Hanna Birna spurði Stefán hvort hann hefði „virkilega talað við umboðsmann“

15247542156_c1d3eec5e2_z.jpg
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis sendi Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, fyrsta bréfið vegna leka­máls­ins svo­kall­aða þann 30. júlí síð­ast­lið­inn. Þar óskaði umboðs­maður eftir upp­lýs­ingum frá ráð­herra, svo hann gæti tekið afstöðu til þess hvort hann tæki málið til form­legrar athug­un­ar. Til­drög bréfs­ins má rekja til fréttar DV sem birt­ist dag­inn áður, þar sem full­yrt var að Stefán Eiríks­son, þáver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hefði ákveðið að láta af störfum vegna afskipta Hönnu Birnu af lög­reglu­rann­sókn leka­máls­ins.

Í bréfi umboðs­manns til ráð­herra kemur jafn­framt fram að hann hafi átt sam­töl við Stefán Eiríks­son og Sig­ríði Frið­jóns­dóttur rík­is­sak­sókn­ara, sem einnig liggi til grund­vallar fyr­ir­spurn hans til ráð­herra.

Hringdi rak­leiðis í Stefán og krafð­ist upp­lýs­ingaÍ áliti umboðs­manns, vegna frum­kvæð­is­at­hug­unar hans á sam­skiptum Hönnu Birnu og Stef­áns vegna lög­reglu­rann­sóknar á leka­mál­inu, kemur fram að ráð­herra hafi hringt í lög­reglu­stjór­ann í kjöl­far bréfs­ins og spurt hvort hann hafi haft sam­band við umboðs­mann Alþing­is.

Í álit­inu seg­ir: „Lög­reglu­stjór­inn tjáði mér að ráð­herra hefði ekki verð sáttur við að hann hefði greint umboðs­manni frá sam­skiptum þeirra og spurt hvort hann hefði „virki­lega talað við umboðs­mann.“ [...] Þá hefur lög­reglu­stjór­inn greint mér frá því að þegar ráð­herra var að und­ir­búa svar­bréf til mín, sem síðar varð bréf, dags. 1. ágúst 2014, hafi lög­maður sem starf­aði fyrir ráð­herra hringt í hann og borið undir hann efn­is­at­riði í bréf­inu og spurt hvort hann gerði athuga­semdir við það. Til svara lög­reglu­stjór­ans við spurn­ingu lög­manns­ins var ekki vitnað í svar­bréfi ráð­herra til mín en það kom síðar fram í opin­berri umræðu að til­tekin orð úr þeim svörum áttu að vera til stað­fest­ingar á rétt­mæti orða ráð­herra um mál­ið. Lög­reglu­stjór­inn tók fram í lýs­ingu sinni á sam­tal­inu við lög­mann­inn að hann hefði hins vegar sagt fleira en það hefði ekki fylgt með þegar aðrir greindu frá sam­tal­in­u.“

Auglýsing

Umboðs­maður minnir á að lög­reglu­stjóri hafi gefið grein­ar­góða lýs­ingu á sam­skiptum sínum við inn­an­rík­is­ráð­herra að beiðni umboðs­manns vegna lög­bund­ins eft­ir­lits hans með stjórn­sýsl­unni. „Ég tel að það geti hvorki sam­rýmst þeim sjón­ar­miðum sem lýst var í upp­hafi þessa kafla né þeim laga­reglum sem eft­ir­lit umboðs­manns Alþingis bygg­ist á að ráð­herra eða lög­maður á hans vegum hafi beint sam­band við þann opin­bera starfs­mann sem veitt hefur umboðs­manni upp­lýs­ingar og krefji hann skýr­inga á því sem hann hefur greint umboðs­manni frá. Eftir að umboðs­maður hefur tekið málið til skoð­un­ar, eins og í þessu máli, eiga sam­skipti vegna þess að fara fram milli umboðs­manns og stjórn­valds­ins, í þessu til­viki inn­an­rík­is­ráð­herra.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None