Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51561512-1.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum hverju sinni. Sam­kvæmt fjöl­miðl­inum eru þetta tíu mik­il­væg­ustu hlutir dags­ins í dag:  1. Yanis Varoufa­kis fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands mun óska eftir tíma­bundnu láni frá evru­hópnum svo­kall­aða á fundi ríkj­anna í dag. Grikkir eru sagðir vilja lán sem kemur þeim í gegnum næstu mán­uði, og svo verði samið var­an­lega fyrir haust­ið.


  2. Meira frá Grikk­landi, því Alexis Tsipras for­sæt­is­ráð­herra stóð af sér van­traust­s­til­lögu sem lögð var fram á gríska þing­inu í gær. Hann hlaut stuðn­ing 162 þing­manna af 300.


  3. Apple er orðið fyrsta fyr­ir­tæki heims­ins sem er yfir 700 millj­arða Banda­ríkja­dala virði.


  4. Jon Stewart ætlar að hætta í The Daily Show síðar á þessu ári, en hann hefur verið stjórn­andi þátt­ar­ins í sautján ár.


  5. NBC hefur vikið frétta­þuli Nightly News, Brian Willi­ams, frá störfum í hálft ár án launa. Willi­ams hefur orðið upp­vís að því að segja ekki rétt frá atburðum sem gerð­ust þegar hann fjall­aði um Íraks­stríð­ið.


  6. Lög­regla í Sydney hefur hand­tekið tvo karl­menn sem eru grun­aðir um að hafa ætlað að fremja hryðju­verk með því að afhöfða mann. Í íbúð sem þeir voru hand­teknir í fannst meðal ann­ars fáni Íslamska rík­is­ins.


  7. Banda­ríkja­stjórn hefur stað­fest að Kayla Jean Muell­er, 26 ára gömul banda­rísk kona sem var gísl Íslamska rík­is­ins, er lát­in.


  8. Halli­burton ætlar að segja upp sjö pró­sentum starfs­manna sinna, eða á milli 5.000 og 6.500 ein­stak­ling­um, vegna lækk­andi olíu­verðs.


  9. Ótt­ast er um fram­tíð Jemen eftir að rík­is­stjórn lands­ins hrökkl­að­ist frá völdum fyrir helg­ina.


  10. For­seti Kína, Xi Jing­p­ing, mun fara í sína fyrstu opin­beru heim­sókn til Banda­ríkj­anna í sept­em­ber.


Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None