Hanna Birna spurði Stefán hvort hann hefði „virkilega talað við umboðsmann“

15247542156_c1d3eec5e2_z.jpg
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis sendi Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, fyrsta bréfið vegna leka­máls­ins svo­kall­aða þann 30. júlí síð­ast­lið­inn. Þar óskaði umboðs­maður eftir upp­lýs­ingum frá ráð­herra, svo hann gæti tekið afstöðu til þess hvort hann tæki málið til form­legrar athug­un­ar. Til­drög bréfs­ins má rekja til fréttar DV sem birt­ist dag­inn áður, þar sem full­yrt var að Stefán Eiríks­son, þáver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hefði ákveðið að láta af störfum vegna afskipta Hönnu Birnu af lög­reglu­rann­sókn leka­máls­ins.

Í bréfi umboðs­manns til ráð­herra kemur jafn­framt fram að hann hafi átt sam­töl við Stefán Eiríks­son og Sig­ríði Frið­jóns­dóttur rík­is­sak­sókn­ara, sem einnig liggi til grund­vallar fyr­ir­spurn hans til ráð­herra.

Hringdi rak­leiðis í Stefán og krafð­ist upp­lýs­ingaÍ áliti umboðs­manns, vegna frum­kvæð­is­at­hug­unar hans á sam­skiptum Hönnu Birnu og Stef­áns vegna lög­reglu­rann­sóknar á leka­mál­inu, kemur fram að ráð­herra hafi hringt í lög­reglu­stjór­ann í kjöl­far bréfs­ins og spurt hvort hann hafi haft sam­band við umboðs­mann Alþing­is.

Í álit­inu seg­ir: „Lög­reglu­stjór­inn tjáði mér að ráð­herra hefði ekki verð sáttur við að hann hefði greint umboðs­manni frá sam­skiptum þeirra og spurt hvort hann hefði „virki­lega talað við umboðs­mann.“ [...] Þá hefur lög­reglu­stjór­inn greint mér frá því að þegar ráð­herra var að und­ir­búa svar­bréf til mín, sem síðar varð bréf, dags. 1. ágúst 2014, hafi lög­maður sem starf­aði fyrir ráð­herra hringt í hann og borið undir hann efn­is­at­riði í bréf­inu og spurt hvort hann gerði athuga­semdir við það. Til svara lög­reglu­stjór­ans við spurn­ingu lög­manns­ins var ekki vitnað í svar­bréfi ráð­herra til mín en það kom síðar fram í opin­berri umræðu að til­tekin orð úr þeim svörum áttu að vera til stað­fest­ingar á rétt­mæti orða ráð­herra um mál­ið. Lög­reglu­stjór­inn tók fram í lýs­ingu sinni á sam­tal­inu við lög­mann­inn að hann hefði hins vegar sagt fleira en það hefði ekki fylgt með þegar aðrir greindu frá sam­tal­in­u.“

Auglýsing

Umboðs­maður minnir á að lög­reglu­stjóri hafi gefið grein­ar­góða lýs­ingu á sam­skiptum sínum við inn­an­rík­is­ráð­herra að beiðni umboðs­manns vegna lög­bund­ins eft­ir­lits hans með stjórn­sýsl­unni. „Ég tel að það geti hvorki sam­rýmst þeim sjón­ar­miðum sem lýst var í upp­hafi þessa kafla né þeim laga­reglum sem eft­ir­lit umboðs­manns Alþingis bygg­ist á að ráð­herra eða lög­maður á hans vegum hafi beint sam­band við þann opin­bera starfs­mann sem veitt hefur umboðs­manni upp­lýs­ingar og krefji hann skýr­inga á því sem hann hefur greint umboðs­manni frá. Eftir að umboðs­maður hefur tekið málið til skoð­un­ar, eins og í þessu máli, eiga sam­skipti vegna þess að fara fram milli umboðs­manns og stjórn­valds­ins, í þessu til­viki inn­an­rík­is­ráð­herra.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None