Business Insider tekur saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.
- Nú er það glæpur að fara yfir eða skemma gaddavírsgirðingu sem búið er að setja upp á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Tugir þúsunda flóttamanna munu að líkindum leita annarra leiða til að komast inn á svæði Evrópusambandsins.
- Flóttamenn hafa þegar hafið að fara í átt til Króatíu og Slóveníu eftir að Ungverjaland lokaði sínum landamærum. Króatía hefur tilkynnt að landamæri ríkisins verði opin.
- Nú er þess beðið hvort tilkynnt verður um stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum eða ekki. Það verður tilkynnt á morgun, en stýrivextirnir hafa verið nálægt 0 í sex ár.
- Náinn bandamaður Vladimír Pútín segir að niðursveiflan í rússnesku efnahagslífi muni vara áfram næstu tvö árin.
- Hewlett-Packard mun fækka starfsfólki um þrjátíu þúsund, að mestu leyti af þjónustuborðum tölvufyrirtækisins í mörgum löndum.
- Fjöldi sjávarspendýra, fugla, skriðdýra og fiska hefur helmingast frá árinu 1970 vegna ofveiði, mengunar og loftslagsbreytinga, samkvæmt nýrri skýrslu World Wildlife Fund.
- Norður-Kórea segist vera að þróa langdrægari eldflaugar og að stærsta kjarnorkuver ríkisins sé í gangi.
- Flugvallarstarfsmenn í Chile gengu út úr vinnunni og halda 24 tíma verkfall vegna deilna um eftirlaun. Þetta hefur orðið til þess að um 300 flugum var aflýst og 50 þúsund farþegar urðu strandaglópar.
- Mikilsmetinn hagfræðingur, Kevin Lai hjá Daiwa Capital Markets, hefur varað við því að efnahagskrísa sé framundan í Kína.
- Porsche kynnti nýjan rafbíl á bílasýningunni í Frankfurt í gær, sem hefur vakið mikla athygli.