Hagur heimilanna ekki betri síðan fyrir hrun

folk.jpg
Auglýsing

Margt bendir til þess að hagur heim­il­anna hafi vænkast umtals­vert á síð­asta ári og benda tölu­legar upp­lýs­ingar til að kaup­máttur launa hafi aukist, íbúða­verð hækk­að, vinnu­afls­notkun hafi auk­ist og atvinnu­leysið minnk­að. Grein­ing Íslands­banka fjallar um bætta fjár­hags­stöðu íslenskra heim­ila í dag og segir ljóst að stað­an hafi ekki verið betri síðan fyrir hrun banka­kerf­is­ins 2008.

Í pósti grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar er bent á að laun hafi hækkað um 5,8% á síð­asta ári. Hækk­unin hafi verið meiri á árunum 2010 og 2011, en lág verð­bólga á síð­asta ári hafi gert það að verkum að hækkun launa skil­aði meiri kaup­mátt­ar­aukn­ingu en sést hefur hér á landi síðan 2007. Kaup­mátt­ar­aukn­ing síð­asta árs var 3,7% sam­an­borið við 3,8% árið 2007. Það ár var metár síðan Hag­stofan hóf að mæla kaup­mátt árið 1998.

„Kaup­máttur launa var í lok síð­ast­lið­ins árs orð­inn svip­aður og hann var þegar hann var mestur á þenslu­skeið­inu fyrir hrun bank­anna 2008. Hafði hann þá auk­ist um 15,6% frá því að hann var minnstur eftir hrun­ið. Segja má að hér sé um mark­verðan árangur að ræða, a.m.k. ef borið er saman við þá kaup­mátt­ar­aukn­ingu sem verið hefur í flestum nálægum ríkjum á sama tíma,“ segir í grein­ingu bank­ans.

Auglýsing


Minna atvinnu­leysi og hærra íbúða­verðAðrir mæli­kvarðar sem grein­ing­ar­deildin lítur til eru þróun atvinnu­þátt­töku og íbúða­verðs. Atvinnu­leysi minnk­aði í fyrra, var 5% að með­al­tali sam­an­borið við 5,4% árið 2013 og 6% árið 2012. „At­vinnu­leysið er enn nokkuð hátt sam­an­borið við það sem það var fyrir hrunið 2008, en í því sam­bandi er rétt að hafa í huga að þá var mikil spenna á inn­lendum vinnu­mark­aði. Einnig hefur jafn­væg­isat­vinnu­leysið auk­ist í hag­kerf­inu. Þannig má segja með nokk­urri vissu að sá slaki sem mynd­að­ist á inn­lendum vinnu­mark­aði í kjöl­far hruns­ins 2008 sé því sem næst horf­inn,“ segir í grein­ing­unni.Íbúða­verð hækk­aði um 8,6% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fyrra og er það mesta hækkun íbúða­verðs á svæð­inu frá 2007, þegar það hækk­aði um 10,8% milli ára. Sömu sögu er að segja af land­inu öllu, þar sem verð hækk­aði um 8,4%. „Verð­hækkun hús­næðis hefur bætt hag þeirra heim­ila sem eiga sitt eigið hús­næði, sem eru all­flest íslensk heim­ili eða 73% á árinu 2013 sam­kvæmt könnun Hag­stof­unn­ar. Eru 55% heim­il­anna með hús­næð­is­lán og í flestum til­fellum um verð­tryggt lán að ræða. Eig­in­fjár­staða heim­il­anna hefur í þessum til­fellum auk­ist umtals­vert, en verð­bólgan var sér­stak­lega lág yfir síð­ast­liðið ár eða 0,8%.“Spá áfram­hald­andi þróun í sömu áttGrein­ing Íslands­banka spáir því að hagur heim­il­anna haldi áfram að batna á þessu ári. „Spáum við því að laun muni hækka um 6,6% yfir þetta ár og að verð­bólgan verði 2,0% sam­kvæmt okkar nýj­ustu verð­bólgu­spá sem birt var nú um miðjan jan­ú­ar. Kaup­máttur launa mun því aukast tals­vert á árinu gangi þessi spá eft­ir, þó aukn­ingin verði heldur minni en yfir þetta ár. Einnig reiknum við með því að hús­næð­is­verð hækki umtals­vert í ár þó við væntum einnig hæg­ari hækk­unar þar en á síð­asta ár. Raun­verð íbúða mun halda áfram að hækka sam­kvæmt okkar spá. Eig­in­fjár­staða heim­il­anna í hús­næði mun því styrkj­ast enn frekar á þessu ári gangi spáin eft­ir.“

 

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 29. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None