Hagur heimilanna ekki betri síðan fyrir hrun

folk.jpg
Auglýsing

Margt bendir til þess að hagur heim­il­anna hafi vænkast umtals­vert á síð­asta ári og benda tölu­legar upp­lýs­ingar til að kaup­máttur launa hafi aukist, íbúða­verð hækk­að, vinnu­afls­notkun hafi auk­ist og atvinnu­leysið minnk­að. Grein­ing Íslands­banka fjallar um bætta fjár­hags­stöðu íslenskra heim­ila í dag og segir ljóst að stað­an hafi ekki verið betri síðan fyrir hrun banka­kerf­is­ins 2008.

Í pósti grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar er bent á að laun hafi hækkað um 5,8% á síð­asta ári. Hækk­unin hafi verið meiri á árunum 2010 og 2011, en lág verð­bólga á síð­asta ári hafi gert það að verkum að hækkun launa skil­aði meiri kaup­mátt­ar­aukn­ingu en sést hefur hér á landi síðan 2007. Kaup­mátt­ar­aukn­ing síð­asta árs var 3,7% sam­an­borið við 3,8% árið 2007. Það ár var metár síðan Hag­stofan hóf að mæla kaup­mátt árið 1998.

„Kaup­máttur launa var í lok síð­ast­lið­ins árs orð­inn svip­aður og hann var þegar hann var mestur á þenslu­skeið­inu fyrir hrun bank­anna 2008. Hafði hann þá auk­ist um 15,6% frá því að hann var minnstur eftir hrun­ið. Segja má að hér sé um mark­verðan árangur að ræða, a.m.k. ef borið er saman við þá kaup­mátt­ar­aukn­ingu sem verið hefur í flestum nálægum ríkjum á sama tíma,“ segir í grein­ingu bank­ans.

Auglýsing


Minna atvinnu­leysi og hærra íbúða­verðAðrir mæli­kvarðar sem grein­ing­ar­deildin lítur til eru þróun atvinnu­þátt­töku og íbúða­verðs. Atvinnu­leysi minnk­aði í fyrra, var 5% að með­al­tali sam­an­borið við 5,4% árið 2013 og 6% árið 2012. „At­vinnu­leysið er enn nokkuð hátt sam­an­borið við það sem það var fyrir hrunið 2008, en í því sam­bandi er rétt að hafa í huga að þá var mikil spenna á inn­lendum vinnu­mark­aði. Einnig hefur jafn­væg­isat­vinnu­leysið auk­ist í hag­kerf­inu. Þannig má segja með nokk­urri vissu að sá slaki sem mynd­að­ist á inn­lendum vinnu­mark­aði í kjöl­far hruns­ins 2008 sé því sem næst horf­inn,“ segir í grein­ing­unni.Íbúða­verð hækk­aði um 8,6% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fyrra og er það mesta hækkun íbúða­verðs á svæð­inu frá 2007, þegar það hækk­aði um 10,8% milli ára. Sömu sögu er að segja af land­inu öllu, þar sem verð hækk­aði um 8,4%. „Verð­hækkun hús­næðis hefur bætt hag þeirra heim­ila sem eiga sitt eigið hús­næði, sem eru all­flest íslensk heim­ili eða 73% á árinu 2013 sam­kvæmt könnun Hag­stof­unn­ar. Eru 55% heim­il­anna með hús­næð­is­lán og í flestum til­fellum um verð­tryggt lán að ræða. Eig­in­fjár­staða heim­il­anna hefur í þessum til­fellum auk­ist umtals­vert, en verð­bólgan var sér­stak­lega lág yfir síð­ast­liðið ár eða 0,8%.“Spá áfram­hald­andi þróun í sömu áttGrein­ing Íslands­banka spáir því að hagur heim­il­anna haldi áfram að batna á þessu ári. „Spáum við því að laun muni hækka um 6,6% yfir þetta ár og að verð­bólgan verði 2,0% sam­kvæmt okkar nýj­ustu verð­bólgu­spá sem birt var nú um miðjan jan­ú­ar. Kaup­máttur launa mun því aukast tals­vert á árinu gangi þessi spá eft­ir, þó aukn­ingin verði heldur minni en yfir þetta ár. Einnig reiknum við með því að hús­næð­is­verð hækki umtals­vert í ár þó við væntum einnig hæg­ari hækk­unar þar en á síð­asta ár. Raun­verð íbúða mun halda áfram að hækka sam­kvæmt okkar spá. Eig­in­fjár­staða heim­il­anna í hús­næði mun því styrkj­ast enn frekar á þessu ári gangi spáin eft­ir.“

 

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 29. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None