Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51561512-1.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum hverju sinni. Sam­kvæmt fjöl­miðl­inum eru þetta tíu mik­il­væg­ustu hlutir dags­ins í dag:  1. Yanis Varoufa­kis fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands mun óska eftir tíma­bundnu láni frá evru­hópnum svo­kall­aða á fundi ríkj­anna í dag. Grikkir eru sagðir vilja lán sem kemur þeim í gegnum næstu mán­uði, og svo verði samið var­an­lega fyrir haust­ið.


  2. Meira frá Grikk­landi, því Alexis Tsipras for­sæt­is­ráð­herra stóð af sér van­traust­s­til­lögu sem lögð var fram á gríska þing­inu í gær. Hann hlaut stuðn­ing 162 þing­manna af 300.


  3. Apple er orðið fyrsta fyr­ir­tæki heims­ins sem er yfir 700 millj­arða Banda­ríkja­dala virði.


  4. Jon Stewart ætlar að hætta í The Daily Show síðar á þessu ári, en hann hefur verið stjórn­andi þátt­ar­ins í sautján ár.


  5. NBC hefur vikið frétta­þuli Nightly News, Brian Willi­ams, frá störfum í hálft ár án launa. Willi­ams hefur orðið upp­vís að því að segja ekki rétt frá atburðum sem gerð­ust þegar hann fjall­aði um Íraks­stríð­ið.


  6. Lög­regla í Sydney hefur hand­tekið tvo karl­menn sem eru grun­aðir um að hafa ætlað að fremja hryðju­verk með því að afhöfða mann. Í íbúð sem þeir voru hand­teknir í fannst meðal ann­ars fáni Íslamska rík­is­ins.


  7. Banda­ríkja­stjórn hefur stað­fest að Kayla Jean Muell­er, 26 ára gömul banda­rísk kona sem var gísl Íslamska rík­is­ins, er lát­in.


  8. Halli­burton ætlar að segja upp sjö pró­sentum starfs­manna sinna, eða á milli 5.000 og 6.500 ein­stak­ling­um, vegna lækk­andi olíu­verðs.


  9. Ótt­ast er um fram­tíð Jemen eftir að rík­is­stjórn lands­ins hrökkl­að­ist frá völdum fyrir helg­ina.


  10. For­seti Kína, Xi Jing­p­ing, mun fara í sína fyrstu opin­beru heim­sókn til Banda­ríkj­anna í sept­em­ber.


Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None