. Búist er við því að það verði sama sagan núna. Mestu lík­urnar eru nú taldar á því að stúlkan verði skírð Charlotte, en lengi vel var Alice talið lík­leg­ast.

Þá er hægt að veðja um ýmis­legt ann­að, eins og það hver mun halda á barn­inu þegar hjónin yfir­gefa spít­al­ann og það hver lit­ur­inn á kjól her­toga­ynj­unnar verð­ur.Af hverju eru ekki öll börn fædd jöfn?Ekki eru þó allir jafn ánægðir með fæð­ingu prinsessunnar og þá athygli sem hún hefur vak­ið. ­Sam­tökin Repu­blic, eða lýð­veldi, berj­ast fyrir afnámi kon­ungs­veld­is­ins. Þau hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu um fæð­ingu barns­ins þar sem gagn­rýnt er hversu mikla athygli fæð­ing barns­ins hlýt­ur. Fjöl­miðlar eru sér­stak­lega gagn­rýnd­ir.

Gra­ham Smith, leið­togi sam­tak­anna seg­ir: „Þetta eru kannski frétt­ir, en þetta eru ekki stórar frétt­ir, þetta eru ekki aðal­frétt­irnar og þetta eru ekki þær fréttir sem flest fólk hefur áhuga á, nema fyrir for­vitn­issakir í stutta stund.“ Nú væru afskap­lega mik­il­vægar kosn­ingar á næsta leyti og þá væru ýmis­legt í gangi ann­ars staðar í heim­in­um, og það að eyða meiru en 30 sek­úndum í fréttir af fæð­ingu prinsessunnar væru mjög yfir­drifin við­brögð.

„Af hverju er þetta barn að fara að verða þjóð­höfð­ingi? Af hverju eru ekki öll börn fædd jöfn? Hvað segir þessi fæð­ing um rétt­indi kon­ung­bor­inna barna og allra ann­arra barna? Um 2.200 börn fæð­ast á hverjum degi í Bret­landi - setjum þetta nú í sam­hengi og ein­beitum okkur að alvar­legu vanda­mál­unum sem erfða­réttur og for­rétt­indi eru.“

Hér fyrir neðan má fylgj­ast með beinni útsend­ingu Sky News.

https://yout­u.be/sw4hmqVPe0E

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None