Forstjórar stærstu fyrirtækja Bretlands fengu 183 sinnum hærri laun en meðalverkamaðurinn í Bretlandi á árinu 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá hugveitunni High Pay Centre sem birt var í gær.
Þar segir að kaup forstjóra þeirra 100 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina í London (FTSE 100) hafi samtals verið 4.964 milljónir punda, rúmlega eitt þúsund milljarðar króna, á árinu 2014. Samanlögð laun forstjóranna 100 hafa hækkað um 17 prósent frá árinu 2010. Tíu hæstlaunuðustu forstjórnarnir voru samtals með 156 milljónir punda í laun, eða um 32,2 milljarða króna. Það þýðir að meðallaun hvers þeirra voru 3,2 milljarðar króna, sem þýðir að mánaðarlaunin voru að meðaltali um 269 milljónir króna á mánuði.
Í skýrslunni kemur fram að hluthafar þeirra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina í London hafi rétt til að koma á framfæri mótmælum vegna launakjara en einungis 6,4 prósent þeirra gerðu það að meðaltali á síðasta ári.
Í tilkynningu vegna útkomu skýrslunnar er haft eftir Deboruh Hargreaves, stjórnanda hjá High Pay Centre, að launapakkar eins og þeir sem tíðkast hjá skráðum fyrirtækjum í Bretlandi gangi mun lengra en það sem gæti talist skynsamlegt og nauðsynlegt við að umbuna og hvetja stjórnendur. Líklegast sé að stjórnskipan fyrirtækjanna sé illa haldin af veikleikum og hagsmunatengslum, með þessum afleiðingum.
Tíu launahæstu forstjórarnir eru:
10. Bob Dudley, forstjóri BP: 9,29 milljónir punda (1.920 milljónir króna)
Bob Dudley, forstjóri BP, sem hét áður British Petroleum.
-
Don Robert, fyrrum forstjóri Experian: 9,87 milljónir punda (2.040 milljónir króna)
-
Ian Gorham, forstjóri Hargreaves Landsdown: 10,61 milljón punda (2.193 milljónir króna)
-
Rakesh Kapoor, forstjóri Reckitt: 11,24 milljónir punda (2.323 milljónir króna)
-
Antonio Horta-Osorio, forstjóri Lloyds bankans: 11,54 milljónir punda (2.385 milljónir króna)
-
Tidjane Thiam, fyrrum forstjóri Prudential (nú forstjóri Credit Suisse bankans): 11,83 milljónir punda (2.445 milljónir króna)
Tidjane Thiam, fyrrum forstjóri Prudential (nú forstjóri Credit Suisse bankans).
-
Peter Long, forstjóri The Tui Travel: 13,33 milljónir punda (2.755 milljónir króna)
-
Erik Engstrom, forstjóri Relx Group: 16,18 milljónir punda (3.473 milljónir króna)
-
Ben Van Beurden, forstjóri Royal Dutch Shell: 19,51 milljón punda (4.032 milljónir króna)
-
Sir Martil Sorrell, forstjóri WPP: 42,98 milljónir punda (8.884 milljónir króna)