Hanna Birna neitaði að upplýsa umboðsmann um hverjir veittu henni lögfræðilega ráðgjöf

15724295124_b249ed1bdb_z.jpg
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis hefur enn hvorki fengið gögn né upp­lýs­ingar um þá lög­fræði­legu ráð­gjöf sem Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, kvaðst sjálf hafa fengið innan ráðu­neyt­is­ins um hvernig haga skyldi sam­skiptum við lög­regl­una á meðan rann­sókn leka­máls­ins stóð yfir. Þetta kemur fram í áliti umboðs­manns varð­andi frum­kvæð­is­at­hugun hans á sam­skiptum Hönnu Birnu og Stef­áns Eiríks­son­ar, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, við rann­sókn leka­máls­ins.

Í álit­inu seg­ir: „Í bréfum inn­an­rík­is­ráð­herra til mín hefur ráð­herra vísað til lög­fræði­legrar ráð­gjafar sem ráð­herra hafi fengið innan sem utan ráðu­neyt­is­ins um sam­skipti sín við lög­reglu­stjór­ann í tengslum við umrædda rann­sókn. Ég tek fram strax í upp­hafi að það leiðir af lögum um umboðs­mann Alþingis að eft­ir­lit umboðs­manns lýtur aðeins að þeirri ráð­gjöf sem ráð­herrar fá innan stjórn­sýsl­unn­ar. Í bréfum mínum og á fundum með inn­an­rík­is­ráð­herra hef ég óskað eftir upp­lýs­ingum frá ráð­herra um þessa lög­fræði­legu ráð­gjöf sem hann kveðst hafi fengið í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Ég hef þar haft í huga ann­ars vegar að á ráð­herra hvílir lögum sam­kvæmt skylda til að leita ráð­gjafar og hins vegar að það heyrir undir eft­ir­lit umboðs­manns að ráð­gjöf opin­berra starfs­manna til ráð­herra sé rétt og í sam­ræmi við lög.“

Eins og kunn­ugt er hefur Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, upp­lýst að hann hafi veitt Hönnu Birnu lög­fræði­lega ráð­gjöf vegna leka­máls­ins. Jón Steinar stað­festi þetta með yfir­lýs­ingu í lok ágúst.

Auglýsing

Sá ekki ástæðu til að svara spurn­ingu umboðs­mannsUm­boðs­maður óskaði sér­stak­lega eftir nán­ari skýr­ingum á lög­fræði­legu ráð­gjöf­inni með bréfi 25. ágúst síð­ast­lið­inn, sem og hvaða starfs­menn ráðu­neyt­is­ins hefðu veitt hana. Í svari ráð­herra við fyr­is­p­urn­inni sá hún ekki ástæðu til að nefna nöfn þeirra sem veittu henni lög­fræði­lega ráð­gjöf, „...enda er ábyrgðin mín sem ráð­herra.“

Í ljósi skýr­inga Hönnu Birnu bað umboðs­maður Ragn­hildur Hjalta­dóttur ráðu­neyt­is­stjóra inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um að gera grein fyrir lög­fræði­legri ráð­gjöf sem ráð­herra hefði fengið vegna máls­ins. Ragn­hildur sagð­ist ekki geta svarað því, en tók fram að hún hefði rætt við ráð­herra við upp­haf máls­ins áður en rík­is­sak­sókn­ari sendi það til lög­regl­unn­ar. „Ráðu­neyt­is­stjór­inn kveðst hins vegar ekki hafa vit­neskju um hverjir innan ráðu­neyt­is­ins hefðu veitt lög­fræði­lega ráð­gjöf ef ráð­gjöfin hafi lotið að því að sam­skipti, eins og þeim væri lýst í bréfi mínu til ráð­herra 25. ágúst 2014, væru heim­il. Ráðu­neyt­is­stjór­inn seg­ist ekki hafa vitað af því að sam­skipti ráð­herra og lög­reglu­stjór­ans hefðu verið með þeim hætti sem haft var eftir lög­reglu­stjór­anum í bréfi mínu. Það hefði fyrst verið þegar bréf mitt barst ráðu­neyt­in­u.“

Óskaði ítrekað eftir upp­lýs­ingum á fundi með ráð­herraÞá segir í áliti umboðs­manns að hann hafi ítrekað óskað eftir upp­lýs­ingum um hverjir hafi veitt unn­an­rík­is­ráð­herra þá ráð­gjöf sem hún vís­aði til á fundi með Hönnu Birnu þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn. „Ráð­herra ítrek­aði þau sjón­ar­mið sem fram höfðu komið í bréfum til mín og kvaðst „enga nákvæma ráð­gjöf [hafa feng­ið] um það með hvaða hætti nákvæm­lega þau sam­skipti skyldu ver­a.“ Ráð­herra minnti líka á að á þessum tíma hefði hún litið svo á að lög­reglu­stjór­inn færi ekki með stjórn rann­sókn­ar­innar og sam­skiptin hefðu því farið fram í því ljósi. Um vit­neskju ráðu­neyt­is­stjór­ans um sam­skiptin sagði ráð­herra að ráðu­neyt­is­stjór­inn hefði vitað að hann ræddi við lög­reglu­stjór­ann en þar sem þetta hefði verið tveggja manna tal hefði henni örugg­lega ekki verið kunn­ugt um hvernig þau sam­skipti voru.

Ég hef ekki fengið frek­ari gögn eða upp­lýs­ingar um þá lög­fræði­legu ráð­gjöf sem ráð­herra kveðst hafa fengið innan ráðu­neyt­is­ins um hvernig haga bæri sam­skiptum við lög­regl­una meðan rann­sókn máls­ins stóð yfir.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None