Business Insider tekur iðulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum, að mati fjölmiðilsins. Sem fyrr eru fréttirnar af ýmsum toga.
- Leitarflugvél hefur staðsett brak indónesískrar farþegavélar sem hvarf af ratsjám um helgina. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í vélinni en enginn er talinn hafa lifað af.
- Samdráttur varð í landsframleiðslu Japan um 0,4% á síðasta ársfjórðungi í fyrsta sinn síðan á þriðja ársfjórðungi síðasta árs.
- Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa gert 22 loftárásir sem beinast að Íslamska ríkinu á undanförnum sólarhring. Árásirnar voru gerðar í Sýrlandi og Írak.
- Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að tvær litlar flugvélar rákust saman í lofti í Bandaríkjunum, við landamærin við Mexíkó, í gær.
- Búið er að samþykkja ströng hryðjuverkalög í Egyptalandi, en samkvæmt þeim mun hver sá sem er fundinn sekur um að koma á laggirnar eða leiða hryðjuverkasamtök eiga dauðarefsingu yfir höfði sér.
- 48 milljónir kjúklinga og kalkúna hafa drepist í fuglaflensufaraldri í Bandaríkjunum. Þetta er versti faraldur flensunnar frá upphafi, og búist er við að verð á eggjum muni hækka verulega vegna þessa.
- Þjóðardagblað stjórnvalda í Kína segir að ekki verið með neinum hætti reynt að fela ástæður þess að miklar sprengingar urðu í verksmiðju í Tianjin í síðustu viku. Að minnsta kosti 114 manns létust í sprengingunum. Mikið hefur verið rætt um möguleg tengsl eigenda verksmiðjunnar við Kommúnistaflokkinn.
- Gengi kínverska yuan-sins gagnvart Bandaríkjadollar hefur styrkst um 0,01% eftir að hafa veikst þrjá daga í röð fyrir helgi.
- Edina Hayes var stungin til bana á götu úti í New York um helgina. Hún var barnabarn leikarans Morgan Freeman og hefur málið vakið mikla athygli. Þrítugur karlmaður hefur verið handtekinn vegna morðsins.
- Andy Murray bar sigur úr býtum á Montreal meistaramótinu í tennis um helgina.