Í gær voru liðin tíu ár frá því að fyrsta myndbandið var sett inn á YouTube, en þann 23. apríl árið 2005, setti annar stofnandi vefsíðunnar, Jawed Karim, inn myndbandið „Me at the zoo.“
Á myndbandinu, sem er næstum tuttugu sekúndur að lengd og hefur verið skoðað ríflega 21 milljón sinnum, lýsir Karim hversu langa rana fílar séu með og hvað þeir séu svalir. Í bakgrunni má heyra í geitum, en myndbandið var skotið af skólafélaga Karim, sem síðar varð prófessor í verkfræði.
Vinsældir YouTube á heimsvísu eru gríðarlegar, og margar heimsþekktar stjörnur hafa stigið sín fyrstu skref með því að birta myndbönd af sér á vefsíðunni.
Auglýsing
Sjá myndbandið hér að neðan. Sjón er sögu ríkari, eða ekki.