Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51736036-e1421915244705.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag, að mati fjöl­mið­ils­ins. Svona lítur list­inn út fyrir dag­inn í dag.  1. Seðla­banki Evr­ópu hóf stór­tæk kaup sín á rík­is­skulda­bréfum í dag. Bank­inn ætlar að kaupa bréf fyrir 1,1 trilljón evra út sept­em­ber á næsta ári til þess að örva hag­kerfi Evr­ópu.


  2. Apple kynnir snjallúrið Apple Watch á kynn­ing­ar­fundi.


  3. Þýski her­inn hefur ákveðið að setja eina her­deild undir stjórn pólska hers­ins og öfugt, sem á að styrkja tengslin milli þess­ara tveggja ríkja.


  4. Barack Obama hélt til­finn­inga­þrungna ræðu í Selma í Ala­bama um helg­ina í til­efni af því að fimm­tíu ár eru síðan lög­reglan þar réðst gegn fólki sem tók þátt í kröfu­göngu fyrir kosn­inga­rétti blökku­manna.


  5. Hag­vöxtur í Japan var minni en spár höfðu gert ráð fyrir á síð­asta árs­fjórð­ungi síð­asta árs, eða 0,4 pró­sent.


  6. Leið­togi Podemos-­flokks­ins á Spáni var­aði við því í við­tali að áfram­hald á nið­ur­skurði og aðhalds­að­gerðum muni leiða til vax­andi stuðn­ings við hægri­flokka sem eru mót­fallnir inn­flytj­end­um.


  7. Flug­vél sem er knúin sól­ar­orku tók á loft frá Abu Dhabi í morg­un, og ætl­unin er að fljúga henni hring­inn kringum heim­inn á næstu fimm mán­uð­um.


  8. 20 þús­und fingrafaraskannar verða settir upp í versl­unum í Venes­ú­ela til að koma í veg fyrir að fólk ham­stri mat.


  9. Bíla­fram­leið­and­inn Tesla dregur saman seglin í Kína vegna dræm­ari sölu en áætluð var.


  10. Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, hefur kallað eftir því að eyði­legg­ing Íslamska rík­is­ins á menn­ing­arminjum í Írak verði stöðv­uð.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None