Business Insider birtir regulega lista yfir tíu mikilvæga hluti sem eru að gerast í heiminum hverju sinni. Á lista dagsins í dag kennir ýmissa grasa eins og venjulega, allt frá áframhaldi á spillingarmálum hjá FIFA og í hagvaxtarspár fyrir heiminn.
- Chuck Blazer, fyrrum stjórnandi hjá FIFA og maðurinn sem hjálpaði lögreglunni í rannsókn á spillingunni þar, hefur viðurkennt að hafa hlutast til um og þegið mútur fyrir tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir í fótbolta.
- Staðfest hefur verið að minnst 65 hafi látist þegar skemmtiskipi hvolfdi á Yangtze-ánni í Kína á mánudag. Enn ganga björgunarstörf illa.
- Yfir 700 skólum var lokað í Suður-Kóreu í dag vegna ótta við öndunarfærasjúkdóminn MERS (Middle East Respiratory Syndrome). 35 manns hafa þegar smitast af sjúkdómnum.
- Úkraínski herinn og uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa börðust í fyrsta stóra bardaganum í nærri þrjá mánuði í gær, eftir að uppreisnarmenn réðust á bæinn Maryinka.
- Eftir fund með háttsettum embættismönnum ESB í gærkvöldi sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, að samkomulag væri í augnsýn og að Grikkir myndu ná að borga Alþjóðagjaldeyrissjóðnum afborgun af láni á föstudaginn.
- Nú er komið í ljós að minnst 51 rannsóknarstofa fékk fyrir mistök sendan lifandi miltisbrand frá bandaríska hernum. Búist er við því að þessi tala fari hækkandi eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram.
- Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar í Kaliforníu bendir til þess að tæring í pípum hafi valdið því að ríflega 100 þúsund gallon af olíu láku út í sjóinn í síðasta mánuði.
- Indland og Bandaríkin hafa ákveðið að fara í umfangsmikið varnarsamstarf. Þetta er viðbragð við því að Kínverjar auka umsvif sín í Indlandshafi um þessar mundir.
- Suður-Kóra hóf prófanir í gær á eldflaugum sem verður hægt að skjóta á alla hluta Norður-Kóreu.
- OECD lækkaði hagvaxtarspá sína fyrir heiminn frá 4% í 3,1% árið 2015 og úr 4,3 til 3,8 prósenta á næsta ári.