Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag. Það kennir ýmissa grasa á lista dagsins í dag, allt frá hryllilegum jarðskjálfta í Nepal til ársfjórðungsuppgjörs Apple.
- Nú hefur verið staðfest að minnst 3.617 manns létust í jarðskjálftanum í Nepal um helgina. Skjálftinn var sá versti í landinu í 81 ár.
- Myndband úr grunnbúðum Mount Everest sýnir snjóflóð sem varð af völdum skjálftans.
- Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali í gær að hann sæi ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut í sambandi við innlimun Krímskaga í Rússland. Það hefði verið sögulegt réttlæti.
- Loftárás ísraelska hersins varð fjórum íslömskum hryðjuverkamönnum að bana á landamærunum við Sýrland. Mennirnir eru sagðir hafa verið að koma fyrir sprengiefni.
- Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari ætla að halda áfram samskiptum sínum meðan á samningaviðræðum Grikkja við lánardrottna sína stendur. Ríkið stendur frammi fyrir því að verða uppiskroppa með peninga á næstu vikum.
- Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, vann líklega sigur í kosningum í landinu í gær. Útgönguspár benda til þess að hann hafi hlotið 97,5 prósent atkvæða, en hann hefur nú þegar verið við völd í 26 ár.
- Calbuco eldfjallið í Chile er enn óstöðugt og gæti gosið enn á ný, en það gaus tvisvar á einum sólarhing í síðustu viku.
- Þess var minnst í Þýskalandi, Króatíu og Frakklandi í gær að 70 ár eru liðin frá því að fólk var frelsað úr þremur fangabúðum nasista.
- Serbía ætlar að breyta heilu hverfi í Belgrade í húsnæðis- og verslunarsvæði fyrir efnameira fólk. Þetta verður gert með hjálp verktaka í Abu Dhabi, og samkomulag þess efnis hefur verið undirritað, fyrir þrjá milljarði dala.
- Apple mun kynna ársfjórðungsuppgjör sitt í dag. Búist er við því að uppgjörið verði mjög sterkt, aðallega vegna mikillar sölu á iPhone-símum.