Tollar frá fjórðungi og allt að helmingi verðsins á landbúnaðarvörum

13223523394_c752e6b142_z1.jpg
Auglýsing

Tollar og gjöld ­námu tæp­lega 50 pró­sent af verði ali­fugla­kjöts, um 40 pró­sent af unnum kjöt­vörum, 32 pró­sent af verði svína­kjöts og 26 pró­sent af verði nauta­kjöts árið 2013. Í öllum til­vikum hækk­aði toll­verndin milli ára. Sömu sögu má segja af ost­um, en toll­vernd og útboðs­kostn­aður af þeim var 24,1 pró­sent árið 2013.

Þetta kemur fram í sam­an­burði í skýrslu starfs­hóps um tolla­mál á sviði land­bún­að­ar, sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skip­aði 3. mars í fyrra. Hóp­ur­inn skil­aði skýrsl­unni til ráðu­neyt­is­ins í des­em­ber, þann 15. des­em­ber ef marka má merk­ingu skýrsl­unnar á vef ráðu­neyt­is­ins. Hún var hins vegar hvorki birt á vef ráðu­neyt­is­ins né rædd á fundi rík­is­stjórnar fyrr en í dag.

Auglýsing


Í skýrsl­unni kemur fram að ætla megi að íslenskir bændur fái greitt að með­al­tali 35 pró­senta hærra afurða­verð frá neyt­endum en þeir fengju ef engar hindr­anir væru á inn­flutn­ingi til Íslands.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Mest er toll­vernd í ali­fugla­kjöti, unnum kjöt­vörum og svína­kjöti, en minni á nauta­kjöti, ost­um, reyktu og sölt­uðu kjöti. Heild­ar­inn­flutn­ingur á land­bún­að­ar­vörum árið 2013 var rúm­lega 225 þús­und tonn, að verð­mæti 51,7 millj­örðum króna. Mest er flutt inn af ávöxtum og ýmsum unnum mat­vör­um. 71% af öllu sem er flutt inn kemur frá ESB-­ríkj­um. Útflutn­ingur land­bún­ð­ar­vara var tæp 33 þús­und tonn, að verð­mæti 7,8 millj­örðum króna. Mest var flutt út af hrossum, kinda­kjöti og drykkj­ar­vör­um. 38,3% af heild­ar­verð­mætum útflutn­ings fer til ESB.

Jafn­framt kemur fram að Ísland verður að lækka tolla og/eða veita betri mark­aðs­að­gang fyrir land­bún­að­ar­vöru, einkum frá Evr­ópu, til þess að auka gagn­kvæman mark­aðs­að­gang. Bæta þurfi mark­aðs­að­gang útflytj­enda fyrir mjólk­ur­af­urð­ir, vatn, bjór og sæl­gæti, að mati skýrslu­höf­unda.Félag atvinnu­rek­enda gerir skýrsl­una að umtals­efni á heima­síðu sinni. Þar er haft eftir Ólafi Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra FA, að skýrslan sé fyrst og fremst lýs­ing á umhverf­inu en engar til­lögur séu þar til breyt­inga. „Það verður þó æ skýr­ara að ekki verður lengur unað við núver­andi kerfi ofur­tolla og inn­flutn­ings­hafta. Öll áhersla stjórn­valda er á að vernda inn­lenda fram­leið­end­ur, á kostnað neyt­enda og inn­flutn­ings­versl­un­ar.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None