Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51882662-1.jpg
Auglýsing

Þótt ótrú­legt megi virð­ast þá er ýmis­legt annað að ger­ast í heim­inum í dag en umræða um þöggun í Vest­manna­eyj­um, vera sela á íslenskum tjald­stæðum og tíð­indi af magni umferðar á Suð­ur­lands­veg­i. Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir merki­leg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag. Að venju kennir ýmissa grasa á list­an­um.



  1. Yfir­völd í Malasíu hafa stað­fest að brakið sem fannst á eyju í Ind­lands­hafi sé að Boeing 777-þotu, sem er sama teg­und og hin týnda vél Mala­ysian Air­lines, MH 370, var. Vélin hvarf snemma á síð­asta ári.


  2. Grikkir gætu beðið um allt að 24 millj­arða evra, rúm­lega 3.500 millj­arða króna, þegar fyrsti áfangi nýs björg­un­ar­pakka frá kröfu­höfum lands­ins verður greiddur út síðar í þessum mán­uði. Frá þessu er greint í grískum fjöl­miðl­um.


  3. Fjöl­margir hafa vottað söng­kon­unni og sjón­varps­stjörn­unni Cillu Black, sem lést á heim­ili sínu á Spáni í gær, virð­ingu sína. Bana­mein hennar Black, sem var 72 ára þegar hún lést, liggur ekki fyrir en krufn­ing fer fram síðar í dag.


  4. Breski stór­bank­inn HSBC til­kynnti í dag að tekjur hans hefðu auk­ist um tíu pró­sent á fyrri helm­ingi árs­ins 2015, miðað við sama tíma­bil í fyrra. Ástæðan er gríð­ar­leg hagn­að­ar­aukn­ing hjá starfs­stöð bank­ans í Hong Kong, en HSBC hefur verið að íhuga að færa höf­uð­stöðvar sínar frá London til Hong Kong vegna auk­inna umsvifa sinna þar.


  5. Tujia, kín­versk fyr­ir­tæki sem leigir út heim­ili fólks á svip­aðan hátt og Air­bnb, til­kynnti um það í morgun að það hefði safnað um 300 millj­ónum dala, um 40,3 millj­örðum króna, frá fjár­festum í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði. Til­gang­ur­inn er að auka rekstur Tujia í öðrum lönd­um.


  6. Rapp­ar­inn Snoop Dogg, sem nýverið heim­sótti Íslands, heldur áfram að rata í vand­ræði. Hann var stöðv­aður af lög­reglu á Ítalíu á föstu­dag þar sem að hann var að fara um borð í einka­þotu á leið til Bret­lands með 422 þús­und dali, um 57 millj­ónir króna, í reiðufé á sér. Reiðu­féð var í Lous Vuitton tösku í eigu rapp­ar­ans.


  7. Volkswagen hefur tekið fram úr Toyota í fram­leiðslu á bílum og er nú stærsti bíla­fram­leið­andi í heimi. Tak­mark­inu var náð þremur árum fyrr en áætl­anir þýska bílaris­ans gerðu ráð fyr­ir.


  8. Grikk­land mun steig enn eitt skrefið í átt frá efna­hags­legum glund­roða þegar kaup­höllin í Aþenu var opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð í fimm vik­ur. Líkt og við var búist féll verð hluta­bréfa skarpt við opn­un­ina.


  9. Notkun ólög­legra lyfja til þess að bæta árangur er mun útbreidd­ari í frjálsum íþróttum en áður var talið, en sam­kvæmt rann­sókn sem unnin var á fimm þús­und ein­stak­lingum í frjálsum íþróttum var einn af hverjum sjö með ólög­leg lyf í blóð­inu. Þetta kemur fram í gögnum sem Al­þjóða frjáls­í­þrótta­sam­band­ið, IAAF, hefur til skoð­un­ar. Sam­kvæmt þeim var um þriðj­ungur verð­launa sem unnið var til á Olymp­íu­leikum eða heims­meist­ara­mótum á tíu ára tíma­bili unnin af íþrótta­mönnum þar sem grunur leikur á lyfja­notk­un.


  10. Barack Obama kynnti í gær til sög­unnar nýja orku­á­ætlun Banda­ríkj­anna. Sam­kvæmt henni verða rekstr­ar­að­ilar banda­rískra kola­orku­vera verða skikk­aðir til að draga mjög úr losun koltví­sýr­ings af þeirra völdum á næstu 15 árum. Búist er við hatrömmum mót­mælum frá hags­muna­að­ilum vegna þessa.




Og að lok­um....

Fyrsta stiklan úr Zool­ander 2 hefur verið gerð opin­ber á net­inu. Og hún er mjög fynd­in.

https://yout­u.be/09nTwccQTUA

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None