Business Insider tekur saman lista yfir þá tíu mikilvægu hluti sem lesendur þurfa að vita í dag.
- Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu væntanlega samþykkja áætlun sem innanríkisráðherrar ríkjanna samþykktu í gær, um að dreifa 120 þúsund flóttamönnum um álfuna. Þetta var gert í óþökk fjögurra ríkja, Tékklands, Ungverjalands, Rúmeníu og Slóvakíu.
- Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen, segist ekki vera að yfirgefa fyrirtækið, þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi greint frá brotthvarfi hans í kjölfar hneykslismála.
- Volkswagen gæti átt yfir höfði sér ákærur nema bílaframleiðandinn geti sýnt fram á að það hafi verið lögmæt ástæða til þess að setja hugbúnað í bíla sem leiddi til þess að útblásturspróf gáfu rangar niðurstöður.
- Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Seattle í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur sjö daga opinbera heimsókn um Bandaríkin.
- Framleiðsluvísitala í Kína er lægri en hún hefur verið í sex ár.
- Forseti Burkina Fasó, Michel Kafand, verður settur í embætti á ný eftir að honum var steypt af stóli í síðustu viku.
- Brasilía skoðar nú að lögleiða fjárhættuspil til þess að auka skatttekjur ríkisins.
- Frans páfi er nú í Hvíta húsinu, en hann er í sex daga opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.
- Stærsta verðbréfafyrirtæki Kína er sagt hafa átt í innherjaviðskiptum í tengslum við björgun stjórnvalda á kínverska markaðnum.
- Bandaríska fyrirtækið sem hækkaði verð á alnæmislyfi um 5000% mun lækka verðið á lyfinu aftur, eftir að hækkunin olli mikilli reiði.