Tollar frá fjórðungi og allt að helmingi verðsins á landbúnaðarvörum

13223523394_c752e6b142_z1.jpg
Auglýsing

Tollar og gjöld ­námu tæp­lega 50 pró­sent af verði ali­fugla­kjöts, um 40 pró­sent af unnum kjöt­vörum, 32 pró­sent af verði svína­kjöts og 26 pró­sent af verði nauta­kjöts árið 2013. Í öllum til­vikum hækk­aði toll­verndin milli ára. Sömu sögu má segja af ost­um, en toll­vernd og útboðs­kostn­aður af þeim var 24,1 pró­sent árið 2013.

Þetta kemur fram í sam­an­burði í skýrslu starfs­hóps um tolla­mál á sviði land­bún­að­ar, sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skip­aði 3. mars í fyrra. Hóp­ur­inn skil­aði skýrsl­unni til ráðu­neyt­is­ins í des­em­ber, þann 15. des­em­ber ef marka má merk­ingu skýrsl­unnar á vef ráðu­neyt­is­ins. Hún var hins vegar hvorki birt á vef ráðu­neyt­is­ins né rædd á fundi rík­is­stjórnar fyrr en í dag.

Auglýsing


Í skýrsl­unni kemur fram að ætla megi að íslenskir bændur fái greitt að með­al­tali 35 pró­senta hærra afurða­verð frá neyt­endum en þeir fengju ef engar hindr­anir væru á inn­flutn­ingi til Íslands.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Mest er toll­vernd í ali­fugla­kjöti, unnum kjöt­vörum og svína­kjöti, en minni á nauta­kjöti, ost­um, reyktu og sölt­uðu kjöti. Heild­ar­inn­flutn­ingur á land­bún­að­ar­vörum árið 2013 var rúm­lega 225 þús­und tonn, að verð­mæti 51,7 millj­örðum króna. Mest er flutt inn af ávöxtum og ýmsum unnum mat­vör­um. 71% af öllu sem er flutt inn kemur frá ESB-­ríkj­um. Útflutn­ingur land­bún­ð­ar­vara var tæp 33 þús­und tonn, að verð­mæti 7,8 millj­örðum króna. Mest var flutt út af hrossum, kinda­kjöti og drykkj­ar­vör­um. 38,3% af heild­ar­verð­mætum útflutn­ings fer til ESB.

Jafn­framt kemur fram að Ísland verður að lækka tolla og/eða veita betri mark­aðs­að­gang fyrir land­bún­að­ar­vöru, einkum frá Evr­ópu, til þess að auka gagn­kvæman mark­aðs­að­gang. Bæta þurfi mark­aðs­að­gang útflytj­enda fyrir mjólk­ur­af­urð­ir, vatn, bjór og sæl­gæti, að mati skýrslu­höf­unda.Félag atvinnu­rek­enda gerir skýrsl­una að umtals­efni á heima­síðu sinni. Þar er haft eftir Ólafi Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra FA, að skýrslan sé fyrst og fremst lýs­ing á umhverf­inu en engar til­lögur séu þar til breyt­inga. „Það verður þó æ skýr­ara að ekki verður lengur unað við núver­andi kerfi ofur­tolla og inn­flutn­ings­hafta. Öll áhersla stjórn­valda er á að vernda inn­lenda fram­leið­end­ur, á kostnað neyt­enda og inn­flutn­ings­versl­un­ar.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None