Business Insider tekur reglulega saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum þann daginn. Hér er listinn yfir mikilvæga hluti á föstudaginn langa.
- Andreas Lubitz leitaði upplýsinga um sjálfsvíg og öryggisráðstafanir í flugstjórnarklefum dagana áður en hann grandaði Germanwings-þotu sem hann stýrði.
- Skömmu eftir að greint var frá því að samkomulag hefði náðst um kjarnorkumál Írans sakaði utanríkisráðherra Írans Bandaríkjamenn um að segja ekki rétt frá innihaldi samkomulagsins.
- Hútar og aðrir uppreisnarmenn í Jemen náðu hverfi í borginni Aden á sitt vald í gær.
- Ríkisstjórar í Arkansas og Indiana hafa báðir samþykkt lög sem kveða á um trúfrelsi.
- Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, þótti standa sig best í kappræðum stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi í gærkvöldi, samkvæmt könnun YouGov.
- Nú er komið í ljós að minnst 147 manns létust í árás á háskóla í norðausturhluta Kenía, skammt frá landamærunum við Sómalíu.
- Þúsundir stúdenta komu saman í Montreal í Kanada til að mótmæla niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.
- Fyrrum yfirmaður varnarmála í Kína hefur nú verið ákærður fyrir mútur, misnotkun valds og að leka leyndamálum ríkisins.
- 19 ára breskur nemi, sem gekk til liðs við Íslamska ríkið, hefur sent fjölskyldu sinni bréf þar sem fram kemur að hún vilji koma aftur heim til Bretlands.
- Maður sem var týndur á hafi úti í tvo mánuði fannst í gær og var bjargað undan ströndum Norður-Karólínu.