Tíu manns hafa sótt um stöðu seðlabankastjóra. Frá þessu var greint á vef fjármálaráðuneytisins rétt í þessu. Á meðal þeirra sem sóttu um stöðuna er Már Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóri, Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði og bankaráðsmaður í Seðlabankanum og Lilja Mósesdóttir, fyrrum alþingismaður.
Sérstök hæfisnefnd skipuð Ólöfu Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans, Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra og Guðmundi Magnússyni, fyrrum háskólarektor, mun ákveða hver fær stöðuna.
Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra:
Auglýsing
Ásgeir Brynjar Torfason
Friðrik Már Baldursson
Haukur Jóhannsson
Íris Arnlaugsdóttir
Lilja Mósesdóttir
Már Guðmundsson
Ragnar Árnason
Sandra María Sigurðardóttir
Yngvi Örn Kristinsson
Þorsteinn Þorgeirsson