Business Insider tekur saman í dag lista yfir mikilvægustu hlutina sem eru að gerast.
- Tyrkneska lögreglan hefur handtekið á annan tug manna sem eru sagðir meðlimir í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið. Mennirnir eru sagðir tengjast sprengjuárásinni í Ankara um helgina, þar sem 95 manns létust.
- Fjárfestingabanki Evrópu mun skoða hvort lán sem Volkswagen hefur fengið í gegnum tíðina hafi verið notuð til þess að þróa hugbúnað sem svindlar á útblástursprófum. Ef svo er gæti bankinn krafist endurgreiðslu.
- Alexander Lukashenko, sem stundum er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, sigraði í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi og hefur sitt fimmta kjörtímabil.
- Volkswagen ætlar að innkalla 1.950 díselbíla í Kína, sem eru búnir búnaði sem svindlar á útblástursprófum.
- Íran prófaði um helgina nýjar skotflaugar sem geta hitt skotmörk með mikilli nákvæmni.
- Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að ríkið muni ekki hækka skatta til að standa straum af auknum kostnaði vegna fjölda flóttamanna.
- Blaðamaður Washington Post, sem hefur verið í fangelsi í Íran í rúmlega ár sakaður um njósnir, hefur verið dæmdur í fangelsi.
- Stærsta brugghús í heimi, Anheuser-Busch InBev, gæti hækkað yfirtökutilboð sitt á SABMiller eftir að tilboði um að kaupa á rúma 63 dollara á hlut var hafnað.
- El Niño veðurfyrirbrigðið sækir í sig veðrið og vísindamenn hjá NASA segja að það séu ekki lengur líkur á því að það lognist út af.
- Handhafi Nóbelsverðlaunanna í hagfræði verður tilkynntur í dag, en enginn einn tilnefndra þykir sigurstranglegastur.