Sigmundur Davíð boðar rannsókn á stofnun nýju bankanna

9951275365_06d0a92bd6_z.jpg
Auglýsing

„Þetta er við fyrstu sýn slá­and­i,“ sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, í við­tali við þátt­inn Í bítið á Bylg­unni í morg­un, þar sem gögn um end­ur­reisn nýju bank­anna og samn­inga við kröfu­hafa voru til umræðu, meðal ann­ars út frá gögnum sem Víglundur Þor­steins­son, fyrr­ver­andi stór eig­andi BM Vallár, hefur aflað sér og sent á Alþingi og fjöl­miðla. Fjallað er um málið í Morg­un­blað­inu í dag.

Sig­mundur Davíð sagði í við­tal­inu að með þessum samn­ing­um, hefðu gríð­ar­legar fjár­hæð­ir, sem hægt væri að meta upp á mörg hund­ruð millj­arða króna, verið færðar til kröfu­hafa. Hann boð­aði enn fremur rann­sókn Alþingis á mál­inu, og sagði það grafal­var­legt. Var spjót­unum ekki síst beint að eft­ir­lits­stofn­unum rík­is­ins, opin­berum starfs­mönnum og ráð­herrum í fyrr­ver­andi rík­is­stjórn, ekki síst Stein­grími J. Sig­fús­syni, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, og nú þing­manni Vinstri grænna.

Í frétt Morg­un­blaðs­ins er meðal ann­ars haft eftir Víglundi að stór­felld brot á almennum hegn­ing­ar­lögum hafi verið framin af stjórn­völd­um. „Í grein­­ar­­gerð­inni leiði ég lík­­ur að því að fram­in hafi verið stór­­felld brot á al­­menn­um hegn­ing­­ar­lög­um, stjórn­­­sýslu­lög­um, lög­­um um fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, lög­­um um fjár­­­mála­eft­ir­lit og ef til vill fleiri lög­­­um. Sýn­ist mér hugs­an­­legt að ólög­­mæt­ur hagn­aður skila­­nefnda/​slita­­stjórna af mein­t­um fjár­­svik­um og auðg­un­­ar­brot­um kunni að nema á bil­inu 300 - 400 millj­­örðum króna í bönk­­un­um þrem­­ur,“ segir Víglund­ur.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None