Business Insider tekur saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag, í dag eins og svo marga aðra daga.
- Kínversk stjórnvöld hafa hætt áætlunum sínum um stórfelld kaup á hlutabréfum. Áætlanirnar virkuðu ekki.
- Það er frídagur í Bretlandi. Fjármálamarkaðir eru lokaðir, og dagurinn í dag markar lok sumarsins.
- Tölur um hagvöxt í Indlandi verða kynntar í dag, en búist er við því að hann mælist 7,5%.
- Ítalska orkufyrirtækið Eni hefur fundið mikla jarðgaslind undan ströndum Egyptalands. Fyrirtækið segir að þetta sé stærsti fundurinn í Egyptalandi og í Miðjarðarhafinu, og gæti verið einn stærsti jarðgasfundur í heiminum.
- Rolls Royce hefur staðfest að fyrirtæki hafi átt samvinnu við yfirvöld vegna spillingarrannsóknar í Brasilíu. Fyrirtækið hafði áður sagt að ekki hefði verið haft samband vegna tengsla fyrirtækisins við mann sem er sagður hafa mútað embættismönnum fyrir hönd verktaka Petrobras. Rolls Royce er til rannsóknar í Bretlandi vegna ásakana um mútugreiðslur í Asíu.
- Miðar á viðureign Serenu Williams á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eru uppseldir, og það áður en seldist upp á úrslitaviðureignina í karlaflokki. Þetta hefur aldrei gerst áður. Williams ætlar að reyna að vinna ástralska, franska og bandaríska meistaramótið sem og Wimbledon, allt á einu keppnistímabili.
- Maðurinn sem var á laugardaginn handtekinn í tengslum við sprengjuárás í Bangkok hefur enn ekki sagt orð við lögregluna.
- Apple mun hækka verðið á nýrri útgáfu á Apple TV þegar hún kemur út í október, og verðið gæti farið upp í 200 dollara úr 69.
- Google ætlar að hætta með auglýsingar sem nota Flash, frá og með morgundeginum.
- Wes Craven, hryllingsmyndaleikstjórinn sem stýrði Nightmare on Elm Street og Scream, er látinn. Hann var 76 ára.