Traust til Bjarna og Sigmundar minnkar og vantraust eykst

fors..umynd_..kr_.fuhafast.ff_.jpg
Auglýsing

Flestir Íslend­ingar bera mikið traust til Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar for­seta og Katrínar Jak­obs­dóttur for­manns Vinstri grænna. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á trausti almenn­ings til for­ystu­fólks í stjórn­mál­um. Á eftir þeim njóta ­Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og Birgitta Jóns­dóttir kapteinn Pírata mests trausts.

48,5 pró­sent spurðra sögð­ust bera mikið traust til Ólafs Ragn­ars, og 46,7 pró­sent til Katrín­ar. 37 pró­sent sögð­ust bera mikið traust til Dags og 32,3 pró­sent til Birgittu. Birgitta er jafn­framt eini stjórn­mála­leið­tog­inn sem nýtur meira trausts nú en í júní 2013, fyrir utan þá sem hafa ekki verið mældir fyrr.

Fleiri bera mikið traust til Guð­mundar Stein­gríms­son­ar, for­manns Bjartrar fram­tíð­ar, en til beggja leið­toga stjórn­ar­flokk­anna, Bjarna Bene­dikts­sonar og Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. 24,9 pró­sent treysta Guð­mundi, en 22,8 pró­sent treysta Bjarna og 17,5 pró­sent Sig­mundi Dav­íð.

Auglýsing

Jafn­framt er fjöldi þeirra sem segj­ast bera lítið traust til Bjarna og Sig­mundar meiri en hjá öðrum stjórn­mála­leið­tog­um. 57,9 pró­sent segj­ast bera lítið traust til Bjarna og 63,2 pró­sent treysta Sig­mundi Davíð illa.

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, rekur lest­ina í traustsmæling­un­um, 14,9 pró­sent segj­ast treysta honum vel.

 

Miklar sveiflur milli kann­ana

MMR mældi traust til stjórn­mála­leið­toga í febr­úar í fyrra og í júní árið 2013, skömmu eftir að rík­is­stjórn Sig­mundar og Bjarna var mynd­uð. Árið 2013 sögð­ust 33,8 pró­sent aðspurðra treysta Bjarna vel, og 48,8 pró­sent sögð­ust treysta Sig­mundi Davíð vel. Í fyrra hafði traust til þeirra beggja minnkað tals­vert, en þá sögð­ust tæp 25 pró­sent treysta Bjarna en traust á Sig­mundi var komið niður í 23,2 pró­sent. Í mæl­ing­unum nú er traust til Bjarna 22,8 pró­sent og traust til Sig­mundar 17,5 pró­sent.

Hafa verður í huga að vik­mörk í könn­unum sem þessum geta verið allt að 3,1 pró­sent. 1060 ein­stak­lingar svör­uðu könn­un­inni, sem var fram­kvæmd frá 30. mars til 8. apr­íl. Miðað við það eru breyt­ingar á trausti til Bjarna milli kann­ana innan marka.

Einnig hafa orðið miklar breyt­ingar á van­trausti til leið­toga stjórn­ar­flokk­anna frá því að þeir tóku við störf­um. Í júní 2013 sögð­ust 43,3 pró­sent bera lítið traust til Bjarna, og 27,6 pró­sent báru lítið traust til Sig­mund­ar. Í febr­úar í fyrra hafði þeim sem van­treystu Bjarna fjölgað í 54,1 pró­sent og þeim sem báru lítið traust til Sig­mundar hafði fjölgað enn meira, í 58,2 pró­sent. Í þess­ari könnun segj­ast 57,9 pró­sent bera lítið traust til Bjarna en 63,2 pró­sent bera lítið traust til Sig­mund­ar.

Dagur er mældur sem stjórnmálaleiðtogi í fyrsta sinn. Dagur er mældur sem stjórn­mála­leið­togi í fyrsta sinn. MYND/BIRGIR ÞÓR

Dagur miklu vin­sælli en Árni PállAt­hygli vekur að sam­fylk­ing­ar­mað­ur­inn Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, er miklu vin­sælli en Árni Páll Árna­son, for­maður flokks­ins, sam­kvæmt könn­un­inni. Aldrei hafa jafn fáir sagst bera mikið traust til Árna Páls og nú síðan hann tók við sem for­maður flokks­ins, eða 14,9 pró­sent. Á sama tíma mælist traust til Dags 37 pró­sent, en þetta er í fyrsta sinn sem traust og van­traust til hans er mælt í könn­unum MMR.

Sam­kvæmt könn­un­inni hafa aldrei fleiri borið lítið traust til Árna Páls en nú, en alls 53,6 pró­sent aðspurðra sögð­ust treysta honum frekar eða mjög lít­ið. Um þriðj­ungur aðspurðra sögð­ust treysta Degi frekar eða mjög lít­ið.

Ef litið er aftur til mæl­inga sem gerðar voru rétt eftir síð­ustu kosn­ingar sést að þeim hefur fækkað sem segj­ast treysta Katrínu Jak­obs­dóttur vel, en skömmu eftir kosn­ingar mæld­ist hún með 62,5 pró­senta traust og 17,2 pró­senta van­traust. Katrín hefur þó frá því að hún var mæld fyrst verið sá leið­togi sem fæstir segj­ast van­treysta. 26,3 pró­sent segj­ast bera lítið traust til hennar nú, en aðeins Ólafur Ragnar er nálægt henni í þeim mæl­ing­um. 29,2 pró­sent segj­ast bera lítið traust til hans. Birgitta Jóns­dóttir og Guð­mundur Stein­gríms­son eru á svip­uðum slóðum í van­traustsmæling­um, 37,2 og 37,9 pró­sent segj­ast bera lítið traust til þeirra.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None