Business Insider tekur reglulega saman lista yfir merkilegustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag. Eins og venjulega kennir ýmissa grasa á listanum.
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill ekki skuldbinda sig nýjum neyðarlánasamningi við Grikki.
- Búið er að finna brak og ferðatösku á frönsku eyjunni Réunion. Talið er næstum víst að brakið sé úr týndu flugvélinni MH370, sem hvarf sporlaust í fyrra, en nú er talið ólíklegt að ferðataskan sé einnig úr vélinni. Samt sem áður er þetta stærsta vísbendingin um afdrif vélarinnar.
- Fjármálaeftirlitið í Hong Kong hefur sektað japanska bankann Nomura um 600 þúsund dali fyrir að hafa falið skuggamiðlara (e. rogue trader).
- Samsung gerði mistök með Galaxy S6 símann sinn, en gögn kóreska fyrirtækisins sýna að það gerði ekki ráð fyrir eftirspurninni eftir Galaxy S6 Edge.
- Jeremy Clarkson og félagar úr Top Gear hafa samið um gerð nýs sjónvarpsþáttar við Amazon. BBC ætlar að halda áfram að gera Top Gear þætti.
- Shell ætlar að reka 6.500 starfsmenn og selja eignir fyrir 20 milljarða dala, en nýjasta ársfjórðungsuppgjör olíufyrirtækisins sýnir að lækkandi olíuverð hefur haft mjög slæm áhrif á fjármálin.
- Hagvöxtur á Spáni var eitt prósent á öðrum ársfjórðungi, og miðað við sama ársfjórðung í fyrra var vöxturinn 3,1 prósent. Þetta eru bestu tölurnar síðan kreppan hófst árið 2008.
- Fólk í Zimbabwe skilur ekki hvers vegna Vesturlandabúar eru svona miður sín yfir dauða ljónsins Cecil, en stjórnvöld hafa farið fram á að tannlæknirinn bandaríski sem drap ljónið verði framseldur og látinn svara til saka.
- Tyrkir eru að leika „hættulegan leik“ og gætu verið að stofna til stríðs á tveimur vígstöðum, að mati sérfræðinga.
- Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað verkfræðingum að búa til hraðvirkustu tölvu heims. Hann vill að hún verði þrjátíu sinnum hraðari en hröðustu tölvurnar eru í dag.