Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, að þeirra mati. Að venju kennir ýmissa grasa á lista dagsins í dag,
- Tugir manna létust og hundruð létust eftir að jarðskjálfti upp á 7,3 reið yfir Nepal í gær. Aðeins rúmar tvær vikur eru síðan enn sterkari jarðskjálfti varð yfir átta þúsund manns að bana í landinu.
- Lest frá Amtrak fór af sporinu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gær, með þeim afleiðingum að minnst sex létust. Lestin var á leið frá Washington DC til New York.
- Yfirmaður varnarmála í Norður-Kóreu er sagður hafa verið tekinn af lífi nýlega, fyrir að sýna leiðtoganum Kim Jong-un vanvirðingu með því að sofna á viðburði á vegum hersins.
- Fjarskiptafyrirtækið Verizon tilkynnti í gær um yfirtöku á öðru fjarskiptafyrirtæki, AOL, fyrir 4,4 milljarða dala. Ætlunin er að búa til „næstu kynslóð miðla í gegnum farsíma og myndbönd.“
- Einkabréf sem Karl Bretaprins sendi breskum ráðherrum verða gerð opinber í dag, eftir tíu ára deilur um það hvort innihald þeirra eigi að verða opinbert eða ekki.
- Veðurstofa Ástralíu spáir því að veðurfyrirbrigðið El Nino myndist síðar á þessu ári, en fyrirbrigðið hækkar hitastig og hefur verið tengt flóðum og þurrkum.
- David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag kynna nýjar reglur sem eiga að hefta starfsemi samtaka og einstaklinga sem ýta undir herskáa hugmyndafræði.
- Máli gegn forseta Argentínu, Cristinu Fernández de Kirchner, var lokið í gær. Hún var sökuð um að hafa reynt að hylma yfir með Írönum sem voru grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás á samkomustað gyðinga árið 1994.
- Haldin var þjóðhátíð í Líberíu og því fagnað að um helgina lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin því yfir að ríkið væri laust við Ebólu.
- Rússar hafa seinkað endurkomu þriggja geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Þeir áttu að koma heim á fimmtudag en koma ekki heim fyrr en í júní, eftir að mistókst að senda birgðir í stöðina.