Töluðu um að drepa Sólveigu Önnu og Gunnar Smára

Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa verið að undirbúa hryðjuverk töluðu um að myrða formann Eflingar og formann framkvæmdastjóra Sósíalistaflokks Íslands.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Gunnar Smári Egilsson.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Gunnar Smári Egilsson.
Auglýsing

Menn­irnir tveir sem sitja í gæslu­varð­haldi grun­aðir um und­ir­bún­ing hryðju­verka ræddu um að drepa Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­mann Efl­ing­ar, og Gunnar Smára Egils­son, for­mann fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks Íslands. Frá þessu er greint á Sam­stöð­inni, sam­fé­lags­sjón­varpi og og vett­vangi fyrir rót­tæka sam­fé­lags­um­ræðu sem teng­ist Sós­í­alista­flokkn­um. 

Þar er greint frá því að hér­aðs­sak­sókn­ari hafi kallað inn fólk sem menn­irnir tveir ræddu um að meiða eða drepa til vitna­leiðslu. Á meðal þeirra séu Sól­veig Anna og Gunnar Smári. Í frétt­inni segir að Sól­veigu Önnu hafi verið sýnd sam­skipti þar sem hún er kölluð „litla kommalufsan sem vildi gera bylt­ingu“ og heit­streng­ingar mann­anna um að drepa hana einn dag­inn. „Gunn­ari Smára voru sýnd sam­skipti þar sem annar mað­ur­inn var staddur á sama veit­inga­stað og hann og barm­aði sér yfir að vera ekki vopn­að­ur. Á eftir fylgdu vanga­veltur um hvað myndi ger­ast ef hann dræpi Gunnar Smára þarna á staðn­um. Ég væri kom­inn upp á löggu­stöð fyrir mið­nætti, sagði sá á staðn­um. Við myndum fljúga inn á þing, sagði hinn, eins og morðið myndi gera þá að þjóð­hetj­u­m.“

Í frétt Sam­stöðv­ar­innar er haft eftir Sól­veigu Önnu að það sé óhugn­an­legt að fá að vita að menn­irnir hafi verið að smíða vopn og gæla við að taka sig af lífi fyrir póli­tískar skoð­anir og starf. Gunnar Smári segir á sama stað að hann hafi áður bent á hversu hættu­leg hat­urs­orð­ræða frá hægri gagn­vart verka­lýðs­bar­áttu og sós­í­al­isma sé. Ekki sé talað eins illa um nokkra mann­eskju í íslenskum fjöl­miðlum og Sól­veigu Önnu. Það sé vegna þess að hún lætur valda­stétt­ina heyra það og vegna þess að hún sé sós­í­alisti og kona.

Sýndu árs­há­tið lög­reglu­manna sér­stakan áhuga

Menn­irnir sem um ræðir voru hand­teknir 21. sept­em­ber síð­ast­lið­inn í umfangs­miklum aðgerðum sér­sveitar rík­is­lög­reglu­stjóra. Um tíma tóku um 50 lög­­­reglu­­menn þátt í þeim. Menn­irnir eru á þrí­tugs­aldri og eru báðir enn í gæslu­varð­haldi þar sem þeir eru látnir sæta ein­angr­un. Rann­­sókn lög­­­reglu snýst meðal ann­­ars um að kanna hvort menn­irnir teng­ist nor­rænum öfga­­sam­tök­­um. 

Auglýsing
Mennirnir höfðu verið til rann­sóknar mán­uðum sam­an. Þeir eru grun­aðir um að hafa fram­­leitt skot­vopn með þrí­­vídd­­ar­­prentum og safnað að sér umtals­verðu magni af hefð­bundn­­ari skot­vopn­­um. Á meðal þeirra vopna sem fund­ust á þeim stöðum sem leitað var voru skamm­­byssur og hríð­­skota­­bys­s­­ur, en skot­vopnin skiptu tugum og skot­­færin sem menn­irnir höfðu undir höndum þús­und­­um. Sum vopnin voru hálf­­­sjálf­­virk.

Á upp­­lýs­inga­fundi lög­­regl­unnar í kjöl­far hand­töku þeirra kom fram að árás­­irnar hefðu meðal ann­ars átt að bein­­ast að Alþingi og lög­­­reglu. Morg­un­­blaðið hafði á sama tíma eftir heim­ild­­ar­­mönnum sínum að menn­irnir hafi sýnt árs­há­­tíð lög­­­reglu­­manna, sem stóð fyrir dyr­um, sér­­stakan áhuga. Í blað­inu kom einnig fram að á meðal þess sem hafi fund­ist við hús­­leit lög­­­reglu hafi verið þjóð­ern­is­of­­stæk­is­á­róð­­ur. Á meðal ætl­­aðra fyr­ir­­mynda mann­anna hafi verið And­ers Behring Breivik, sem myrti 77 ein­stak­l­inga í Osló og Útey árið 2011. 

Í hádeg­is­fréttum RÚV 23. sept­em­ber var greint frá því að menn­irnir tveir sem eru í gæslu­varð­haldi hafi rætt sín á milli um að fremja fjöldamorð og nefnt lög­­­reglu­­menn, Alþingi og fleira í því sam­hengi. Þetta hafi komið fram í síma- og tölvu­­gögnum sem fund­ist hafi. Annar mann­anna losn­­aði úr gæslu­varð­haldi degi áður en hann var hand­­tek­inn. Ástæða þess var grunur um vopna­laga­brot fyrr á þessu ári. 

Sam­­kvæmt almennum hegn­ing­­ar­lögum á að refsa fyrir hryðju­verk með allt að ævi­löngu fang­elsi.

Rúður brotnar og Gunn­ari Smára hótað

Í byrjun sept­em­ber greindi Gunnar Smári frá því í færslu á Face­book að hús­næði þar sem Sós­í­a­lista­­flokkur Íslands leigir aðstöðu ásamt öðrum sam­tök­um hafi verið grýtt, með þeim afleið­ingum að tveir gluggar þar sem merki flokks­ins og Sam­­stöðv­­­ar­innar var, brotn­uðu.

Þar sagði hann enn fremur frá því að maður hefði sent á hann skila­­boð skömmu áður með óhróðri. Skila­­boðin voru eft­ir­far­andi: „Þið eruð sið­blind hel­víti og farið beint þang­að. Ég mun finna á end­­anum hvar þið eigið heima. Hugs­­aðu um fjöl­­skyld­una þína áður en þið haldið áfram. Ég vill ekki beita vopnum en þið gefið mér ekki færi á öðru.“

Gunnar Smári sagði að hann hafi greint mann­inum frá því að hann myndi senda skila­­boðin til lög­­­reglu og gerði það í kjöl­far­ið. „Lög­­reglu­­maður hringdi í mig dag­inn eftir og ég nefndi við hann að annar maður hefur haft í hót­­unum við mig, veist að mér úti á götu og fjöl­­skyldu minni. Ég sá hann síð­­­ast fyrir utan heim­ili mitt þar sem hélt hót­­unum sínum áfram, hróp­aði alls kyns ókvæð­is­orð um meinta glæpi sós­í­al­is­m­ans, sagði mér að láta Bjarna Bene­dikts­­son í friði og hróp­aði að lok­um: Viva Bjarni Ben!“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent