Business Insider tekur saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag. Margt er að um að vera í dag, eins og svo oft.
- Byssumaðurinn sem var yfirbugaður í lest á leið til Parísar er sagður mjög hissa á því að hann sé álitinn hryðjuverkamaður. Hann heldur því fram að hann hafi aðeins ætlað að ræna fólk um borð.
- Mögulegt er að trilljón yuana verði notaðar til að reyna að koma í veg fyrir algjört hrun á hlutabréfamarkaði í Kína. Kínverska SCI hefur fallið verulega mikið.
- Ellefu manns eru nú látnir eftir flugslys á sýningu í Shoreham í Englandi á laugardaginn. Fjórtán til viðbótar slösuðust þegar flugvél hrapaði á hraðbraut.
- Íslamska ríkið hefur sprengt Ball Shamin í loft upp, en það er eitt merkilegasta musteri fornu borgarinnar Palmyra í Sýrlandi.
- Suður-Kóreumenn ætla ekki að hætta útvarpsútsendingum á hlutlausa svæðinu á landamærunum við Norður-Kóreu nema þeir síðarnefndu biðjist afsökunar á jarðsprengjum þar.
- Otto Perez, forseti Gvatemala, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir ásakanir um spillingu.
- Fjöldi sprenginga varð eftir að kviknaði í herstöð Bandaríkjanna í Tókyó um helgina, en verið er að rannsaka hvað orsakaði eldinn.
- Mel Gibson hefur neitað ásökunum um að hann hafi áreitt ljósmyndara fyrir utan kvikmyndahús í Sydney. Ástralskir fjölmiðlar segja að hann hafi ýtt, hrækt á og öskrað á konuna.
- Annar stór eldsvoði varð nærri Haneda flugvellinum í Tókyó um helgina. Flugvöllurinn er annar stærsti flugvöllurinn í Asíu og fjórði stærsti í heiminum.
- Í sextíu borgum í heiminum voru haldnar skrúðgöngur um helgina þar sem fólk gekk bert að ofan. Talskona göngunnar í New York segir markmiðið kynjajafnrétti þegar kemur að því að vera ber að ofan.