Tortryggni í garð Kína og vilji til aukins Norðurlandasamstarfs

Íslendingar voru spurðir út í afstöðu sína til alþjóðamála í nýlegri könnun á vegum Alþjóðamálastofnunar. Rúmur meirihluti vill sporna við kínverskri fjárfestingu í íslensku efnahagslífi og tæpt 41 prósent segist líta Atlantshafsbandalagið jákvæðum augum.

Ísland úr lofti. Alþjóðamál og tengdar öryggisógnir í hefðbundnum skilningi voru ekki ofarlega á lista, þegar svarendur voru beðnir um að nefna helstu áskoranir Íslands.
Ísland úr lofti. Alþjóðamál og tengdar öryggisógnir í hefðbundnum skilningi voru ekki ofarlega á lista, þegar svarendur voru beðnir um að nefna helstu áskoranir Íslands.
Auglýsing

Næstum sjö af hverjum tíu svar­endum í nýlegri skoð­ana­könnun telja að verja ætti íslenskt efna­hags­líf gagn­vart fjár­fest­ingu frá Kína. Nokkur munur er á við­horfum til kín­verskra fjár­fest­inga og erlendrar fjár­fest­ingar almennt. Rúm fjöru­tíu pró­sent segj­ast almennt hafa nei­kvæð við­horf til erlendrar fjár­fest­ing­ar, en yfir 30 pró­sent sögð­ust jákvæð.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóða­mála­stofnun HÍ, sem kynnt verður á fundi í dag, en Silja Bára Ómars­dóttir pró­fessor í stjórn­mála­fræði tók skýrsl­una sam­an. Í henni er fjallað um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar og álykt­anir sem af þeim má draga.

Atvinnu­leysið og staða efna­hags­mála stærstu áskor­an­irnar

Er könn­unin var fram­kvæmd, í nóv­em­ber og des­em­ber 2020, voru þátt­tak­endur beðnir um að nefna tvær helstu stærstu áskor­an­irnar sem Ísland stæði frammi fyr­ir. Ekki þarf að koma á óvart að efna­hags­legar afleið­ingar heims­far­ald­urs­ins eru mörgum hug­leikn­ar.

Flestir nefndu atvinnu­leysi, eða 53,8 pró­sent og næst flest­ir, 45,4 pró­sent, nefndu stöðu efna­hags­mála sem aðra af tveimur stærstu áskor­unum Íslands í dag.

Í þriðja sæti voru lofts­lags­breyt­ingar og umhverf­is­mál, en 37,3 pró­sent aðspurðra nefndu þann mála­flokk sem eina af tveimur stærstu áskor­unum Íslands. Tutt­ugu og þrjú pró­sent nefndu vax­andi fram­færslu­kostnað sem stærstu áskor­un­ina og þrettán pró­sent fals­fréttir og upp­lýs­inga­óreiðu. Það eru ögn fleiri en nefndu inn­flytj­enda­mál, en rúm 12 pró­sent sögðu þau eina helstu áskorun sam­tím­ans á Íslandi.

Alþjóða­mál og tengdar öryggisógnir í hefð­bundnum skiln­ingi voru ekki ofar­lega á lista, þegar svar­endur voru beðnir um að nefna helstu áskor­anir Íslands.

Rúm 40 pró­sent jákvæð í garð NATÓ

Í könn­un­inni voru þátt­tak­endur meðal ann­ars spurðir út í afstöðu sína til Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, NATÓ. Næstum 41 pró­sent aðspurðra kvaðst hafa jákvætt við­horf til banda­lags­ins og ein­ungis 13 pró­sent nei­kvætt, sem skýrslu­höf­undur bendir á að sé í ágætum takti við fylgi Vinstri grænna, eina stjórn­mála­flokks­ins á Íslandi sem leggst gegn aðild Íslands að NATÓ í stefnu­skrá sinni. Tæp 39 pró­sent sögð­ust hlut­laus í garð NATÓ, hvorki jákvæð né nei­kvæð.

Auglýsing

Spurt var hvort fólk vildi sjá Atl­ants­hafs­banda­lagið þró­ast í þá átt að það yrði minna háð Banda­ríkj­un­um. Svar­endur virt­ust almennt ekki vera að velta þeirri spurn­ingu mikið fyrir sér, en rúm­lega 6 af hverjum 10 sögð­ust ýmist hlut­laus eða óviss um það. Rúm 26 pró­sent vildu sjá það ger­ast, en 12,6 voru á móti slíkri þróun NATÓ.

Ríkur vilji til meira sam­starfs Norð­ur­landa

Í könn­un­inni var spurt út í sam­band Íslands við önnur ríki eða ríkja­hópa og svar­endur beðnir um að leggja mat sitt á það hvort Ísland ætti að eiga meira sam­starf, óbreytt eða minna við ákveðin ríki.

Í ljós kom að rík­astur vilji var til þess að auka sam­starfið við Norð­ur­lönd­in, en tæp sjö­tíu pró­sent aðspurðra sögð­ust vilja sá nán­ara sam­starf á milli Íslands við hin nor­rænu ríkin til fram­tíðar lit­ið. Að sama skapi sögð­ust margir, um eða yfir 40 pró­sent, vilja aukið sam­starf við Evr­ópu­sam­band­ið, Þýska­land og Bret­land.

Aukið sam­starf við stór­veldin þrjú, Banda­rík­in, Kína og Rúss­land, virð­ist hins vegar ekki eiga upp á pall­borðið hjá Íslend­ing­um.

Skoð­ana­könn­unin var fram­kvæmd af dag­ana 16. nóv­em­ber til 9. des­em­ber 2020. Um net­könnun var að ræða og var úrtakið handa­hófs­kennt og vigtað til þess að end­ur­spegla sam­setn­ingu íbúa á Íslandi með til­liti til kyns, ald­urs, búsetu, mennt­un­ar­stigs og tekna. Könn­unin var send 1.985 ein­stak­lingum og 882 svör­uðu henni, sem nemur 44 pró­sent þátt­töku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent