Business Insider tekur reglulega saman yfirlit yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum nákvæmlega núna. Það er ágætt fyrir íslenska fréttaneytendur að taka sér frí frá fréttum um meintan fjárdrátt Björgvins G. Sigurðssonar og áhyggjum af umræðunni um múslima á Íslandi og kynna sér hvað er að gerast utan landamæra Íslands.
Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag eru:
- Kínverski hlutabréfamarkaðurinn er að upplifa sinn versta dag frá árinu 2008. Ástæðan er hertara regluverk sem gerir spákaupmönnum erfiðara fyrir.
- Belgar hafa beðið Grikki um að framselja ein þeirra fjögurra sem eru í haldi í tengslum við ætlaða hryðjuverkaárás gegn belgísku lögreglunni sem komið var í veg fyrir.
- Tugþúsundir tóku þátt í mótmælagöngu í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu gegn mynd franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni.
Teikningar Charlie Hebdo af Múhameð spámanni hafa valdið mikilli ólgu víðsvegar um heiminn.
Auglýsing - Frans páfi lauk vikulangri ferð sinni um Asíu með því að halda opna messu í Manila, höfuðborg Filipseyja, í gær. Alls mættu um sjö milljónir manns til að hlýða á hann.
- Boko Haram hafa rænt um 80 manns eftir árásir á þorp í norðurhluta Kamerún.
- Bandaríska leyniþjónustan braust inn í tölvukerfi Norður-Kóreu áður en árásirnar á tölvukerfi kvikmyndaframleiðandans Sony Pictures voru gerðar. Þetta fullyrða fyrrum embættismenn.
- Háttsettir menn innan Hezbollah- samtakanna og íranska hersins hafa fallið í loftárásum Ísraela á Sýrland.
- Oxfam góðgerðarsamtökin fullyrtu í morgun að ríkasta eitt prósent mannkyns muni eiga helming alls auðs í heiminum á næsta ári.
- Evrópusambandið ætlar að áfrýja nýlegum úrskurði sem í fólst að sambandið geti ekki lengur sett Hamas á lista yfir hryðjuverkarsamtök.
- Seattle Seahawks munu mæta New England Patriots í Super Bowl-leiknum í ár.