Fjölmiðillinn Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, að þeirra mati. Þar er ekkert að finna um rammaáætlun, íslenskar kjaradeilur, húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eða ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um helgina. Hér er því listi dagsins í dag.
- Íraski herinn hóf gagnsókn gegn Íslamska ríkinu við borgina Ramadi á laugardag, viku eftir að að samtökin náðu borginni á sitt vald.
- Að minnsta kosti 13 manns létust og þúsundir heimila urðu fyrir skemmdum þegar hvirfilbylur gekk yfir norðurhluta Mexíkó.
- Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Texas eftir að þrír létust vegna skyndilegra flóða.
- Lýðflokkurinn, sem leiðir ríkisstjórn Spánar, hlaut á sunnudag verstu útreið sína í meira en tvo áratugi þegar sveitastjórnarkosningar fóru fram í landinu. Þingkosningar fara fram á Spáni í nóvember.
- David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hitti Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á mánudagskvöld til að ræða endurbætur á samstarfi innan sambandsins.
- Ein stærsta herþotuæfing Evrópu hófst í dag nálægt landamærum Rússland. Auk aðildarríkja NATO taka Svíþjóð, Finnland og Sviss þátt í æfingunni sem er ætlað að kanna samvinnu milli þátttökulandanna.
- Japan mun í fyrsta sinn taka þátt í heræfingu með Bandaríkjunum og Ástralíu í sumar. Talið er að það sé vegna þess að landið hafi vaxandi áhyggjur af athöfnum Kínverja í suður-Kínahafi.
- Dætur blúsgoðsagnarinnar BB King telja að viðskiptastjóri og persónulegur aðstoðarmaður hans hafi byrlað honum eitur sem hafi flýtt fyrir dauða hans fyrir skemmstu.
- Grikkland er enn í viðræðum við alþjóðlega lánveitendur sína um að fá um 7,2 milljarða evra, 1.065 milljarða króna, neyðarlán afhent. Skoðanakannanir sýna að samningatækni Alexis Tsipras, forsætisráðherra, er að tapa stuðning almennings.
- Flugfélagið Malasyia Airlines er að fara í algjöra yfirhalningu sem í felst meðal annars að segja upp um einum þriðja hluta starfsmanna. Þetta gerist í kjölfar tveggja flugslysa hjá félaginu á síðasta árinu.