Hanna Birna neitaði að upplýsa umboðsmann um hverjir veittu henni lögfræðilega ráðgjöf

15724295124_b249ed1bdb_z.jpg
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis hefur enn hvorki fengið gögn né upp­lýs­ingar um þá lög­fræði­legu ráð­gjöf sem Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, kvaðst sjálf hafa fengið innan ráðu­neyt­is­ins um hvernig haga skyldi sam­skiptum við lög­regl­una á meðan rann­sókn leka­máls­ins stóð yfir. Þetta kemur fram í áliti umboðs­manns varð­andi frum­kvæð­is­at­hugun hans á sam­skiptum Hönnu Birnu og Stef­áns Eiríks­son­ar, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, við rann­sókn leka­máls­ins.

Í álit­inu seg­ir: „Í bréfum inn­an­rík­is­ráð­herra til mín hefur ráð­herra vísað til lög­fræði­legrar ráð­gjafar sem ráð­herra hafi fengið innan sem utan ráðu­neyt­is­ins um sam­skipti sín við lög­reglu­stjór­ann í tengslum við umrædda rann­sókn. Ég tek fram strax í upp­hafi að það leiðir af lögum um umboðs­mann Alþingis að eft­ir­lit umboðs­manns lýtur aðeins að þeirri ráð­gjöf sem ráð­herrar fá innan stjórn­sýsl­unn­ar. Í bréfum mínum og á fundum með inn­an­rík­is­ráð­herra hef ég óskað eftir upp­lýs­ingum frá ráð­herra um þessa lög­fræði­legu ráð­gjöf sem hann kveðst hafi fengið í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Ég hef þar haft í huga ann­ars vegar að á ráð­herra hvílir lögum sam­kvæmt skylda til að leita ráð­gjafar og hins vegar að það heyrir undir eft­ir­lit umboðs­manns að ráð­gjöf opin­berra starfs­manna til ráð­herra sé rétt og í sam­ræmi við lög.“

Eins og kunn­ugt er hefur Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, upp­lýst að hann hafi veitt Hönnu Birnu lög­fræði­lega ráð­gjöf vegna leka­máls­ins. Jón Steinar stað­festi þetta með yfir­lýs­ingu í lok ágúst.

Auglýsing

Sá ekki ástæðu til að svara spurn­ingu umboðs­mannsUm­boðs­maður óskaði sér­stak­lega eftir nán­ari skýr­ingum á lög­fræði­legu ráð­gjöf­inni með bréfi 25. ágúst síð­ast­lið­inn, sem og hvaða starfs­menn ráðu­neyt­is­ins hefðu veitt hana. Í svari ráð­herra við fyr­is­p­urn­inni sá hún ekki ástæðu til að nefna nöfn þeirra sem veittu henni lög­fræði­lega ráð­gjöf, „...enda er ábyrgðin mín sem ráð­herra.“

Í ljósi skýr­inga Hönnu Birnu bað umboðs­maður Ragn­hildur Hjalta­dóttur ráðu­neyt­is­stjóra inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um að gera grein fyrir lög­fræði­legri ráð­gjöf sem ráð­herra hefði fengið vegna máls­ins. Ragn­hildur sagð­ist ekki geta svarað því, en tók fram að hún hefði rætt við ráð­herra við upp­haf máls­ins áður en rík­is­sak­sókn­ari sendi það til lög­regl­unn­ar. „Ráðu­neyt­is­stjór­inn kveðst hins vegar ekki hafa vit­neskju um hverjir innan ráðu­neyt­is­ins hefðu veitt lög­fræði­lega ráð­gjöf ef ráð­gjöfin hafi lotið að því að sam­skipti, eins og þeim væri lýst í bréfi mínu til ráð­herra 25. ágúst 2014, væru heim­il. Ráðu­neyt­is­stjór­inn seg­ist ekki hafa vitað af því að sam­skipti ráð­herra og lög­reglu­stjór­ans hefðu verið með þeim hætti sem haft var eftir lög­reglu­stjór­anum í bréfi mínu. Það hefði fyrst verið þegar bréf mitt barst ráðu­neyt­in­u.“

Óskaði ítrekað eftir upp­lýs­ingum á fundi með ráð­herraÞá segir í áliti umboðs­manns að hann hafi ítrekað óskað eftir upp­lýs­ingum um hverjir hafi veitt unn­an­rík­is­ráð­herra þá ráð­gjöf sem hún vís­aði til á fundi með Hönnu Birnu þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn. „Ráð­herra ítrek­aði þau sjón­ar­mið sem fram höfðu komið í bréfum til mín og kvaðst „enga nákvæma ráð­gjöf [hafa feng­ið] um það með hvaða hætti nákvæm­lega þau sam­skipti skyldu ver­a.“ Ráð­herra minnti líka á að á þessum tíma hefði hún litið svo á að lög­reglu­stjór­inn færi ekki með stjórn rann­sókn­ar­innar og sam­skiptin hefðu því farið fram í því ljósi. Um vit­neskju ráðu­neyt­is­stjór­ans um sam­skiptin sagði ráð­herra að ráðu­neyt­is­stjór­inn hefði vitað að hann ræddi við lög­reglu­stjór­ann en þar sem þetta hefði verið tveggja manna tal hefði henni örugg­lega ekki verið kunn­ugt um hvernig þau sam­skipti voru.

Ég hef ekki fengið frek­ari gögn eða upp­lýs­ingar um þá lög­fræði­legu ráð­gjöf sem ráð­herra kveðst hafa fengið innan ráðu­neyt­is­ins um hvernig haga bæri sam­skiptum við lög­regl­una meðan rann­sókn máls­ins stóð yfir.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None