Business Insider tekur saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.
- NASA hefur staðfest að vatn í fljótandi formi fyrirfinnst á Mars.
- Fjórir breskir vígamenn sem berjast nú með Íslamska ríkinu hafa verið settir á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þá sem beittir skulu viðskiptaþvingunum. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem Bretar bæta fólki á listann.
- Forseti Kína, Xi Jinping, mun fara í opinbera heimsókn til Bretlands í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem forseti Kína fer í opinbera heimsókn til Bretlands.
- Jamaíka hefur kallað eftir því að Bretland greiði milljarða punda í bætur fyrir þrælahald fyrri tíma, en David Cameron forsætisráðherra er á leið í sína fyrstu opinberu heimsókn.
- 50 ríki hafa lofað 30 þúsund manna liði í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna. Kína hefur lofað að senda átta þúsund manns.
- Vladimír Pútín hefur kallað eftir því að ráðist verði í raunverulega breitt samstarf og bandalag gegn hryðjuverkum, rétt eins og gert var gegn Hilter. Þetta kom fram í ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum.
- Rússar íhuga nú einnig að taka þátt í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Pútín segir þó að það muni aðeins gerast ef Sameinuðu þjóðirnar samþykkja þær.
- Pakistanar hafa hengt mann sem var fimmtán ára gamall þegar brotið sem hann var dæmdur fyrir átti sér stað, en hann sagðist alltaf vera saklaus.
- Erik Roner, jaðaríþróttastjarna hjá MTV, er látinn eftir að hafa lent á tréi í fallhlífarstökki.
- Dóttir leikarans Paul Walker hefur höfðað mál gegn Porsche vegna dauða föður síns, sem lést í bílslysi árið 2012.