Hér eru tíu mikilvægir hlutir fyrir daginn í dag, en Business Insider tekur reglulega saman lista yfir mikilvægustu hlutina.
- Tveir byssumenn voru drepnir eftir að þeir hófu skothríð á teiknimyndasamkeppni í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Teiknimyndasamkeppnin snérist um að teikna myndir af spámanninum Múhameð.
- Nú þegar björgunarfólk er að komast að afskekktustu svæðunum í Nepal er búist við því að tala látinna hækki mikið. Eins og er er tala látinna 7.000, og 14 þúsund eru slasaðir.
- Tugir eþíópískra innflytjenda í Ísrael særðust og fjöldi var handtekinn eftir mótmæli gegn harðræði lögreglu í Tel Aviv í gærkvöldi.
- Yfir fjögur þúsund manns var bjargað af bátum í Miðjarðarhafinu um helgina. Fólkið var allt á leið til Evrópu en var ennþá nálægt ströndum Líbíu.
- Útgöngubanni var aflétt í Baltimore í gær, og fækkað var í liði þjóðvarða sem hafa verið í borginni eftir óeirðir síðustu viku. Óeirðirnar hófust vegna dauða Freddie Gray, sem var 25 ára og lést í haldi lögreglu. Lögreglumenn hafa nú verið ákærðir vegna dauða hans.
- Grikkland og Evrópusambandið mjökuðust nær samkomulagi um umbætur í Grikklandi, en þær eru forsendur fyrir því að þeir fái neyðarlán upp á 7,2 milljarða evra.
- Konur sem voru frelsaðar úr klóm nígerísku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram um helgina hafa lýst hryllingnum sem þær upplifðu í haldi. Margir létust úr hungri og sjúkdómum í haldi samtakanna.
- Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fullgilt tilskipun sem kveður á um að settur verði upp 100 milljarða dala varasjóður fyrir Rússland, Kína, Brasilíu, Indland og Suður-Afríku. Sjóðnum er ætlað að verða valkostur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
- Skip sem sökk um helgina undan ströndum Kosta Ríka var hlaðið 200 tonnum af eiturefnum sem fóru út í sjóinn. Fólk hefur verið beðið um að veiða ekki og synda ekki í sjónum af þessum sökum, en í ljós hefur komið að aðeins lítið magn af eitrinu fannst í sjónum.
- Jemenar sem hafa hlotið herþjálfun í Sádí-Arabíu hafa gengið til liðs við bandalagið sem undir stjórn Sádi-Araba berst gegn uppreisnarmönnum í Jemen.